Eining - 01.11.1948, Síða 10
10
E I N I N G
Sigurður Jónsson
skólastjóri Miðbæjarskólans í Reykja-
vík var fæddur að Lækjarkoti í Mos-
fellssveit, 6. maí 1872, sonur Jóns Árna-
sonar bónda þar og Sigríðar Gísladótt-
ur konu hans.
Hann stundaði nám við Johnstrup
Seminarium í Danmörku og tók kenn-
arapróf þar. Árið 1898 varð hann kenn-
ari við barnaskóla Reykjavíkur og skóla-
stjóri þar frá 1. október 1923 til dauða-
dags, 17. júní 1936. í stjórn Hins ísl-
kennarafélags 1901—22. Þá lagðist það
niður, er Samband íslenzkra barnakenn-
ara var stofnað. Sigurður var í stjórn
þess nokkur ár og jafnan fulltrúi á
fundum þess og þingum. Bæjarfulltrúi
í Reykjavík 1914—26, forseti bæjar-
stjórnar 1922—24 og stundum settur
borgarstjóri í forföllum borgarstjóra.
Starfaði hann mörg ár í fasteigna- og
fátækranefnd. Einnig í sóknarnefnd og
barnaverndarnefnd.
Hann varð ötull bindindismaður ung-
ur að aldri og vann mikið fyrir það mál-
efni, og í kennarastétt landsins varð
hann einn hinna fremstu forvígismanna
bindindismálsins. Hann var í fram-
kvæmdanefnd Stórstúku íslands 1927—
30 og 1935—36, þá stórgjaldkeri, en
stórtemplar 1927—29. Ritstjóri Good-
templars 1901—03 og kennarablaðsins
1899—1900. Eindreginn bannmaður, og
sá glögglega fyrir böl það, sem afnám
bannsins hlaut að hafa í för með sér.
Þetta yfirlit sýnir að nokkru, hve
mikils trausts Sigurður naut meðal sam-
tíðar sinnar. Hann naut einnig mikilla
vinsælda og virðingar meðal þeirra, er
hann kynntist, enda hið mesta ljúf-
menni, góðviljaður og ráðhollur, en þó
fastur fyrir, einarður og fylginn sér.
Ágætur kennari og skólastjóri. Margir
kennarar minnast með þakklæti leið-
sagnar hans og hjálpsemi í starfinu, er
þeir hófu undir stjórn hans. Góðtempl-
arar telja hann einn sinna beztu manna
og nemendur hans munu taka undir orð
Péturs Halldórssonar borgarstjóra að
Sigurði látnum:
,,Við, sem nutum fræðslu hans í æsku,
minnumst hans sem hins bezta vinar
og leiðtoga til alls þess, sem gott er og
gagnlegt“.
Sigurður var tvíkvæntur. Með fyrri
konu sinni, Önnu Magnúsdóttur frá
Dysjum á Álftanesi, átti hann tvö börn,
Steinþór magister og Guðrúnu kennslu-
konu, en með hinni síðari Rósu Tryggva-
dóttur, eyfirzkri að ætt, átti hann þrjá
sonu, Hróarr, Tryggva og Konráð, sem
enn eru á æskuskeiði.
Sigurðar Jónssonar er minnzt, þegar
geta skal ágætustu íslands sona þess-
arar aldar.
Ingimar Jóhannesson formaður S.Í.B.K.
kreppti hnefann undir höku mér og
sagði:
„Villtu halda saman þínum stóra
tröllatúla, ósvífni ruddinn þinn“.
I þessum tón hélt kappræðan svo á-
fram þrjár klukkustundir. Fundarmenn
fengu nú samt sem áður vafalaust eng-
an nýjan fróðleik um áfengisvandamál-
ið, en þeir fengu skemmtilegt kvöld að
fornum sið á þessum drungalegu stríðs-
árum, og voru sjálfsagt feignir ofur-
lítilli tilbreytingu.
