Eining - 01.08.1949, Blaðsíða 2
2
EINING
*
Maturmn og magmn
Norska blaðið Folket birtir grein eftir
dr. Arthur Collett, lækni, og fjallar hún
um fæðuna og gagnsemi hennar. Fyrst
er þar minnst á tannskemmdirnar, sem
eru miklar, auðvitað ekki fremur hjá
Norðmönnum en öðrum menningar-
þjóðum. Þar næst er bennt á, hve marg-
ir liggi á sjúkrahúsunum með magasár,
botnlangabólgu og krabbamein. Hægða-
tregðan sé þó sennilega útbreiddasti
sjúkdómurinn, næst tannskemmdunum.
Sem hægðameðul nota Norðmenn
150,000 kg. árlega af hreinsaðri stein-
olíu og 11,000 kg. af öðru vissu hægða-
meðali, og mjög mikið af ýmsum öðr-
um taugastillandi og róandi meðulum,
og skilst mér, að þetta munu vera eitur-
lyf. Af Globoi, asperíni og öðru slíku
nota þeir 70,000 kg. árlega, en í Sví-
þjóð er notkunin 180,000 kg. eða um
tvær töflur daglega handa hverju manns-
barni í landinu. Þetta kostar Svíana 6,5
milljónir sænskra króna um árið.
I Noregi eru 3149 læknar, sem allir
hafa nóg að starfa við að lina og lækna
þjáningar manna. Biðstofur þeirra eru
jafnan þéttsetnar fólki, sem haldið er
einhverjum krankleika. Þá eru í landinu
1600 tannlæknar önnum kafnir við að
gera við skemmdar tennur nokkurs
hluta þjóðarinnar. Öll sjúkrahús og slík-
ar stofnanir eru full af sjúklingum og bið-
listarnir eru langir.
Heilbrigðisstjórnin segir, að til viðbót-
ar þeim 28,000 sjúkrarúmum, sem til
eru í landinu, þurfi 18,000, og er gert
ráð fyrir að slíkt mundi kosta 600 til 700
milljónir norskra króna.
Á sjúkrahús borgarinnar í Oslo eru
lagðir inn 35,000 sjúklingar á ári, fjrrir
utan nokkrar stofnanir í einkaeign. Þetta
er um 8% af þjóðinni. En svo er það
mikill fjöldi manna, sem býr við alls
konar heilsubresti, án þess að leita
læknis.
Læknirinn bendir á, að þar sem nú
læknavísindin hafi ráðið svo myndar-
lega niðurlögum ýmissa farsótta, að
mestu eða öllu leyti, sé það augljóst mál,
að það séu þróttleysis-, taugabilunar-,
meltingarleysið og hrömunarsjúkdóm-
arnir, sem séu uppistaðan í hinni
skuggalegu mynd, sem hér er brugðið
upp.
I greininni er þess getið, að í fyrri
heimsstyrjöldinni hafi tannskemmdir
minnkað að verulegum mun í Noregi,
aukizt strax aftur, er hætt var allri vöru-
skömmtun, minnkað aftur í síðustu
styrjöld og það svo, að á vissum svæð-
um dró úr tannátunni allt að 70—80%.
Virðist þetta vera óræk sönnun þess, að
visst mataræði valdi tannskemmdum,
að einhverju —, ef ekki öllu leyti. Strax
árið 1946 var í Noregi augljós vöxtur
í tannskemmdum á ný.
Sænskur læknir segir, að börn, sem
komu frá Finnlandi og fundu griðarstað
í Svíþjóð á styrjaldarárunum, komu hor-
uð, en með óskemmdar tennur. Fóru
heim aftur feit og sælleg, en með
skemmdar tennur.
Á barnaheimili, sem greinarhöfundur
segist hafa séð um læknisstörf á í 34 ár,
hafi tannskemmdir verið miklar fyrstu
árin, en með vísindalegri fóðrun barn-
anna hafi tannskemmdirnar horfið ger-
samlega. Tannlæknar, sem rannsakað
hafi börnin, hafi engar tannskemmdir
fundið þar, og einnig tók fyrir tann-
skemmdir í börnum, sem nýkomin voru
á þetta barnaheimili og höfðu komið
með tannskemmdir á byrjunarstigi. —
Börnin á þessu heimili sjá þar aldrei
tannbursta. — Merkileg saga.
Dr. Collett spyr svo: ,,Hvers vegna
þjáist þjóðin næstum 100% af tann-
skemmdum (að fráteknum barnaheim-
ilum)? Hvers vegna er hægðatregðan
svo almenn, hví eru sjúkrahúsin yfir-
fyllt af sjúklingum með magaveiki og
magasár, botnlangabólgu, gigt, tauga-
bilun, krabbamein og hjarta- og blóð-
sjúkdóma?
