Eining - 01.08.1949, Qupperneq 9

Eining - 01.08.1949, Qupperneq 9
EINING 9 Sextánda sambandsþmg Ungmennafélags Islands Þingið var háð að þessu sinni í Hvera- gerði, dagana 30. júní og 1. júlí. Full- trúar voru 56 frá 15 ungmennafélögum, auk stjórnar Ungmennafélags Islands og nokkurra gesta. En meðal þeirra var Jens Marinus Jensen, formaður Ung- mennasambands Danmerkur. Þingið samþykkti margar ályktanir. Þar á meðal um sjálfstæðismál þjóðar- innar, landhelgisgæzlu, uppeldismál, skemmtanalíf, skógrækt, íþróttir, nor- ræna samvinnu og fl. eru þessar álykt- anir alllangt mál og góðra gjalda verð- ar. Eining birtir hér orðrétta ályktun þingsins í bindindismálum. Hún er sem hér segir: Sambandsþingið telur eitt af fremstu verkefnum Umf. að vinna gegn áfengis- bölinu og stuðla að þjóðarbindindi. Þingið skorar á Alþingi að láta hið fyrsta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um bann við innflutningi og sölu áfeng- is og væntir þess að ungmennafélagar taki drengilegan þátt í baráttu þeirri, sem hlýtur að fara á undan slíkri at- kvæðagreiðslu. Þingið skorar á alla hlutaðeigendur að vaka vel yfir löggæzlu og fram- kvæmd gildandi áfengislaga á hverjum tíma og hvetur almenning til að slá aldrei af kröfum til trúnaðarmanna ríkisins. í þeim efnum telur þingið að herða beri á eftirliti með leynivínsölu og viðurlög- um með henni. Þingið telur fullkomna óhæfu, að áfengissala skuli vera svo mikil tekju- lind ýmissa samkomuhúsa í Reykjavík, að þau freistist til að neita bindindis- mönnum um húsnæði til skemmtana- halds, svo að þau verði ekki af áfengis- gróðanum. Þingið leggur sérstaka áherzlu á það, að hlutverk Umf í bindindismálum á fyrst og fremst að vera það, að gera al- menningi ljóst hvílíkur háski stafar af hvers konar meðferð áfengis og fylkja bindindismönnum saman til alhliða sókn- ar og varnar heima fyrir og út á við. Stjórn UMFl var öll endurkjörin. Séra Eiríkur J. Eiríksson, sambandsstjóri, Daníel Ágústínusson ritari, Daníel Ein- arsson féhirðir, Gísli Andrésson vara- sambandsstjóri og Grímur Norðdahl meðstjórnandi.— Endurskoðendur voru kosnir: Stefán Runólfsson og Teitur Guðmundsson. Fyrri daginn, sem íþróttasýningar þingsins fóru fram, var veður mjög óhag- stætt, en síðari daginn gerði fagurt veð- ur, þegar líða tók á daginn og var þá geysilegur mannfjöldi saman safnaður í Hveragerði. Var talað um á fimmta eða fimm þúsund. Bílarnir þökktu alla jörð. Olvun var stranglega bönnuð. Nokkr- ir menn brutu þó það bann og voru sett- ir í varðhald, en aðrir í poka og hafa heyrzt kveinstafir í sambandi við pok- unina, en sá málflutningur var rudda- Iegur, að ýmsu leyti mjög ósennilegur og í helberri mótsögn við sjálfan sig, eins og flest æsingaskrif eru. Frá 7. landsmóti TJMFÍ í Hverager-ði 2. og 3. júlí 19Jj9. Eitt af snillclarverkum Guómundar frá Mosd,al. Flestir íslendingar munu kann- ast vi& þann dverghaga mamn og mann- vin. 700,000 albindindis- menn í Finnlandi Samkvæmt Gallup-könnun eru í Finnlandi 700,000 albindindismenn, og verður það að teljast myndarlegur hóp- ur. Helftin af þeim eru þó utan við hin skipulögðu bindindismannasamtök, en þeir eru þó liðsmenn eigi að síður. Rafael Holmström, dr. í guðfræði og rektor í Helsingfors segir, að frjálsa og hömlulausa áfengissalan hafi stórum aukið drykkjuskapinn, sérstaklega meðal unglinga og kvenna. Áfengisveitingar séu mjög tíðar í veizlum, í heimahúsum manna og á hótelum, en mikil andúð sé gegn slíku í opinberum veizlum. SAKLAUSIR GJALDA S EKRA Margur góður hreppstjórinn og við- skiptamaður mæðist nú undir skrif- finnskufárinu. Einn yrkir á þessa lund: Fylgiskjala fargan senn fyllir hverja smugu. Votta og kvitta verða menn vegna þeirra, er lugu.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.