Eining - 01.01.1948, Side 4
undirbúiiingsnefnd norræna þingsins,
einstakur dugnaðar- og kappsmaður. —
Guðsþjónustur voru haldnar víða um
Stokkhólm þennan sunnudag, og fluttu
2—5 prestar ræður í hverri kirkju, frá
norrænu löndunum.
Að aflokinni messu fengum við félag-
ar okkur hádegisverð og héldum því
næst í skyndi upp á Skansen, hinn fræga
útisamkomustað Stokkhóhnsbúa, en þar
átti að fara fram, þennan dag, norræn
þjóðhátíð. Hófst hún með músik kl. hálf
tvö. — Aðalræðumaður dagsins vai'
Jalmar Furuskog, rektor í Filipstad.
Fjallaði ræða hans um norræna menn-
incjararfinn, og þótti ræðumanni tak-
ast með afbrigoum, enda er hann tal-
Nokkrir lielstu mcnnirnir í aðalráði bindind-
issambands kirkjucafnaða á Norðurlöndum.
Hinir tvcir frcmstu, talið frá vinstri: Séra
L. P. Bjerno í Randcs, Danmörku, Paul Sól-
berg, ritstjóri í Osló, Noreyi. Hinir eru, talið
frá vinotri: Dr. Rafccl Holmström, rektor í
Hclsir.gfors, sórci Arr.c. Jcnsen, Brovst, Dan-
mörku, sóra Yrjö Mikkanen, Kotka, Finnlandi,
séra Joel Kullgren framkvæmdastjóri, Stokk-
hólmi, Edwin Stenvall prófastur í Nárpes,
Finnlandi, séra Kristinn Stefánsson, Reykja-
vík, Island.
inn einn af mestu ræðumönnum Svía.
Vildi ég síðar reyna að snara á íslenzku
þættinum um ísland úr ræðu hans, en
hann þótti mér snilldarlega saminn og
bera vott um norrænan skilning á sögu
íslendinga og menningarhlutverki. —
Eftir söng Góðtemplarakórs Stokkh.,
fluttu 4 norrænir gestir stuttar kvcðj-
ur, þeir Paul Solberg, Noregi, Kristinn
Stefánsson, íslandi, Einar Holm. Finn-
landi, og Adolph Hansen, Danmörku.
Loks voru sungnir þjóðsöngvarnir
norrænu. Síðar um daginn voru sýndir
norrænir þjóðdansar, og leikinn var
Jeppi á Fjalli.
Á fundi í hinu kristna bindindisráði
Norðurlanda uppi á Skansen, var ísland
tekið inn í ráðið, og var séra Kristinn
Stefánsson fulltrúi í ráðinu af hálfu
íslands. — Fleiri fundir voru haldnir
á Skansen þennan dag. Þar hitti ég t. d.
gamla vini mína, dr. R. Hercod frá
Lausanne, er veitir forstöðu enn í dag
alþjóðlegri skrifstofu gegn ’áfengisböl-
inu, og Mark Hayler frá London, son
gamla Gay Hayler, en þeir feðgar gáfu
longi út blað, er heitir „International
Record", og Mark Hayler er enn rit-
stjóri þess. Félag þeirra „Prohibition
Federation“ er enn starfandi.
Mándudagurinn 14. júlí var helgaður
erindum um vísindalegar rannsóknir á
áfenginu og áhrifum þess. Voru ræðu-
menn sex, frá Danmörku, Noregi og
Svíþjóð, bindindismálaráðunautur
Dana, Jens Rosenkjær, dr. Gunnar
Lundqvist, yfirumsjónarmaður geð-
veikrastofnananna í Svíþjóð, og Erling
Kristvik, norskur rektor.
Þriðjudagurinn 15. júlí var helgaður
fræðslu og áhrifum á almenningsálitið
af hálfu bindindishreyfingarinnar. Með-
al ræðumanna voru: 1. Þorsteinn Bohl-
in biskup (Svíþjóð) : Siðfræði bindind-
isstarfsins. 2. Sigurd Schoubye kenn-
araskólakennari (Danm.) : Bindindis-
hugsjónin. 3. Siirka-Liisa Meri, fil. mag.
(Finnland), og 4. Olaf Sundet lektor
(Noregi). Hann flutti ágætt erindi.
Seinni partinn fór fram samtal um
starfsaðferðir og form bindindishreyf-
ingarinnar, og töluðu menn í útvarp,
því að fjöldi var áheyrenda. Sr. Joel
Kúllgren stjórnaði umræðunum. Aðrir
þátttakendur voru: Frode Markersen
og Th. M. Nielsen, prestur, báðir dansk-
ir, John Forsberg forstjóri og frú Dag-
mar Karpio, bæði frá Finnlandi, Pétur
Sigurðsson erindreki og ég frá íslandi,
Stein Fossgard kennari og Rolf Krist-
iansen ristjóri, báðir frá Noregi, og frú
Hillevi Larsson og Rune Rydén kenn-
ari, bæði frá Svíþjóð. Almennar um-
ræður fóru fram á eftir.
