Eining - 01.01.1948, Page 12
12
E I N I N G *
Áfengismálin í Noregi
Frá 1939 til ársloka 1946 hefur neyzla
sterkra drykkja aukist í Noregi um 38%.
Ef borin eru saman árin 1945 og 1946,
þá er vöxturinn á einu ári 69%. Á því
sama ári fjórfaldaðist neyzla veikari
víntegunda, en fram að árinu 1946 frá
1939 hafði neyzla þeirra víntegunda
minkað um 53%.
f
Samanburður á áfengisneyslunni:
Brennivín Vín
lítrar lítrar
1939 7,880,757 4,862,000
1942 5,917,474 2,322,289
1944 10,026,067 723,955
1945 8,530,679 659,036
1946 14,458,846 2,312,041
Áfengisneyzlan á mann. 100% áfengi:
1939 2,22 lítrar
1942 0,87 —
1945 1,34 —
1946 2,42 —
Kærðir fyrir ölvun:
(: á hömlur sökum
styrjaldar)
Osló Öðrum bæjum Byggðum Alls
1939 14,055 32,432 5,414 37,844
1942 5,462 14.402 2,200 16,602')
1945 7.289 18,325 1,877 20,202
1946 15,498 38,261 4,254 42,515
Ölvun við akstur:
1939 var 772 bílstjórum
hengt fyrir ölvun við akstur.
1946 var 913 bílstjórum
hengt fyrir ölvun við akstur.
Af þessum bílstjórum mistu 20%
ökuleyfi sín.
I bílslysunum slösuðust 2,252 menn
1946 og er það hærri tala en nokkurt ár
fyrir styrjöldina.
1) Stríðsár.
Áfengiskaup þegnanna:
1939 kr. 195,959,000
1942 — 165,190,000 (stríðsár)
1945 — 226,568,000
1946 — 446,800,000
Tekjur ríkisins af áfengissölunni:
1939 kr. 100,930.000
1945 — 183,000,000
1946 _ 340,101,000
íbúar Noregs eru 3,000.000. I Iandinu
eru 29 borgir og bæjir með íbúafjölda
yfir 4000. Fram að árinu 1946 var á-
fengisútsala í 17 af þessum 29 bæjum.
28. janúar 1946 fór fram atkvæða-
greiðsla um áfengissöluna í 14 bæjum.
Af þeim hugðust 11 að fá útsölu, en 3
vildu losna við hana. Niðurstaðan varð
sú, að 3 af þessum 11 fengu áfengið, en
8 voru framvegis gegn áfengissölunni.
Alls var atkvæðagreiðslan þannig, að
44,556 greiddu atkvæði með áfengissöl-
unni, en 50,349 á móti.
Til bindindisstarfsemi veitir ríkið
1947—’'48 kr. 255,000,00 og til fram-
færslu áfengissjúklingum kr. 616,000,00
og svo er í ráði að ríkið launi 8 fræðslu-
stjóra, er starfi á vegum hinna ýmsu
bindindis- og menningarfélaga í landinu.
Talið er að í stúkum og bindindisfélög-
um, einnig í kirkjusöfnuðum, sem
heimta algert bindindi af félögum sín-
um, séu nú um 174,600 manns, í barna-
stúkum, sunnudagaskólum og öðrum
barnafélögum um 193,850.
Einhver sorglegasti liðurinn í skýrslu
Noregs er sá, að um 70,000 börn eru í
drykkjumannafjölskyldum.
Það sést glöggt af þessu yfirliti, að
minnst er áfengisneyzlan og áfengissal-
an, þegar hömlurnar eru sem sterkastar,
en slíkt er engan vegin að þakka menn-
ingu eða siðferðisþroska manna. Strax
þegar hömlurnar voru afnumdar, óx
drykkj uskapurinn ört og ekki sízt með-
al yngri kynslóðarinnar.
Góðtemplarareglan er sterk í Noregi.
Af öllum löndum heimsins er hún sterk-
ust á íslandi, í Svíþjóð og Noregi.
