Eining - 01.01.1948, Page 3

Eining - 01.01.1948, Page 3
E I N I N G 3 Aðalmálgagn bindindishreyfingarinnar í Svíþj óð, Reformatorn, segir, að samtalsfundurinn, sem myndin sýnir, liafi þótt einn bezti liðurinn á dagskrá norræna bindindisþingsins i Stokk- hólmi s. I. sumar. Þátttakendurnir í samtalinu við borðið voru bessir, talið frá vinstri: Stein Fossgard kennari, Noregi, Rolf Kristiansen, N oregi, John Forsberg borgarritari, Finnlandi, frú Dagmar Karpio, Finnlandi, Rune Rydén lýðsskólakennari, Svíþjóð, séra Joel Kullgren, Svíþjóð, frú Hillevi Larsson, Svíþjóð, Brynlei fur Tobiasson yfirkennari og Pétur Sigurðsson frá fslandi, Frode Markersen umsjónarmaður og Mar. Th. Nielsen sóknarprestur frá Dan- mörku. — / fánatjaldinu að baki er íslenzki féminn i miðju. Norræna bindindisþingið Árið 1947 var norræna bindindis- þingið haldið í Stokkhólmi dagana 12—17. júlí. — Ég hafði þann heið- ur, að mæta þar sem fulltrúi íslenzku ríkisstjórnarinnar, og var það í fjórða sinn, sem ég kom á norrænt bindind- isþing og í öll skiptin sem stjórnar- fulltrúi (Dorpat 1926, Stokkhólmi 1928 og Kaupm.höfn 1934). Hef ég verið í stjórn norrænu bindindisþinganna af íslands hálfu frá 1926. Ég var átta daga á leiðinni til Dorpat árið 1926 og sex daga til Stokkhólms árið 1928, en í þetta sinn var ég 36 klst. til Stokkhólms (þar af rúman sól- arhring í Kaupm.höfn). Nú flaug ég líka yfir hafið til Hafnar, og þaðan til Stokkhólms. Það er dásamlegt ferðalag. Sumarið 1928 var norræna þingið haldið í Koncerthuset í Stokkhólmi; nú var það aðeins sett þar, en annars hald- ið í stórhýsi nokkru í borginni, sem heitir Medborgarhuset. Það var laugar- daginn 12. júlí, kl. 2 e. hádegi. Ruben Wagnsson, formaður stjórnar þingsins, setti það með ræðu og bauð gesti vel- komna. Hátíðarræðuna flutti Josef Weijne, kirkjumálaráðherra Svía. Kvað hann bindindishreyfinguna mikils verð- an þátt í baráttunni fyrir betri heimi. Bindindismálið er fyrst og fremst æsku- lýðsmál. — Ráðherrann áleit, að skól- arnir gerðu ekki skyldu sína á sviði bindindisfræðslunnar, og lýsti yfir því, að breyting mætti til að verða í þeim efnum. Að lokinni ræðu ráðherrans var leik- in norræn músik. Því næst fluttu stjórn- arfulltrúarnir frá öllum Norðurlöndum kveðjur sínar og ávörp í stafrofsröð landanna. Fyrstur talaði 0. H. Malchaú, ríkisþingsmaður frá Árósum, A. A. H. Forstén, deildarstjóri í félagsmálaráðu- neytinu í Helsingfors, ég þar á eftir, og Daníel Vefald, skólastjóri í Larvík (nú stórtemplar Norðmanna). Ég baub næsta norræna bindindisþingi heim til Reykjavíkur árið 1950 fyrir hönd bind- indishreyfingarinnar á Islandi og með góðvilja íslenzku ríkisstjórnarinnar. Kvað þá við mikið lófaklapp í salnum, og í blöðunum daginn eftir var skýrt frá þessu heimboði og sagt frá því, að sennilega yrði næsta bindindisþing háð í Reykjavík árið 1950. Auk fyrrnefndra stjórnarfulltrúa tal- aði við þetta tækifæri Topis Voionmaa, ráðherra frá Helsingfors, sem nú er formaður stjórnar alþjóðabindindissam- bandsins og þinganna. Forseti norræna þingsins var kjörinn Ruben Wagnsson og varaforsetar Adolph Hansen, Danmörku, S. S. Salmensaari, Finnlandi, Brynleifur Tobiasson, Is- landi, Johan Hvidsten, Noregi og Joel Kullgren Svíþjóð. Fyrstur ræðumanna var Leonard Goldberg docent. Flutti hann erindi um nýjar rannsóknir um áhrif áfengis á líffærin. Skýrði hann frá hinni nýju radar-teknik, sem hagnýtt er nú orðið til þess að komast að raun um áhrif áfengis á taugakerfið. Það hefur greini- lega komið í ljós, við rannsóknir og til- raunir á dýrum í Karolínsku stofnun- inni í Stokkhólmi, að áfengi, jafnvel í mjög smáum stíl, orkar lamandi. Gold- berg docent skýrði og frá öðrum nýjum rannsóknum á þessu sviði, bæði í Sví- þjóð og vestanhafs, þ. á. m. því, að hægt væri a. m. k. stundum að lækna alko- hólista með því að dæla inn í þá alko- hóli og taka þar með frá þeim alla löng- un í áfengi. En það er sama um þetta erindi og aðra lærða fyrirlestra á þinginu að segja, að þá fyrst hafa menn fullt gagn af þeim, er þeir liggja fyrir prentaðir í kongréss-tíðindunum og við höfum lesið þá rækilega. — Laugardagskvöldið 12. júlí vorum við gestirnir boðnir til kvöldverðar í veitingahúsinu Gillet á Brunkebergs- torgi. Stjórn norræna þingsins og blað- ið „Folket í Bild“ buðu. Þar flutti frétta- þulur útvarps, Lars Madsén skemmti- legan þátt um fólk, sem hann haföi fyr- ir hitt í sænskum sveitum. Þetta kvöld, og undantekningarlaust allan tímann, sem við dvöldumst í Stokkhólmi, var inndælis veður, sólskin og hiti og stillt veður. Auk mín voru tveir gestir frá Islandi á norræna þing- inu, þeir séra Kristinn Stefánsson stór- templar fyrir Góðtemplararegluna á íslandi og Pétur Sigurðsson erindreki fyrir samvinnunefnd bindindismanna. Var ánægjulegt samfélag okkar, og þakka ég þeim kærlega gott föruneyti. Brynleifur Tobiasson. Sunnudaginn 13. júlí fórum við þremenningarnir í Immanuelskirkjuna einni stundu fyrir hádegi. Þar töluðu prestar frá'öllum norrænu löndunum, hver á sínu máli. Sr. Kristinn Stefáns- son var ræðumaðurinn frá ÍSlandi, en aðalræðumaðurinn var sr. Joel Kullgr- en, fríkirkjuprestur í Stokkhólmi, en hann var einn af helztu mönnunum í

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.