Eining - 01.08.1949, Qupperneq 3

Eining - 01.08.1949, Qupperneq 3
EINING 3 > \ I 4 * « Stórstúkuþingið Fertugasta og níunda þing Stórstúku íslands stóð í Reykjavík dagana 22. til og með 25. júní. Aður en þingið var sett, gengu fulltrúarnir og aðrir þing- menn til kirkju og hlýddu messu í Frí- kirkjunni. Séra Halldór Kolbeins flntti ræðuna, en séra Árni Sigurðsson var fyrir altari. Stórtemplar, séra Kristinn Stefánsson, setti þingið í Góðtemplarahúsinu, sem var fagurlega skreytt og bar sérstaklega mikið á blómunum, og á slíkt vel við. Þingið sátu 100 fulltrúar, en auk þess oft allmargir aðrir Reglufélagar. Fulltrúarnir voru frá þremur umdæmis- stúkum, þrjátíu og einni undirstúku og fimmtán barnastúkum. Stórstúkustigið tóku 22 félagar, en hástúkustigið 8. Eins og venjulegt er, lögðu embættis- menn stórstúkunnar fram skýrslur sín- ar, og er skýrsla stórtemplars þar auð- vitað yfirgripsmest. Samkvæmt henni er hagur stórstúkunnar góður og starf Regl- unnar í landinu ekki lítið, þótt það þyrfti að vera meira og sigrarnir markvissari. En margþætt er starfið og mikilvægara, en flestir gera sér ljóst. Þar sem fjár- málastjórn er góð, þar er fleira í góðu lagi. „Fjárhagur stórstúkunnar er í góðu lagi og fer batnandi ár frá ári“, segir í skýrslunni. Tekjuafgangur er 8000,00. Síðasta alþingi veitti um hálfa miljón kr. til bindindisstarfs, eða 300 þúsund- um króna hærri upphæð en undanfarin ár. Af þessu fær stórstúkan beinlínis kr. 170000,00, og áfengisvarnanefndum eru ætlaðar 50 þúsundir. Eignir stórstúkunnar hafa aukizt á ár- inu um kr. 49000,00 og nema nú alls kr. 534,937,00. En eignaaukning Regl- unnar í heild er á árinu kr. 1117023,00, og reiknast eignirnar alls kr. 4,091,- 413,00, en eru þó vafalaust nokkuð meiri. Minningarsjóður Sigurðar Eiríks- sonar er nú kr. 137,700,00 og hefur aukizt á árinu um kr. 13,000,00. Happ- drætti templara gaf af sér kr. 165,622,- 00. Af því fékk Jaðar, landnám templ- ara, kr. 115,942,00. Félagsheimili templara og sjómannastofan í Vest- mannaeyjum, sem nú er verið að koma upp, fékk kr. 34,680,00 og Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar kr. 15,000,- 00. Stúkurnar, sem seldu miðana, höfðu í sölulaun alls 100 þús. kr. Nú er happ- drættið aftur á ferðinni og undirbúið af miklum myndarskap. Skýrslan ræðir svo útbreiðslustarfið, en veikindi, samkomubönn og óvenju- lega stormasamur og harður vetur, dró mjög úr slíku starfi umdæmisstúknanna. Af útvarpinu urðu ekki mikil not og seg- ir stórtemplar um þann lið þetta: ,,Það Séra Kristinn Stefánsson. tel ég mála sannast, að útvarpsráði sé yfirleitt lítið um það gefið að láta templ- ara flytja mál sitt í hljóðnemann“. Aðeins ein stúka var stofnuð á árinu, stúkan ísland í Súðavík. Þegar Guð- mundur Sveinsson, Tálknafirði, fór um Vestfjörðu, stofnaði hann þessa stúku með aðstoð ísfirðinga. Stórtemplar lýkur lofsorði á Áfengis- varnanefnd Reykjavíkur, sem ,,hefur leyst af hendi þróttmikið starf og orðið mikið ágengt á ýmsan hátt .... Þess- arri nefnd er það að þakka, að veitt er til áfengisvarnanefnda á gildandi fjár- lögum kr. 50,000. Aðrir liðir skýrslunnar eru um íterk- aða kröfu stórstúkunnar um þjóðarat- kvæði um bannlög, þá um starf ein- stakra stúkna og hafa sumar þeirra ver- ið athafnasamar og duglegar. Hefur Eining áður getið þeirra, sem mest hafa fjölgað félögum og verið athafnasam- astar. Má þar minna á stúkurnar