Þriðjudagskvöldið bauð borgarstjórn-
in norræna þinginu í ráðhúsið (Stads-
huset), sem er án efa eitt af glæsileg-
ustu ráðhúsum álfunnar. Þarna voru
600 gestir. Var vel veitt, en aðeins flutt-
ar tvær ræður, af hálfu borgarstjórnar
og norræna þingsins. Okkur var fylgt
um hina mörgu sali ráðhússins og skýrt
frá hinu helzta þar.
Miðvikudaginn 16. júlí hélt þinginu
áfram, og voru nú erindi flutt og um-
ræður fóru fram um bindindisstarf-
semi meðal æskulýðsins, hvernig ætti
að ala unga fólkið upp heima til bind-
indissemi, skýrt frá starfinu í æsku-
lýðsfélögum innan bindindishreyfingar-
innar og mikilsverðum þáttum í bar-
áttunni gegn áfengisnautn æskulýðsins.
— Enn voru flutt erindi um það, hvern-
ig ætti að fara að því að fá unga fólk-
ið inn í bindindisstarfsemina. —
Voru þessi erindi og umræður mjög
lærdómsríkar. Meðal ræðumanna var
Gösta Elfving ritstjóri. — Um kvöldið
hafði formaður stjórnar þingsins, Ruben
Wagnsson ríkisþingsmaður, mikið boð
inni. Voru þar milli 50 og 60 gestir frá
mörgum þjóðlöndum. Þótti okkur bæði
skemmtilegt og fróðlegt í heimboði
þessu — og vel kunnu Wagnsson og
frú að taka móti gestum.
Fimmtudagurinn 17. júli var helgaður
bindindispólitík Norðurlanda. — Erik
Englundfil. dr. ogrikisþingsmaður flutti
erindi um reynslu Norðurlandaþjóða á
sviði bindindjspólitíkurinnar frá því
cftir fyrra heimsstríðið. Fjórir ræðu-
menn, sinn frá hverju Norðurlandanna
utan Svíþjóðar, fluttu stutt erindi um
ýmis ráð, sem neytt hefði verið í bind-
indisbaráttunni í síðara heimsstríðinu
og eftir það í löndum þeim, og skýrðu
þeir frá, hvernig þau hefðu reynst. Þess-
ir ræðumenn voru: 0. H. Malchou rík-
isþingsmaðui', Vihtori Karpio ritstjóri,
sr. Kristinn Stefánsson og Johan
Hvidsten forstjóri. Urðu miklar og all-
heitar umræður um þessi mál.
Þingið markaði loks stefnu í bind-
indismálum með yfirlýsingu, sem sam-
þykkt var, áður en því var slitið. Hafði
yfirlýsing þessi verið rædd og afgreidd
af helztu trúnaðarmönnum frá öllum
Norðurlöndunum áður á tveim fundum,
sem haldnir voru í nefndarherbergi
fjárveitinganefndar í sænska ríkisþing-
inu, en því voru fundir stærri nefnda
haldnir þar, að tiltölulega margir á-
hrifamenn í ríkisþinginu eru í flokki
templara og annarra bindindismanna.
Einnig var rætt á sama stað um heim-
boð til íslands, það sem ég hafði flutt.
Ég benti á, hve mikilsvert það væri
fyrir íslenzku bindindishreyfinguna að
fá norræna bindindisþingið til íslands,
og í öðru lagi gætum vér ekki til lengd-
ar alltaf notið gestrisni vina vorra og
samherja, án þess að fá einu sinni tæki-
færi til þess að endurgjalda það, þó að
í ófullkomnum stíl væri. Var tekið vel
máli mínu, en bent var á, sérstaklega
af hálfu Dana og nokkurra Svía, að
ferðin til íslands myndi verða svo dýr,
að fáir einir myndu sækja þingið þang-
að. Reisþá upp norskur stórþingsmaður,
Hognestacl, bóndi á Jaðrinum, og mæltl
eindregið með íslandsförinni og kvað
alls ekki frágangssök fyrir þingheyj-
endur að leigja sér skip frá Bergen,
búa í því á Reykjavíkurhöfn og borða
þar, meðan þingið stæði yfir. Urðu ýms-
ir til að styðja þessa tillögu.
Finnar buðu norræna þinginu næsta
til Helsingfors 1950, ef Islandsförin
teldist ekki framkvæmanleg, kostnaðar
vegna,, en lýstu jafnframt yfir því, að
þeir vildu alls ekki spilla fyrir þing-
haldi á íslandi. Máli þessu var vísað
til forstöðunefndar þingsins og sam-
þykkt að þyggja boðið frá íslandi, ef
nefndin teldi það fjárhagslega kleift.
Fáum við hér að vita niðurstöðuna fyr-
ir haustið 1948.
öllum bar saman um, að þetta norr-
æna þing væri með hinum f jölbreyttustu
og lærdómsríkustu, sem haldin hafa
verið. Formaður undirbúningsnefndar,
Nils Sundberg forstjóri, og aðalritari
þess, Ernst Larsson, gerðu sínar sakir
með ágætum. Boðnir vorum við til
Gripsholmhallar, og var það hin á-
nægjulegasta för (18. júlí). Nutum við
þá, og endranær gestrisni vorra sænsku
vina og samherja og umhyggju í rík-
um mæli.
Starfsskrá þingsins var, sem fyrr
segir, sérlega fjölbreytt, og vandað mjög
til fyrirlesara.
Ræðumenn lögðu fram fyrir okkur