Eining - 01.11.1948, Síða 4
4
E I N I N G
Æskulýðsþdttur
Vinaval
„Haf umgengni við vitra menn, þá
verður þú vitur, en illa fer þeim, sem
leggur lag sitt við heimskingja“.
Orðskv.
„Það dregur hver dám af sínum
sessunaut“.
„Sýndu mér hverja þú umgengst, og
ég skal segja þér liver þú ert“.
„Sé vatni liellt í bikar, bolla, skál,
það brevtir lögnun eftir kringum-
stæðum.
Á vinatengd vér töpum eða græðurn,
því til liins verra og betra, eftir gæðum,
af þeirra vali mótast mannleg sál.
Þér ungu vinir, vonir þessa lands,
í vinakjöri takið skyn til ráða,
en forðist svipi, stormi og straumi háða,
en stórum sálum tengist fast. — 1 il
dáða
þær knýja frarn með svipu sann-
leikans“.
(Úr rœ'Su Japanskeisara til skólapilta.
— Kvistir).
Lærið þessar vísur, kryfjið þær til
mergjar. I þeim eru gullvæg sannindi.
Umhverfið mótar manninn líkt og í-
látið vatnið. Stóru sálunum ber að
lengjast fast, en forðast reikulu svip-
ina, stefnulausu mennina. í vinavali
þarf að taka skynsemina til ráða.
„Kom þú eigi á götu óguðlegra og
gakk eigi á vegi vondra manna“. —
Orðskv.
„Að vera allra vinur er til tjóns, en
til er ástvinur, sem er tryggari en
bróðir“. — Orðskv.
„Maður er manns gaman“.
„Freisting þung ef þig fellur á,
forðastu einn að vera þá,
guðliræddra selskap girnstu mest,
gefa þeir jafnan ráðin bezt.
Huggun er mönnum manni að,
miskunn Guðs liefur svo tilskikkað“.
Hallgrímur Pétursson.
Yinavalið er eitt þýðingarmesta
atriðið í lífi allra æskumanna.
i(Æskulý'Ssþáttum ver'Sur haldi'ö áfram
í blaöinu).
Bagaleg prentvilla
Athugull maður benti mér á mjög
bagalega prentvillu í síðustu bók minni,
Hugsjónir og hetjulíf. Sagt er á bls. 50,
að Keir Hardie hafi verið fæddur árið
1899, en á að vera 1856. Þetta eru þeir
lesendur Einingar, sem eiga bókina,
beðnir vinsamlegast að leiðrétta.
Jón Einar Jónsson
áttræður
Hann er ekki hár í lofti, en hvikur
á fæti, ungur í anda, hýr á svip, glaður
og hress í viðmóti, gengur teinréttur
og stundar iðn sína enn í dag, hinn átt-
ræði öldungur.
Jón Einar Jónsson varð áttatíu ára
5. október s.l. Hann er fæddur þann dag
árið 1868 að Vesturkoti í Leiru, Gerða-
hreppi, fluttist til Reykjavíkur 1880, hóf
tveim árum síðar, eða um fermingar-
aldur, prentnám hjá Sigmundi Guð-
mundssyni, vann síðar í Isafoldarprent-
smiðju, þá tvö ár á Seyðisfirði hjá
Skapta Jósefssyni, en tók svo að sér
nýja prentsmiðju fyrir Jón Ólafsson
ritstjóra og starfaði við hana í 5—6
ár. Jón varð einn af stofnendum Guten-
bergs og vann þar uppfrá því, gekk í
prentarafélagið 1898, var um tíma í
stjórn þess, einnig í stjórn Söngfélags
prentara og formaður leikfélags, sem
þeir stofnuðu og lifði góðu lífi 2—3 ár.
Alls hefur Jón Einar verið við prentiðn
í 64 ár. Hann var gerður heiðursfélagi
prentarafélagsins á 50 ára afmæli þess
1947.
Jón gerðist góðtemplari á öðru ári
Reglunnar á Islandi, en hvarf úr henni
um skeið, gekk í hana á ný 1901, hefur
verið lengst af félagi í stúkunni Verð-
andi, en starfað þó enn meira í ungl-
ingareglunni, verið ýmist aðalgæzlu-
maður eða aðstoðargæzlumaður barna-
stúkunnar Æskunnar frá 1901 til 1940.