í Vest- mannaeyjum og Siglufirði, stúkurnar Andvara og Verðandi í Reykjavík, stúk- urnar í Hafnarfirði, Sóley í Reykjavík og stúkuna Vík í Keflavík. Þá er talin leikstarfsemi stúknanna, málfundafélög, söngkór templara, blöð og bókaverzlun, húsmál og margt fleira. Áfengisvama- nefnd Reykjavík átti frumkvæðið að því, að Antabus-lyfið var fengið til landsins og varð Alfreð Gíslason læknir, ráðu- nautur nefndarinnar, fyrstur lækna hér á landi til þess að nota það. Þetta verð- ur að teljast merkileg nýung og hefur borið allmikinn árangur. Fyrir forgöngu bindindissamtakanna í landinu var svo dr. Jens G. Hald, öðrum þeirra sérfræð- inga, er uppgötvuðu lyfið, boðið til landsins, en Eining hefur áður sagt all- rækilega frá komu hans og birt langt mál um lyfið, og á öðrum stað í blað- inu er yfirlitsgrein um þetta, eftir dr. Jens Hald. Upplýsingastöðvar störfuðu eiginlega tvær, önnur á vegum Reglunn- ar en hin á vegum Áfengisvarnanefndar Reykjavíkur. Er bent á nauðsyn þess að sameina slíka starfsemi. Fangahjálp á íslandi stofnaði stúkan Andvari. Er það merkilegt mál og ný- ung. Oscar Clausen rithöfundur átti þar frumkvæði og hefur hann látið stórstúk- unni í té eftirfarandi skýrslu: Herra stórtemplar! Það er mér ánægja að láta yður í té skýrslu um Fangahjálpina á íslandi. Á fyrsta fundi sínum í janúar þ. á. sam- þykkti stúkan „Andvari" nr. 265 í Rvík, fyrir frumkvæði O. Clausens, að stofna Fangahjálpina á íslandi, og kaus 7 manna nefnd til framkvæmda í þessu máli. 1 nefnd- ina voru kosnir: Oscar Clausen, sem er for- maður hennar, Jón B. Helgason kaupm., Ágúst Fr. Guðmundsson skósm., Kjartan Ólafsson frkvstj., Guðjón Elíasson kennari, Holger P. Clausen, og Gunnar Pétursson. Tilgangur F. í. er, að hjálpa mönnum, sem dæmdir hafa verið í hegningu fyrir afbrot, og þá einkum að hjálpa þeim til þess að byrja nýtt og betra líf að lokinni vistinni í fangelsinu, bæði með því að gefa þeim föt o. fl., útvega þeim atvinnu við þeirra hæfi og dvöl á góðum heimilum. Þegar F. í. hóf starfsemi sína kom það þegar í ljós, að þörfin fyrir stofnun þessa var mikil og brýn. — Á þeim f jórum mán- uðum, sem F. í. hefur starfað hefur fjöldi manna leitað aðstoðar hjá henni og tekizt hefur að afgreiða og leysa úr á ýmsan hátt 17 málum á þessum stutta tíma. Nokkrir menn hafa verið náðaðir fyrir milligöngu F. í. og hefur dómsmálastjórnin mætt þeim beiðnum með mesta skilningi og velvild. — Þeim, sem náðaðir hafa verið, hefur F. í. komið í atvinnu á skipum og á góðum sveitaheimilum, enda hefur F. í. orðið að taka þá undir sína vernd og hafa tilsjón með þeim til að byrja með. —- Alls munu 9 menn þegar hafa fengið og fá á næstunni skilyrðisbundna náðun frá hegningu, en skilyrðið er m. a. það, að þeir neyti ekki áfengis í 5 árin næstu. — F. í. hefur farið austur að Litla-Hrauni og kynnt sér fang- ana þar og allar aðstæður, og einnig gert margar heimsóknir í fangahúsið í Reykja- vík. Allt hefur þetta útheimt mikinn tíma og fyrirhöfn. Þegar mál fanganna hafa verið athuguð, kemur það í ljós, að orsök glæpanna er í langflestum tilfellum, eða 80 af hundraði, áfengisnautn og sú óreiða, sem henni fylgir. Af þeirri reynslu, sem þegar er fengin í þessu starfi, hefur myndazt grundvöllur, sem er mikilsvirði fyrir starfið í framtíð- inni, og má því vænta góðs árangurs, ef rétt er fram haldið. y

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.