Frá héraðsmótimi
á Snæfellsnesi
Morgunblaðið birti frásögn 10. sept.
síðastl. um héraðsmót sjálfstæðismanna
á Snæfellsnesi. Á mótinu, sem haldið var
7. sept. var samþykkt meðal annars
þetta:
„Fundurinn beinir þeirri ákveðnu ósk
til allra góðra Islendinga, að þeir taki
höndum saman í baráttunni gegn á-
fengisbölinu, sem nú er að mergsjúga
hina íslenzku þjóð.
Heilbrigð og hraust æska sé markmið
hins unga lýðveldis og fyrsti þátturinn
og brýnasti, í þeirri baráttu, hlýtur að
vera barátta gegn drykkjutízkunni og
drykk j uskaparóreglunni“.
Það er þakklætisvert að fá þennan
stutta pistil í Morgunblaðinu. Blaðið
segir frá héraðsmóti sjálfstæðismanna,
þar sem saman eru komnir menn, er líta
á drykkjuskaparbölið sömu augum og
við hinir, sem oft erum kallaðir ,,böl-
sýnismenn“ eða ,,ofstækismenn“.
Hitt er næstum kátlegt, að sjá Morg-
unblaðið daginn áður, en það segir frá
mótinu, það er þann 9. sept. vega svo
hranalega að mönnum, sem með sár-
sauka hafa fundið mjög til þess, hve
margur æskumaður í landi voru hefur
gengið braut ófarsældar hin síðari árin.
Víkverji er að minnast á afrek íþrótta-
manna okkar erlendis og þykist fá þar
vopn í hönd. Hann segir:
„Dáfallega er þeim mönnum gert til
skammar, sem sífellt eru að nudda um
það, að æskan á íslandi sé á glötunar-
vegi, hin upprennandi kynslóð hér á
Iandi sé að kafna í peningaflóði, ærast
af amerískum jazz, eða drukkna í Svarta
dauða“.
Svo mörg eru þau orð. Ég þarf ekki
að taka að mér neína vörn fyrir þessa
bölsýnu ,,nuddara“, sem Víkverji minn-
ist á. Ef þeir eru til, þá eiga þeir ekk-
ert betra skilið en þarna er útilátið. En
ég á yfirleitt bágt með að hugsa mér þá
menn með öllu ráði, sem „sífellt“ nuddi
á því að æskulýður landsins sé á glöt-
unarvegi. Ég hef engan mann heyrt
segja það og ekki séð það skrifað af
neinum, en þar fyrir getur einhver hafa
sagt það eða skrifað.
Hitt er víst, að þeir eru allt of margir
ungu mennirnir og ungu snótirnar líka,
sem sokkið hafa of djúpt í það áfengis-
böl, sem Morgunblaðið segir, daginn eft-
ir að Víkverji skrifar þessa klausu, að
sé að „mergsjúga hina íslenzku þjóð“.
Einnig gætu allir þjóðhollir menn og
mannvinir óskað þess, að æskulýður
landsins, og landslýður yfirleitt, hefði
sýnt ofurlítið meiri festu, bjóðhollustu
og gætni í sambandi við hernámið, pen-
ingaflóðið og allt, sem því fylgdi.
Það er óneitanlega gleðilegt, að ís-
lenzkir æskumenn stunda nú mjög í-
þróttir sér til hollustu og þjóðinni til
frama, en að nokkrir snjallir menn skara
þar fram úr, þarf þó ekki að vera neitt
þjóðarbjargráð. Hitlers æskan var
hraustur íþróttalýður. Slíkt er út af fyr-
ir sig ágætt, en markmiðið verður þó að
setjast hærra og við skulum treysta því,
að okkar íslenzki æskulýður geri það,
en gera okkur þó ljósar hætturnar, sem
honum eru búnar, nú eins og áður.
Harmur drykkjumannsins
Því ber ég nú í hjarta heita sorg,
að hreinleikinn er burt úr mínum siðum,
og sálin mín er eins og brotin borg,
með brendum, stökkum, svörtum
máttarviðum.
S.
Tunglsljós
Máninn hvítur
á skóga skín.
í limi þýtur,
um laufsal streyma
eimar ljóðhreima.
Unnustan mín.
Hákon.
i
)