Eining - 01.01.1948, Side 9

Eining - 01.01.1948, Side 9
E I N I N G 9 ' * s V En tala þú það, sem sæmir hinni heilnæmu kenn- ingu, að aldraðir menn séu bindindissamir, siðprúð- ir, hóglátir, heilbrigðir í trúnni, kærleikanum og þolgæðinu; svo eiga og aldraðar konur að vera virðu- legar í háttalagi sínu, ekki rógberar og ekki heldur í ánauð ofdrykkjunnar, heldur kenni gott frá sér, til þess að þær laði hinar ungu til að elska menn sína, elska börn sín, vera hóglátar, skírlífar, heim- ilisræknar, góðlátar, eiginmönnum sínum undirgefn- ar, til þess að orði Guðs verði ekki lastmælt. Svo okalt þú og áminna hina yngri menn að vera hóg- látir, og sýn þig sjálfan í öllum greinum sem fyrir- mynd góðra verka, sýn í kenningunni grandvarleik og virðuleik, — heilnæmt orð, óákæranlegt, — til þess að andstæðingurinn fyrirverði sig, þegar hann hefur ekkert illt um oss að segja . . . Tala þú þetta og áminn, og vanda um með allri röggsemi. Lát engan lítilsvirða þig. Títusarbréfið, 2. kapituli. -1 — Borgarafundur d Akureyri Almennur fundur urn áfengismál var haldinn í Samkomuhúsi bæjarins á Akureyri 25. nóv. s. 1., að tilhlutan Um- dæmisstúku Norðurlands og áfengis- varnanefnd kvenfélaga á Akureyri. Fundinum stjórnaði umdæmistemplar, Eiríkur Sigurðsson kennari. Frummæl- endur voru: Filippía Kristjánsdóttir skáldkona, Brynleifur Tobiasson yfir- kennari og Þorsteinn M. Jónsson skóla- stjóri. Auk þeirra tóku til máls: Guð- mundur Karl Pétursson yfirlæknir, frú Elinborg Jónsdóttir, Áskell Snorrason tónskáld og Jón Jakobsson. Allir voru ræðumenn á einu máli um það, að hin geigvænlega áfengisneyzla þjóðarinnar ógni framtíð hennar og menningu, og að mótmæla beri ölfrum- varpi því, sem flutt hefur verið á Al- þingi. I fundarlok sýndi Edvarð Sigurðsson íslenzka kvikmynd. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi tillögur. 1. Fundurinn telur núverandi ástand í áfengismálum, einkum vaxandi áfengisnautn æskumanna, svo geigvænlegt fyrir framtíð og menningu þjóðarinnar, að brýna nauðsyn ber til þess, að breytt verði almenningsálitinu með þróttmikilli bindindisboðun, strangari lög- gæzlu og markvissu starfi til útrýmingar á- fenginu úr landinu með algeru áfengisbanni. Jafnframt minnir fundurinn á það, að núver- andi drykkjutízka, er afleiðing af afnámi bann- laganna, þó að andbanningar lofuðu minkandi áfengisnautn, ef farið yrði að þeirra ráðum. 2. Fundurinn mótmælir eindregið fram- komnu frumvarpi á Alþingi um bruggun og sölu á áfengu öli, og skorar á Alþingi að fella það. 3. Fundurinn telur að nokkrar tillögur til þingsályktunar, sem fram eru komnar á Al- þingi, séu spor í rétta átt, og skorar á Al- þingi að samþykkja tillögu nr. 31 um afnám vínveitinga á kostnað ríkisins og tillögu nr. 32 um afnám sérréttinda í áfengismálum. 4. Fundurinn skorar á Alþingi að gera þá breytingu á áfengislögunum, að áfengisverzl- anir megi ekki afhenda sama manni nema takmarkað magn áfengis á dag gegn eigin- handar kvittun. Þessi ráðstöfun ætti að geta komið í veg fyrir leynisölu sumra bifreiðar- stjóra og annarra, sem nú veldur mikilli spill- ingu í þjóðfélaginu. 5. Fundurinn skorar á Alþingi að verja tekjum áfengissölunnar til byggingar sjúkra- húsa og skóla, en láta þær ekki verða eðslu- eyri ríkissjóðs. G. Fundurinn skorar á Alþingi að hafa áfengismálaráðunaut á föstum launum, svo að hann geti ferðast um landið og fylgst með störfum áfengisvarnanefndanna, einnig að auka svo framlag til bindindisstai'fsemi, að 4 eða 5 menn geti starfað stöðugt, árið um kring, að bindindisboðun í landinu. 