Eining - 01.11.1948, Qupperneq 6

Eining - 01.11.1948, Qupperneq 6
6 E I N I N G ast eitthvað sem kallar að. Líklegast einhver skyldustörf. Ég vorkenni þessu fólki. Eða bílstjórinn. Þarna verður hann að aka þessum sama vagni, þenn- an sama spöl, daginn út og daginn inn — og má ekki smakka vín. Ekki er hann öfundsverður. Aumingja maður- inn. Ég einn er sæll. Nú er ég ungur í annað sinn. Nú man ég hvernig birki- ilmurinn var þegar ég fór í fyrsta sinn sem ég man eftir með henni mömmu út í hraunið fyrir norðan bæinn minn. Einmitt svona var hann, þetta er sá rétti birkiilmur. Þetta hefur líklega allt verið ímyndun ein að ég væri farinn að eldast. Ég skil ekki núna hvað menn meina, þegar þeir eru að tala um elli og dauða. Elli, sjúkdómar, dauði. Hvers- konar fjarstæða er þetta. Það er enginn dauði til. Ósjálfrátt tek ég upp úrið úr vasa mínum. Já, svona var það einmitt, þeg- ar mér var gefið það forðum. Það er svo fallegt. Ég ber það upp að eyranu. Það syngur svo yndislega í því, þegar það gengur. Svo renni ég því niður í vasann, án þess að gá að hvað fram- orðið er. Mig varðar ekkert um það. Tíminn er mér óþekkt hugtak í dag. Ég var bara að skoða hvað úrið mitt er fallegt. Ég var að hlusta á hvað ynd- islega það gengur. Ég hef víst verið búinn að gleyma því. Ég sé svo margt fallegt í dag. Allur heimurinn er fagur. En fegurst er þó hér. Og „Guðaveigar lífga sálaryl", sagði sáldið. Ég skil þetta svo ákaflega vel. Jónas var ágætur. Ég ætla að ganga þarna upp á hól- inn og sjá mig um. Ég rís upp og geng af stað, en dett von bráðar. Það er að segja, ég dett ekki. Það er jörðin sem sporðreisist einhvern veginn undir fót- unum á mér. Hvers vegna átti ég að hafa dottið. Ég rís upp aftur og geng, en rek strax fótinn í eitthvað og dett. Ósköp hlýtur að vera óslétt hérna. Ann- ars gerir þetta ekkert til. Ég leggst nið- ur aftur. Þessi græna laut er sannar- lega eins góð og aðrir staðir. Þetta er „sólskinsblettur í heiði“. Allfr staðir eru jafngóðir í dag. Eða öllu heldur, það er ekki nema einn staður til. Ég skil ekki hvað menn meina, þegar þeir eru að tala um fjarlægðir. Ég horfi upp í blátt himinnhvolfið, liggjandi í faðmi minnar ástkæru móður jarðar. Ósegj- anlega er himinn-bláminn djúpur, en hann er samt ekki fjarlægur. Hann er hvorki fjarlægur né nálægur hann bara er. En hvað hvíldin er góð. Aldrei hefi ég vitað fyrr hvað hvíld var. Ég er alveg þyngdarlaus. Nú þarfnast ég einkis meir. Nú er allt eins og það á að vera. 1 dag er ég með þér í paradís. Svo loka ég augunum og hætti að vera til. Ég verð allt í einu var við það, að vatn drýpur í þéttum dropum á and- litið á mér. Ég opna augun. Heiðríkjan er horfin og dökk ský svífa uppi yfir mér og frá þeim falla þessir dropar. Gátu þeir nú ekki fallið einhvers staðar annars staðar. — Jú, það er ekki um að villast, það er farið að rigna. Og það er farið að rökkva. Ég tek upp úrið. Nú þarna er þá hvers- dagsúrið mitt komið. Jæja, það er orð- ið nokkuð framorðið. Líklega hef ég sofnað. Mál að fara að halda heim, býst ég við. Æ, það er hrollur í mér. Bezt að rísa upp sem fljótast og koma sér á stað. Ég held af stað í áttina niður að þjóðbrautinni, en sækist seint ferð- in. Landið er ákaflega óslétt og ég er alltaf að hrasa. Það er orðið nokkuð skuggsýnt og ég er orðinn hálf gegn- drepa. Svo er ég dálítið haltur, hefi líklega meitt mig eitthvað á hnénu. Verst hvað ég er þyrstur og nú er ekk- ert til að vökva kverkarnar á. Enginn strætisvagn á ferðinni. Það er ekki að því að spyrja, þegar mest liggur á sjást þeir aldrei, þessir skrjóðar. Loksins kemur þó einn. Ég gef merki, en dett um leið. Vagninn nemur staðar, ég er nokkuð lengi að komast inn og fólkið horfir eitthvað svo undarlega á mig. Á hvað skyldi blessað fólkið vera að glápa. Eftir stundarkorn er ég kominn heim og farinn að hátta. Ég reyni að láta eins og ekkert sé. En mér finnst allir hálf daufir í dálkinn. Ég er þyrstur. Mér er fært vatn í könnu. Svo leggst ég niður í rúmið og breiði ofan á mig. Það er gott að vera kominn heim. Aldrei hefi ég farið í eins langa ferð og þessa. Þó voru þetta aðeins 15 kílómetrar mælt eftir veginum. Ég hefi ferðast yfir