Eining - 01.08.1949, Síða 6

Eining - 01.08.1949, Síða 6
6 EINING * ANTABUS Eftir dr. Jens G. Hald. Eftirfarandi grein hefur dr. Jens G. Hald ritað fyrir Einingu. Hið helzta, sem ég hef sagt í fyrir- lestrum mínum um Antabus, er í stuttu máli þetta: Taki einhver hæfilegan skammt af Antabus, verður hann einskis var. Neyti sá hinn sami áfengis, koma í ljós ýmsar óþægilegar afleiðingar. Fyrst gerir vart við sig hiti í andliti, þá verður bæði háls og andlit eldrautt, hjartslátturinn verður ákafur, andardrátturinn erfiður og þar með fylgir höfuðverkur og ógleði, og oft uppköst. Allt veldur þetta ólýsanlegri vanlíðan. Orsökin er sú, að áfengisbrennsla lík- amans er óeðlileg, þannig, að í líkaman- um safnast fyrir við áfengisbrennsluna efni, sem heitir Acetaldehyd. Má segja, að áfengisbrennslan ósi þessu efni, lík- ast því, er ofn ósar kolasvælu, ef skor- steinninn er stíflaður. Það er því aug- Ijóst mál, að sé hægt að fá mann til að taka Antabus-lyfið, er hægt að koma honum af því að drekka áfengi. Antabuslækning áfengissjúklinga er fólgin í þessu tvennu: Að fá sjúklinginn til þess að nota meðalið daglega og þar næst að byggja upp hans andlega líf með heppilegum áhrifum á slálarlíf hans. Að þessu leyti er Antabus-með- höndlunin ekki frábrugðin áðurreyndum aðferðum við áfengissjúklinga. Antabus-lyfið verður að notast við áfengissjúklinga eingöngu af læknis- hendi eða undir umsjón læknis, því að áfengissýkin er sjúkdómur, og sjúkdóm á aðeins læknir að meðhöndla. Lækn- irinn getur bezt séð orsök áfengissýki hvers og eins og haft frumkvæðið að þeim andlegu áhrifum, sem eru svo nauðsynleg, eigi læknistilraunin að heppnast vel. Einn veigamesti þátturinn í viðreisn sjúklingsins er að vekja hjá honum á- huga fyrir góðum og heilbrigðum lifn- aðarvenjum, og halda honum frá því umhverfi, er helzt freistar hans til áfengisneyzlu. Áríðandi er, að fá sjúkl- inginn til að skilja, að áfengislöngun hans er sjúkdómur og fyrir sjúkdóm þurfi enginn að skamast sín. Þá er það mjög mikilvægt, að menn almennt líti á áfengissjúklinginn, sem veikan mann, en ekki einhvern ómerking. Tíðasta orsök þess, að sá sem lækn- ast skal með Antabus-lyfinu, fellur aft- ur í gildruna, er sú, að hann vanrækir að nota meðalið. Það er því áríðandi, að einhver nákominn sjúklingnum gæti þess, að hann taki töflurnar daglega. 90 ÁRA BINDINDISHREYFING Oft kemur það fyrir, að sjúklingurinn heldur sig nægilega sterkan á svellinu til þess að standast freistinguna, eftir eins eða tveggja mánaða notkun meðals- ins, en venjulega fer þetta illa. Oftast er þó auðvelt að fá sjúklinginn til þess að taka upp læknisaðgerðina á ný. Sjaldan er sjúkrahúsvist nauðsynleg meðan á Antabus-lækningunni stendur. Sé sjúklingurinn þó veiklaður bæði and- lega og líkamlega, og einkum ef alvar- legt ástand er á heimili hans, getur það verið mjög æskilegt, að sjúklingurinn geti verið um tíma á einhvers konar hæli þar sem byrjun lækningarinnar getur farið fram við góð skilyrði. Umgengni við aðra sams konar sjúklinga er þýð- ingarmikið atriði, því að í þeim sér sjúklingurinn þjáningabræður sína og getur talað við þá um vandamál sitt, þó helzt í nærveru læknisins, sem getur leið- beint og útskýrt. Þá er það þýðingarmikið, að þeir, sem verið hafa áfengissjúklingar, stofni með sér félagsskap og styðji þannig hver annan gegn áfengislönguninni. Slík samtök hafa þegar orðið til í Danmörku og heita Ring i Ring. Óþægindi, sem fylgja þessari læknis- aðferð — Antabus-lyfinu — eru einkum þreyta og svefnsemi, en þetta er aðeins fyrst í stað. Einnig getur meðalið haft ofurlítið lamandi áhrif á kynorku manna, en það stendur einnig stutt. Yfirleitt eru þessi óþægindi markleysa og