7. Fundurinn skorar á bæjarstjórnir í öll- um kaupstöðum landsins, að láta ekki undir höfuð leggjast að kjósa áfengisvarnanefndir, eins og lög mæla fyrir, svo að þær geti litið eftir því, að áfengisútsölur brjóti ekki áfeng- islögin, m. a. með því að selja unglingum innan 21 árs aldurs áfengi. 8. Fundurinn skorar á bæjarstjórn Akur- eyrar, að veita ekki áfengi í veizlum þeim, er hún gengst fyrir. Fundurinn átelur þá veitingahústízku, að afgreiða áfengisneytendur á undan bindind- ismönnum, og fyrir það, að hafa ekki óáfenga drykki á boðstólum, þar sem vínveitingar eru. Blaðið hefur sannfrétt það, að hinn ágæti læknir, Guðmundur Karl Pétursson, hafi tekið í allt annan streng á þessum borgarafundi Eyfirðinga viðvíkjandi öimálinu, heldur en læknar þeir, sem lagt hafa sig niður við að styðja ölsókn Morgunblaðsins. Munu þeir, sem til þekkja, ekki leggja minna upp úr orðum Guðmundar Karls læknis Péturssonar, en hinna. Það er alltaf veglegt hlutverk að bera sann- leikanum vitni. Frá Umdæmisstúku Norðurlands Pétur Björnsson kaupmaður á Siglu- firði fór snemma á vetrinum för til Skagafjarðar og heimsótti þá, meðal annars, stúkuna á Sauðárkróki og varð henni að góðu liði. Stúkan hóf þá vetr- arstarf sitt með inntöku nokkurra nýrra félaga. Þá gekkst Umdæmisstúkan og fyrir för til Húsavíkur og hafði í henni mann- val. Þessir fóru: Brynleifur Tobiasson yfirkennari, Hannes J. Magnússon skólastjóri, Ólafur Daníelsson og Eirík- ur Sigurðsson kennari, sem nú er um- dæmistemplar. Á Húsavík er ágæt og þróttmikil barna- og unglingastúka. Gæzlumaður hennar er skólastjórinn á staðnum, Sigurður Gunnarsson. Gest- irnir sátu fund stúkunnar og voru þar ýms góð skemmtiatriði. í söngtímum barnaskólans æfa börnin söng og búa sig þannig undir suma stúkufundina. Þann 17. nóvember höfðu stúkurnar á Akureyri mjög skemmtilegan, fjöl- mennan og vel heppnaðan fund sam- eiginlega. Þar flutti Magnús Jónsson erindi, Eiríkur Sigurðsson sagði ferða- sögu, en Sigríður Schiöth og Hermann Stefánsson sungu tvísöng. Gerðu menn að þessu mjög góðan róm. Á öðrum stað í blaðinu er sagt frá hinum myndarlega og fjölmenna borg- arafundi á Akureyi'i, sem Umdæmis- stúkan gekkst fyrir. I sambandi við þessar fréttir frá Um- dæmisstúku Norðurlands, má minna á bindindismálasýninguna á Siglufirði og útbreiðslustarf stúkunnar þar í sam- bandi við 25 ára afmæli hennar. Annill drsins 1847 Árferoiö, er hér haföi verið frá haust- nóttum, breyttist ekki með nýja árinu, heldur héldust áfram sömu frostleys- urnar og blíðviðrin, að undanteknum fáeinum frostdögum í góubyrjun. Þótt- ust elztu menn ekki muna jafngóða veðr- áttu. I apríl gerði þó frost með norðan- næðingi og kafaldsbyljum á milli, (þó varð kuldinn aldrei meiri en -p 3°)- Fyrstu sumarvikurnar voru allkaldar og norðannæðingur setti kyrking í þann gróður, sem kominn var, en þegar leið á maí, hlýnaði veður mjög, þó rigndi tölu- vert og spruttu tún fljótt og vel. Frá Jónsmessu og allan júlí var úrkoman svo mikil, að varla þornaði af strái. En með ágúst skipti um til hins betra, svo að töður náðust hvarvetna óskemmdar. Varð því heyafli manna allstaðar með bezta móti. Haustið var fremur um- hleypingasamt og með jólaföstu komu

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.