út- höfin milli landa, en það var aðeins ör- stuttur spölur miðað við ferðalag mitt í dag. Nú skil ég svo vel, þegar sagt er að einhver fari á túr. Ég vil sofna, en mér líður ekki vel. Þessi hringsnún- ingur er svo óþægilegur. Mér er óglatt og ég kasta upp nokkrum sinnum. Meira vatn. En hvað vatnið er annars gott. Þegar allt kemur til alls, er það bezti drykkurinn. Mér finnst ekki boi’ga sig að vera að breyta því í vín. Ég vakna seint morguninn eftir. Ég heyri í svefnrofunum, að síminn er allt- af að hringja, og það er alltaf sama svarið: Hann er veikur. Hvað ætli hann sé veikur hugsa ég, en þó er mér ó- mögulegt að rífa mig upp. Ég hefi höf- uðverk og ég er voðalega þyrstur. Mik- ill dæmalaus asni var ég annars í gær. Ég skil ekkert í sjálfum mér. Mér finnst bókstaflega að ég hafi drýgt glæp. Hversu fjarlæg er sú paradís sem ég þóttist vera í í gær. Óskaplega gat ég verið heimskur. Nú skil ég svo vel það, sem einn vitur maður sagði: „Paradís heimskingjans er fordyri helvítis“. Æ, mér líður illa. Um hádegisbilið fer ég á fætur og reyni að láta eins og ekkert hafi í skor- ist. Ég verð að að harka af mér til að ganga ekki haltur, ég hef víst meitt mig í gær í eitt skiptið þegar ég datt. Já, því segi ég það, þennan skramba geri ég aldrei aftur. Fyrr má nú vera vitleysan. Eftir miðdegisverð fer ég að vinna, en verkið sækist seint. Það er eins og ég geti ekki hugsað neitt fyrr en eftir á, svo er ég alltaf að gera vit- leysur og verð að tví og þrí vinna sama verkið. Eins og ég hefði þó þurft að afkasta miklu í dag. Ekki sízt vegna þess, hvað ég sló slöku við í gær. Ég reyki hverja sígarettuna á fætur ann- arri, það hjálpar ofurlítið í svipinn. Undarlegast þykir mér hvað ég iðrast eftir það, sem ég gerði í gær. Eins og ég hafi drýgt einhvern glæp. Ekki skeði nú neitt alvarlegt samt, en það er sama. Samvizkan lætur mig ekki hafa nokk- urn frið. Kunningi minn kemur til mín. Hann sér strax hvað mér líður. Hann er ver- aldar vanur og þykir sopinn góður. Þú ert þunnur segir hann. Áttu ekki eitt- hvað til að stramma þig af með. Nei, segi ég, hálf önugur. Ég vil ekkert hafa með svoleiðis að gera. Svo kemur næsti dagur og ég er nokk- urn veginn eins og ég á að mér að vera, og daginn þar á eftir er ég jafngóður. Svo líður vikan og á laugardagsmorgun er ég búinn að vinna upp að mestu það, sem ég sló slöku við. Ég er búinn að gleyma öllum eftirköstum. Hins vegar man ég eftir öllu því unaðslega, sem ég fékk að reyna undir áhrifum vínsins. f sannleika sagt, mér finnst að helgin, sem í hönd fer, muni verða harla til- breytingar lítil ef ég hefði ekki eitthvað til að hressa mig á! Mér finnst allt í einu, að hinn hversdagslegi veruleiki sé svo undur fölur og grár, samanborið við töframagn vínsins. En samt er eins og ég heyri alltaf á bak við einhverja hljóðláta rödd, sem er að reyna að láta mig heyra: „Blessaður vertu, þetta er ekkert nema blekking. Aðeins stundar- gleði, sem þú verður að gjalda fyrir með þrautum og þjáningum. Þú ert kominn í þennan heim til að starfa, og ef þú hefur ekki slegið slöku við alla vikuna, þá hefur þú unnið til hvíldar um helg- ina. En langferðir, eins og þessi, sem þú fórst inn í ríki Bakkusar fyrir skömmu, eru sízt fallnar til hvíldar. Hér stend ég á vegamótum og á í miklu stríði við sjálfan mig. Á ég að leita hamingjunnar á vegum Bakkusar? Á ég að yfirgefa allt og fylgja honum?“ Þannig segist honum frá þessum ný- liða meðal Bakkusar þjóna. Mér hefur alltaf fundist það merki- legt umhugsunarefni, hvernig sálarlíf manna breytist við áhrif áfengis. Þessi sælufulla víma í byrjun drykkjunnar og síðan hin óumflýjanlegu eftirköst, með þrautum og þjáningum á líkama og sál. Það er talið sannað, að áfengi hafi sljóvgandi áhrif, sérstaklega á athygli og dómgreind og geri menn óhæfa til allra starfa, sem sérstaka nákvæmni út- heimta, jafnvel þótt hóflega sé drukkið sem kallað er. Að vísu veldur áfengið bæði örvun og sljóvgun. Til þess að skilja það, sem hér er að gerast, er gott að gera sér grein fyrir því, að líkaminn er hvort tveggja í senn viðtæki og sendistöð andlegra á- i * \ ) < 4

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.