Og þetta allt þrátt fyrir hina miklu
nýtízku heilsuvernd og heilsurækt. Er
þá ekkert til bóta öllum þessum krank-
leik, þjáningum, ótímabærum mann-
dauða, öllu þessu vinnutapi, öllum þess-
um ógnar kostnaði við sjúkrahúsahald,
lækna, tannlækna og allt slíkt. Eg vil
minna á það, sem hinn vitri maður Cato,
Majórinn í Róm til forna, sagði: „Menn-
irnir deyja ekki. Þeir drepa sig, nefni-
lega á röngum lifnaðarvenjum og óhollu
mataræði“. Á hnignunartímabili Róm-
verja, lifðu þeir svallsömu lífi“.
Þá minnir læknirinn á það, að Þjóða-
bandalagið hafi sent sérfróða menn víðs-
vegar um heim til þess að rannsaka
heilsufar manna. Allir hafi þeir komizt
að þeirri niðurstöðu, að fæðan væri hið
mikilvæga atriði í sambandi við heilsu-
far þjóðanna. Þá væri það áreiðanlega
mjög að þakka réttri fóðrun ungbarna,
hversu gleðilega hafi dregið úr ung-
barnadauðanum á síðari áratugum. Til
dæmis hafi dánartala ungbarna á fyrsta
ári verið í Noregi, um síðustu aldamót,
um 90 af 1000. Árið 1944 var hún
komin niður í 36,7 og 1946 í 35. I Oslo
var dánartala ungbarna um aldamótin
124,7 af 1000, sem er mikið, en 1947
var hún komin niður í 17,29. Glæsileg-
ur sigur á því sviði. Læknirinn segir, að
yfirleitt fái maður góða og mikla tilsögn
um, hvernig fara skuli með ungbörn, og
þegar hliðstæð hirðusemi komi til greina
með fæðu hinna fullorðnu, hljóti árang-
urinn að verða mikill. Hann telur svo
upp fæðitegundir, sem hann segir að
þurfi að verða algengastar:
,,Nýir ávextir, hnotur og ber, hrátt
grænmeti, hráar rætur, mjólk og mjólk-
urafurðir, egg, brauð og grautar úr heil-
hveiti, spírað hveitikorn og hveitiklíð,
einnig lýsi. Handa þeim, sem telji sig
þurfa meiri dýrafæðu, en þegar er nefnd,
komi feitur fiskur, lifur, hrogn, og svo
mjólkin.
Leiðin til góðrar heilsu liggur um eld-
húsið, en á upptök sín í réttilega rækt-
uðum jarðvegi. Bóndinn, garðyrkjumað-
urinn, veiðimaðurinn og húsmóðirin
geta leyst okkur frá sjúkdómum og
þjáningum og ótímabærum dauða.
Allir, sem eiga skóflu og garðholu,
eiga að rækta grænmeti, kartöflur, ber,
ávexti og hnotur, þar sem það er hægt,
og áburðurinn verður að vera að mestu
húsdýraáburður“.
Þannig endar þetta merkilega spjall
sérfræðingsins og hins reynda manns.
Og hér er vissulega mikið verksvið fyrir
alla, sem auka vilja á vellíðan manna.
• •
Okuníðingar og
morðing jar
Tryggingafélag í Ameríku — Tra-
velers Insurance Company, færir á
skýrslu sína 4000 börn undir 15 ára
aldri, sem drepin hafi verið í bílslysum
í landinu árið 1948. Helzta orsök allra
dauðaslysanna, sem urðu alls 9,400,
var ólöglegur ökuhraði, Auk dauðaslys-
anna slösuðust 260,000. Það kostaði
2,300 fótgangandi menn lífið að fara
yfir götur á ómerktum stöðum, en 51,-
000 slösuðust þannig. Yfir 80% árekstr-
anna áttu sér stað í björtu veðri um há-
dag.
Hér á landi aukast umferðaslysin, og
er eklci furða. Gangandi menn eru ákaf-
lega hirðulausir, og allmargir bílstjórar
eru hinir verstu ökuníðingar. Það er eins
og menn leiki sér að því að stofna til
slysa. Eg fer daglega á hjóli milli skrif-
stofu minnar í Reykjavík og heimilis í
Kópavogshreppi, og næstum hvern ein-
asta dag sárgremst mér við bílstjóra,
sem aka svo ógætilega fram hjá manni,
allt of nærri, þótt brautin sé breið, að
ekkert má koma fyrir manninn á reið-
hjólinu, svo að ekki verði slys. Sumir
bílstjórar troða sér fram úr öðrum, þótt
ökutæki sé á báðar hendur, og aðrir
aka svívirðilega hratt. Það er of vægt
tekið á slíkum brotum og leikið sér óþarf-
lega að hættunni.
Mannslífin virðast ódýr og öll þessi
morð eru átakanleg.
« Pétur Sigurðsson.
f
I
►
i
t