þarf því enginn af ótta við þau að hika við að notfæra sér Antabus-lyfið. Við sem höf- um sýslað með Antabus, höfum lagt allt kapp á að komast að raun um, hvort langvarandi notkun meðalsins kunni að vera á einhvern hátt óheppi- leg, en við höfum ekki getað orðið varir neins slíks. Þó verður stöðugt að gæta allrar varúðar, og þess vegna á læknir að hafa fullkomið eftirlit með sjúklingn- um, sem notar meðalið, því að það er aðeins læknirinn, sem getur komizt að raun um, hvort lyfið getur sakað á einn eða annan hátt. Ekki er það ráðlegt að slíta sundur lækningartímabilið til þess aðeins að neyta áfengis í veizlu eða sam- sæti. Tilgangurinn með Antabus-lækn- ingunni er sá, að lækna sjúklinginn svo algerlega, að hann hafi hvorki þörf fyrir áfengi eða Antabus-lyfið. Að síðustu aðeins þetta: Árangurinn sem þegar er fenginn með lyfið, er mjög góður. Eftir sex mánaða reynslu má telja að 70% sjúklinganna hafi læknast alveg eða að mestu leyti, þannig, að þeir hafa annast á ný störf sín og lifað hamingju- sömu heimilislífi. En það skal þó tekið fram um leið, að reynslutíminn er enn of stuttur til þess að hægt sé að kveða upp fullnaðar úrskurð. Ekki fyrr en að nokkrum árum liðnum, verður hægt að segja til fulls, hve mikilvægt Antabus- lyfið verður í baráttunni við áfengis- sýkina. Frá því er norski bindindisfrömuður- inn Ásbjörn Kloster stofnaði albindind- isfélag í Stavanger, eru liðin 90 ár 29. * desember í ár. Það var árið 1859, sem hann stofnaði þenna félagsskap og var formaður hans til dauðadags 1876. — Ásbjörn var einnig ritstjóri blaðsins, Menneskevennen, öll þau ár, en blaðið tók að koma út 1860. Ásbjörn Kloster verður því að teljast hinn mikli brautryðjandi albindindis- hreyfingarinnar á Norðurlöndum, en allt frá árinu 1834 höfðu verið hófsemdar- félög í Noregi og voru við líði fram til 1870—’80. En um það leyti hefst hin þróttmikla bindindisstarfsemi víða um Norðurlönd. Danmarks Afholdsforening er stofnuð 1879, og sama ár er stofnuð Stórstúka Svíþjóðar, af Alþjóða Reglu Góðtemplara. í Finnlandi hafði starfað bindindisfélag (Ry) Ratittiuden Ystd- vdt frá því árið 1853, en fyrstu 20—25 árin var það hófsemdarfélag. Síðast liðið ár voru í Norska albind- indisfélaginu 44,500 fullorðnir félagar og 17,00 börn. Það hafði sett sér það f mark, að koma félagatölunni upp í 70,- 000 fyrir afmælishátíðina 1.—7. júlí, en ekki er Einingu kunnugt um, hvort þetta hefur heppnast. Hátíðarhöldin voru mikil og glæsileg, 8—10 þúsund- ir manna voru samankomnir á einum stað. Forsætisráðherra Norðmanna, Gerhardsen, flutti ræðu og sagði meðal annars, að bezt heiðruðu bindindismenn hinnar föllnu hetjur sínar með því að starfa af dug og dáð. Ræðumenn voru auðvitað margir aðrir í Stavanger við þetta tækifæri, þar á meðal fulltrúar frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, en því miður enginn frá Islandi. Þetta elzta albindindisfélag í Noregi starfrækir bæði skóla og útgáfustarfsemi og á þegar mikla og merkilega sögu. — Fyrir þá, sem alltaf eru að amast við hinum trúarlega þætti í bindindishreyf- ingunni, mætti minnast þess, að þessi ^ mikli brautryðjandi bindindishreyfing- arinnar á Norðurlöndum, Ásbjörn Kloster, var Kvekari. Sú trúarhreyfing er 300 ára gömul. Norðmenn kynntust henni í sambandi við Napoleönsku stríð- in. Menn frá Stavanger höfðu lent sem stríðsfangar í Englandi og kynnst hreyf- ingunni þar. Kvekarar kölluðu sig sjálf- ir Vinina, en umtalið klíndi á þá Kvek- | aranafninu. Það var einnig trúaður mað- ur, einn úr Oxford-hreyfingunni, sem kom af stað hinni merku A. A. starfsemi í Ameríku, sem er samfélag og samhjálp áfengissjúklinga. f

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.