Nokkrum vikum síðar hvarf Lycinka
af sjónarsviðinu. Hún var helzt til gróf
í munninum, en í endurminningu minni
lifir hún sem furðulegt fyrirbæri.
Dá jag tráffade Lycinka.
Þegar ég hitti Lycinku
Það var í Skive, á fyrri styrjaldar-
árunum, að ég hitti Lycinku í fyrsta
sinni. Hún var þá send beina leið frá
Bandaríkjunum til þess að lumbra á
skallanum á mér. Það væri rangt að
leyna því, að hún hafði strax við fyrstu
sýn djúp og sterk áhrif á mig.
Ég held samt að ég misbjóði ekki
sannleikanum, er ég segi, að hún var
öllu fremur sérkennileg en falleg. Já,
ég þyrði jafnvel að bæta því við, að hún
var mjög sérkennileg. Meðal annars var
hún mjög lágvaxin, en ræðustóllinn, sem
hún átti að nota, var hár. Tvo ölkassa
varð að setja (Tuborg og Carlsberg)
hvorn ofan á annan, og þegar hún var
svo komin upp á kassana, náð loks hak-
an uppfyrir ræðustólinn. En þá gat líka
áhlaupið hafizt.
Eftir svo sem fimm mínútur tók ég
að draga andan rólega. Ég skildi þá að
lífi mínu mundi borgið í þetta sinn.
Æðsti foringi frelsissveitar áfengisvið-
skiptanna, H. P. Ludvigsen, sat beint á
móti mér við fréttaritaraborðið. Hann
gaf mér illt auga, og ég var nógu ósvíf-
inn til þess að rétta honum hendina:
Óska til hamingju, kæri vinur. Inni-
lega til hamingju.
„Uff, já, það getur þú sagt“, svaraði
Ludvigsen og þurrkaði svitann af enni
sér. —
Ég hef séð ljón og tígrísdýr, hljóm-
aði frá ræðustólnum. Ég hef virt fyrir
mér híenur og önnur villidýr, en aldrei
hef ég séð ófreskju eins og skepnuna
þarna (sveiflar hendinni í áttina til
mín). — Fagnaðarlæti.
í svarræðu minni sagðist ég vel geta
trúað því, að kvenmaður þessi hefði
dvalist allverulega í dýragarði, en hitt
væri mér óskiljanlegt, hvernig hún hefði
sloppið þaðan. — Enn meiri fagnaðar-
læti.
En frúin var ekki af baki dottin. Hún
Dómmálaráðherra hefur með bréfi, dags 4.
þ. m., lagt fyrir alla lögreglustjóra landsins
að gæta þess jafnan, er þeir veita leyfi til
áfengisveitinga samkvæmt 2. mgr., 17. greinar
áfengislaganna, að setja félögum þeim eða
stofnunum, sem leyfin fá, svo og veitingahús-
um þeim, sem áfengisveitingarnar fara fram ^
í, það skilyrði fyrir leyfunum, að áberandi
ölvuðum mönnum verði ekki veitt vín. Verði
félög, stofnanii' eða veitingahús uppvís að því
að brjóta gegn þessu, þá skuli þeim ekki veitt
leyfi til áfengisveitinga framvegis.
Sama dag hefur dómsmálaráðherra bréflega
lagt fyrir eiganda veitingahússins Hótel Borg
að sjá um, að viðlögðum missi vínveitinga-
leyfis, að óberandi ölvuðum mönnum verði ekki
veitt vín í veitingasölum hótelsins, heldur f jar-
lægðir þaðan. ^ 4
Öllu því ber að fagna, sem sýnir, að
menn hugsa til einhverra úrbóta um
áfengisbölið, en fögnuður okkar bind-
indismanna verður þá fyrst verulegur,
er við sjáum, að einhverjum slíkum á-
kvæðum er vel framfylgt og að eitthvað
vinnst í rétta átt.
Fyrirskipun dóms-
mdlardðherra um
díengisveitingar