Íþróttablaðið - 01.01.1925, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.01.1925, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 5 Miillersskólinn. ]ón Þorsteinsson fimleikakennari setti á stofn í vor sem leið, skóla í húsi Nathan & Olsen, þar sem hann kennir hið nýja heimafimleikakerfi I. P. Miillers. Margir kannast við bókina »Mín aðferð« eftir sama höfund, sem gefin var út á íslenzku fyrir nokkrum árum. Höfðu margir byrjað að iðka þær æfingar og margir haldið það vel út með að stunda þær reglulega. Hafa flestir lofað þær að verðleikum, en því miður voru margir sem gáfust upp á þeim. Þessar æfingar sem ]ón kennir á skólanum, eru mikið breyttar til batnaðar frá fyrstu æfingum I. P. Miillers (sem eru í bókinni »Mín aðferð«). Þær eru sniðnar eftir heilsu og þroska hvers manns. Þær taka stuttan tíma, eru líka í daglegu tali nefndar 5 mín. æfingakerfi I. P. Miillers. Æfing- unum er skift í 3 stig (flokka) og eru iðkaðar eftir því sem mönnum fer fram með þol. Eg sem þetta rita, var einn af af þeim fyrstu sem fór á skólann til ]óns. Lærði ég fyrsta og annað stig og hefi iðkað æfingarnar síðan, og get ég því af eigin reynslu borið um, hversu ágætar þær eru. Fyrir skömmu spurði ég ]ón, hvað mörgum hann væri búinn að kenna síðan skólinn tók til starfa. Hann sagði að 170 nemendur hefði komið á skól- ann, og eru þeir á aldrinum frá 7—66 ára. Þar af hafa verið alt að 30, sem komið hafa eftir lækn- isráði. Nokkuð af þessu fólki (30) hefir ekki mátt iðka algenga flokkaleikfimi í skólum. ]ón kvað ennfremur að nemendum mundi fjölga eftir ára- mótin, og þar á meðal væri töluvert af konum. Eftir þessum tölum að dæma lítur vel út fyrir, að menn ætli að kunna að meta þessar hollu lík- amsæfingar. Enda á svo að vera, því þær eru hverjum manni nauðsynlegar. ÆthTallir, sérstaklega þeir sem ekki geta notið neinnar_fimleikakenslu, að iðka þessar æfingar. Vildi ég í því sambandi benda öllum skólanefnd- um í landinu á, að koma þessum æfingum inn í skólann, og ætti kennaraskólinn að sjálfsögðu að hafa forgöngu í því máli. Að endingu vil ég þakka ]óni Þorsteinssyni fyrir þann sérstaka áhuga og dugnað, að koma þessum skóla á stofn. Gamall Mulleristi. Skautaíþróttin. Eins og menn vita er gengi skautaíþróttarinnar, hér á landi, eingöngu komin undir veðurfarinu, a. m. k. á meðan hér eru engar skautahallir, eins og víða eru í stórbæjum erlendis. Erlendum mönn- um þykir það næsta ótrúlegt, að á /slandi skuli ekki vera oftar skautasvell, en raun er á, t. d. hér í höfuðstaðnum. Það er viðurkent, að úti-íþróttir séu að jafnaði hollari og nytsamari, en inni-íþróttir, virðist því sjálfsagt að leggja meiri rækt við úti-íþróttir en gert hefir verið hér á landi. Af vetraríþróttum eru það fyrst og fremst skauta- og skíðafarir, sem taka verður til rækilegrar at- hugunar. Verður hér lítillega minst á skautaíþrótt- ina. Hér í höfuðstaðnum kunna mjög margir á skautum, og mun það vera Skautafélagi Reykja- víkur mest að þakka. Það hefir nú starfað hér um 30 ára skeíð, og átt oft erfitt uppdráttar. Ekki altaf verið veðurheppið; en þegar svo að skauta- svellið hefir loksins komið á tjörnina, þá hafa erfið- leikarnir byrjað fyrir alvöru. Eins og kunnugt er hafa íshúsin hér tekið allan sinn ís úr tjörninni, og þar af leiðandi hefir oft verið erfitt fyrir Skautafélagið að fá afmarkað skautasvæði. A þessu finst skauta- mönnum að ráða verði bót, og það sem fyrst. Vonandi eru þeir dagar taldir, sem íshúsin þurfa að taka ísinn úr Reykjavíkur-tjörninni, og frá heil- brigðislegu sjónarmiði ætti ekki að leyfa neina ístöku úr tjörninni, vegna þess hve ísinn er óhreinn. Tjörnin verður altaf heppilegasti staðurinn fyrir skautasvell höfuðstaðarbúa, ekki sízt vegna legu sinnar. Það er ólíkt hyggilegra af bæjarstjórn Reykjavíkur, að lána tjörnina til skautafara, en t. d. Austurvöll, eins og gert var hér á árunum. Því alt af verður tiltölulega ódýrara að búa til gott skautasvell á tjörninni, en á grasvelli, þó lítill sé. Þær umbætur sem gera þyrfti hér við tjörnina eru í stuttu máli þessar: Setja 2—3 vatnspósta austan- verðu við tjörnina, svo hægt væri að dæla þaðan vatni á skautasvellið. Leiða rafmagn út í tjarnar- hólmann, og setja fleiri ljóskerastólpa kringum tjörnina. Byggja lítinn áhaldaskúr, fyrir klæðnað skautamanna og ýms áhöld (skóflur, bekki o. fl.).

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.