Hann er heiðursfélagi beggja þessara
stúkna, einnig umdæmisstúkunnar og
er nú umboðsmaður stórtemplars í stúku
sinni, Verðanda. Hann er einnig heið-
ursfélagi í söngkór templara.
Nærri má geta, að jafn vinamargur
maður og Jón Einar, sem einnig á 6
börn, 25 barnabörn og 18 barnabarna-
börn, hafi ekki verið látinn afskiptalaus
á afmælisdaginn, enda rigndi yfir hann
heillaskeytum og blómum, og veizlur
hafa haldið honum stúkurnar Verðandi
og Æskan, auk skyldmenna. Góðar gjaf-
ir bárust honum einnig.
Margir Reykvíkingar kannast við Jón
Einar, en enginn heyrist minnast hans
nema að góðu einu. Hann er í vitorði
allra vina sinna og kunningja hinn sí-
ungi, geðgóði, vammlausi og grandvari
drengskaparmaður, sem hefur þegar lif-
að langa ævi, fyrirmyndarlífi. Ævistarf
hans og öll breytni er hans fagri sigur-
sveigur.
Kona hans var Sigurveig Guðmunds-
dóttir, fædd og uppalin í Reykjavík,
mesta ágætiskona, bjargvættur heimil-
is síns, manni og börnum hjálp og hlíf,
og góðviljuð í hvers manns garð.
Gott heimili, mikið barnalán, góð
heilsa, starfsgleði og geðprýði hefur
verið hlutskipti Jóns Einars, og það er
gott hlutskipti.
Akureyringar heiðra
Snorra Sigíússon
I tilefni af 64 ára afmæli Snorra Sig-
fússonar námsstjóra, nú fyrir nokkrum
dögum, gekk Fræðsluráð Akureyrar á
fund Snorra og færði honum ávarp, und-
irritað af meðlimum Fræðsluráðsins,
skólastjóranum í bænum og bæjar-
stjóra, þar sem honum eru þökkuð störf
hans í þágu uppeldis- og menntamála
bæjarins.
Jafnframt tilkynnti Fræðsluráðið, að
það hefði verið ákveðið að láta gera
brjóstlíkan af Snorra. Er ætlunin að
gera tvær steypur af líkaninu og á
Snorri sjálfur að eiga annað, en hirn^
verður komið fyrir í Barnaskóla Akur-
eyrar. I ávarpinu segir svo:
„Fræðsluráð Akureyrar, og aðrir
menn í bænum, vilja nota tækifærið, á
64 ára afmæli þínu, til að votta þér al-
úðarþakkir fyrir þitt mikla og ómetan-
lega starf í þágu uppeldis, menntunar
og menningar æskulýðsins í Akureyrar-
bæ.
Vinsældir þínar í skólastjórastöðunni
voru óvenjulega miklar og almennar,
vegna dugnaðar þíns, áhuga, reglusemi
og samvizkusemi. Nemendur þínir, for-
eldrar þeirra og bæjarbúar allir sökn-
uðu þín, er þú lézt af skólastarfi í bæn-
um. En sú er bót í máli, að þú hefur
enn yfirumsjón með fræðslu barna hér
og annars staðar í þessum landsfjórð-
ungi.
Væntum við, að þér megi lengi enn
auðnast að gegna því starfi.
Nafn þitt og verk munu geymast í
sögu Akureyrarbæjar“.
Tíminn, 16. sept.
Er þetia fyrirmYndin
Ferðamenn eru stundum að slúðra
um einhvern fyrirmyndar drykkjuskap
erlendra þjóða. Norska blaðið Folket
segir að „hinir þyrstu Ameríkumenn
hafi drukkið brennivín fyrir 9 milljarða
og 640 millójnir dollara, árið 1947, en
ölsalan hafi á sama tíma numið 45 millj-
örðum dollara“. Þetta er ótrúleg tala.
En hið alvarlega er, að salan er 20%
hærri en árið áður.
Finnst ekki andbanningum horfa vel
í þessum sökum?