Eining - 01.01.1948, Page 7
* E I N I N G
7
V
Húsmæðraskólinn í Varmalandi, Borgarfirði.
hefur sami maðurinn, Magnús Bjarna-
son kennari, verið æðstitemplar stúk-
unnar, en nú er nýkjörinn Árni Jó-
hannesson.
Það verður hvorki mælt né metið,
sem vera bæri, allt hið mikla þjónustu-
starf og sú fórnfýsi góðra þjóðfélags-
þegna, sem tengt er slíku félagsstarfi
um 50 ára skeið, sem stúkan Gleym
mér ei á Sauðárkróki hefur unnið. Það
er svo í heimi vorum, að oft fer minnst-
um sögum af mörgu því, sem bezt er
gert. Trúmennskan og fórnfýsin eru
sjaldan hávaðasamar, en þessar hljóð-
látu heilladísir mannkynsins leitast við
að bera smyrsl í sárin, sem allur bægxla-
gangur óhlutvendninnar veldur hinum
óforsjálu börnum mannanna.
Heill þeim, sem líknar og björgunar-
starfið vinna.
II
Námsmeyjar, kennarar og forstöðukona við Húsmæðraskólann í Varmalandi, Borgarfirði.
Forstöðukonan, Vigdís Jónsdóttir, lengst til ■ hxgri í annarri röð.
Stúkan Gleym mér ei
50 dra
Stúkan Gleyrn mér ei nr. 35 á Sauð-
árkróki mun vera elzta stúka Norðan-
lands utan Akureyrar. Hún hélt hátíð-
legt 50 ára afmæli sitt 22. nóvember
s. 1. Var þar fjölmenni, bæði boðsgestir
og félagar. Skemmt var með kórsöng,
ræðuhöldum, upplestri og fl., eftir því,
sem blaðið hefur frétt af afmælishófinu.
Stúkan er stofnuð 1897, af séra Sig-
urbirni Á Gíslasyni. Stofnendur voru
fáir en traustir, þar á meðal sr. Árni
Björnsson og Vigfús Melstad og fjöl-
skyldur þeirra. Báru þeir mjög uppi
stúkuna fyrstu 10—15 árin.
Strax fyrsta árið réðst stúkan í að
koma upp allstóru fundarhúsi, sem
stendur enn og kemur að góðum notum.
Það á sér orðið allmikla sögu. Auk alls
stúkustarfsins hefur það verið fundar-
hús bæði sveitar- og sýslufélags, óspart
notað til fyrirlestra, íþrótta, kvikmynda
og margs konar félagsmála og nú síð-
ustu 6 árin allmikið til kennslu, sökum
húsnæðisskorts skólans. 1 þessu húsi
stundaði stúkan einnig um langt skeið
leikstarfsemi, og tóku stundum þátt í
henni börn Jóns Þ. Björnssonar skóla-
stjóra, sem búið hefur um langt skeið
í næsta húsi við fundarhúsið, og vak-
að af óvenjumikilli fórnfýsi og sam-
vizkusemi yfir lífi, starfi og öllum hag
reglunnar á staðnum um ára tugi, ver-
ið meðal annars gæzlumaður barnastúk-
unnar í 39 ár. Hún var stofnuð árið
1902, heitir Eilífðarblómið og telur nú
100 félaga.
Stúkan Gleym mér ei hefur oft verið
þróttmikil og unnið mikið og gott starf,
bæði heima fyrir og einnig út á við.
Hún hefur átt marga dugandi liðsmenn,
verið háð ölduhreyfingu tímans, hóf
starf sitt með 20 félögum, komst hæst
í 130, lægst niður í 6, en telur nú 50,
nýtur góðra starfskrafta og er í örum
vexti. Hún hefur tekið inn alls 1100
félaga og haldið 850 fundi. Fyrsti um-
boðsmaður stórtemplars í stúkunni var
séra Árni Björnsson, en síðustu ára-
tugina hefur skipað það embætti Jón
Þ. Björnsson skólastjóri. Síðustu 8 árin
EMsvoðar
Allt bendir til að tjón af eldsvoða
fari mjög vaxandi.
I Noregi greiddu tryggingafélög,
fyrri hluta ársins 1945, rúmar 10 millj-
ónir króna í sambandi við bruna. Fyrri
hluta ársins 1946 urðu það rúmar 18
milljónir og á sama tíma 1947 21 millj-
ón. Alls var skaðinn 1946 35 milljónir,
og á þessu ári hafa orðið slíkir stór-
brunar í Noregi, að allt bendir til að
skaðinn verði miklu meiri en árið áður.
Aðeins á tveim mánuðum, ágúst og
september s. 1. nam skaðinn milljónum
við tvo stórbruna í Svíþjóð, en auk þess
urðu margir stórbrunar á sama tíma.
7 milljóna kr. skaði varð við einn stór-
bruna, og Svíar telja, að fyrstu 8 mán-
uði ársins verði tjónið af eldsvoða 85
milljónir króna.
I Danmörku er á þessu ári meira
tjón af eldsvoða en nokkru sinni fyrr.
Árið 1945—46 steig tjónið úr 20 millj.
kr. í 28. I Finnlandi er sama sagan,
tjón af eldsvoða meira en nokkru sinni
áður. I Englandi hefur tjónið af elds-
voða verið árlega um 12 millj. stpd.,
en er nú orðið það á 8 mánuðum. í
Bandaríkjunum greiddu tryggingarfé-
lögin 560 milljónir dollara 1946, og var
það met, en fyrstu 7 mánuði þ. árs er
greiðslan þegar orðin 420 milljónir doll-
ara.
Sennilega eru orsakirnar til þessa
geigvænlega tjóns margvíslegar, aukin
rafmagns- og vélanotkun og hætta í
sambandi við hana, margir fara óvar-
lega með eldfim efni, en óhætt mun að
slá því föstu, að versti brennuvargur-
inn, sígarettan, sé oft orsök þessarar
miklu eyðileggingar.
Á íslandi hefur orðið mikið tjón af
eldsvoða í seinni tíð. Hafa brunar ver-
ið óvenjulega tíðir, og er fullvíst, að
orsök sumra þeirra hefur verið drykkju-
skapur og sígarettureykingar.
Annaðhvort.
Ef menn tilbiðja ekki Guð og rækta ekki
góðleikann í sjálfum sér, lúta þeir villidýrs-
eðlinu í sjálfum sér og þá verður mannfélagið
eins og frumskógur rándýrsins.