Eining - 01.08.1949, Blaðsíða 12
Þótt oftast sé sóknin gegn áfengis-
bölinu fremur lin og þar tilheyrandi
löggjöf ófullkomin og gölluð, og flestar
aðgerðir nái skammt, þá vinnst þó alltaf
eitthvað í rétta átt. Síðasta Alþingi sam-
þykkti ný
L Ö G
um meðferð ölvaSra manna og
drykkjusjúkra.
I. kafli.
Um meðferð ölvaðra manna.
1. gr. — Þá, sem teknir eru hönd-
um sakir ölvunar og eigi er unnt að
sleppa þegar úr haldi, skal lögreglan
að fengnu læknisvottorði flytja í þar til
gert sjúkrahús eða sjúkrahúsdeild, ef
fyrir hendi er, annars í venjulegt sjúkra-
hús, sem hefur tök á að veita viðtöku
slíkum sjúklingum.
Nú er ekki völ á sjúkrahúsi eða rúmi
í sjúkrahúsi í þessu skyni, og skal þá
láta hlutaðeigandi sjúklinga sæta lækn-
ismeðferð, eftir því sem við verður
komið.
2. gr. — Ölvaða menn, sem sæta
meðferð samkvæmt ákvæðum 1. grein-
ar, skal hafa í gæzlu, unz af þeim er
runnið, og allt að tveimur sólarhringum
til læknisrannsóknar, eftir því sem
ástæða þykir til samkvæmt ákvæðum
3. greinar.
3. gr. — Læknir, sem stundar ölvaða
menn samkvæmt ákvæðum 1. og 2.
greinar, skal sjá um, að hlutaðeigandi
sjúklingum sé látin í té viðeigandi að-
hlynning, en auk þess gerir hann sér
far um að kynna sér líkamlegt og and-
legt ásigkomulag þeirra, sem og allar
aðstæður með tilliti til drykkju-
hneigðar þeirra og drykkjuskapar. Kom-
ist hann að raun um, að um drykkju-
sýki eða yfirvofandi drykkjusýki sé að
ræða, tilkynnir hann hlutaðeiganda
sjálfum, eða aðstandendum hans, eftir
því sem við á, niðurstöður sínar og er
til ráðuneytis um, hvernig við skuli
bregðast.
4. gr. — Sveitafélög, sem koma upp
sjúkrahúsum eða sjúkrahúsdeildum til
fullnægingar ákvæðum 1.—3. gr., njóta
til þess ríkisstyrks samkv. ákvæðum 1.
nr. 30 19. júní 1933, um sjúkrahús
o. fl.
5. gr. — Ákvæði 1.—3. greinar
raska ekki ákvæðum laga um viðurlög
við ölvunarbrotum, enda mega ákvæði
þessara laga ekki verða því til hindrun-
ar, að þeim viðurlögum verði komið
fram.
6. gr. — Kostnað af meðferð ölvaðra
manna samkvæmt ákvæðum 1.—5.
greinar skal greiða sem kostnað af lög-
gæzlu, á sama hátt sem verið hefur.
7. gr. — Ráðherra setur nánari regl-
ur um meðferð ölvaðra manna sam-
kvæmt ákvæðum 1.—3. greinar, með
sérstöku tilliti til þess, ef um endurtek-
in tilfelli, drykkjusýki eða yfirvofandi
drykkjusýki er að ræða, að hlutaðeig-
endum gefist kostur á sem fullkomnust-
um leiðbeiningum og aðstoð sér til við-
réttingar, og þá sérstaklega, ef ungling-
ar eiga í hlut.
II. kafli.
Um meSferð drykkjusjúkra manna.
8. gr. — Geðveikrahælið á Kleppi
hefur með höndum yfirumsjón með
gæzlu drykkjusjúkra manna þeim til
umönnunar og lækningar samkvæmt
ákvæðum laga þessara.
Á kostnað ríkisins skal reisa og reka
í sambandi við geðveikrahælið og í hæfi-
legri nálægð þess gæzluvistarhæli fyrir
drykkjusjúka menn, er fyrst og fremst
sé miðað við þarfir þeirra sjúklinga, sem
ætla má, að eigi sér sæmilegar bata-
horfur.
Nú vilja sveitarfélög, eitt eða fleiri
saman, reisa og reka á sinn kostnað
gæzluvistarhæli fyrir drykkjusjúka
menn, er fyrst og fremst sé miðað við
þarfir þeirra sjúklinga, sem ætla má að
þarfnist vistar og umönnunar í slíku
hæli í langan tíma, og fer þá um þær
framkvæmdir og ríkissjóðsstyrk til
þeirra eftir lögum nr. 30 19. júní 1933,
um sjúkrahús o. fl., og síðari breyting-
um á þeim lögum.
Eftir athugun sjúklinganna á geð-
veikrahælinu á Kleppi, að svo miklu
leyti sem því verður við komið, skal
þeim ráðstafað í gæzluvist á þeim hæl-
um, sem fyrir hendi eru, og skipt á hæl-
in eftir því, hvers eðlis drykkjusýki þeirra
er og hversu þeir eiga saman. Á sama
hátt ráðstafar geðveikrahælið sjúkling-
um þ'essum þeim til viðréttingar í gæzlu-
vist á völdum einkaheimilum, eftir því
sem á hverjum tíma telst henta. Læknar
geðveikrahælisins hafa á hendi læknis-
eftirlit með sjúklingum, sem ráðstafað
hefur verið í gæzluvist samkvæmt á-
kvæðum þessarar greinar. Sérstakt eftir-
lit skal haft með aðbúnaði, atlæti, líðan
og framferði sjúklinga, sem ráðstafað
hefur verið í gæzluvist á einkaheimilum,
og ræður geðveikrahælið til þess eftir-
litsstarfs ármenn eða árkonur eftir
þörfum.
9. gr. — I gæzlu samkvæmt 8. gr.
verða teknir:
1. Þeir, sem dæmdir eru til hælfs-
vistar, sbr. 65. gr. laga nr. 19 12. febr-
úar 1940.
2. Þeir, sem sækja sjálfir um að
verða aðnjótandi slíkrar gæzlu, eða lög-
ráðsmaður fyrir þeirra hönd, ef sjálfir
eru ólögráða, eoa dómsmálaráðuneytið
samkvæmt ákvæðum 7. greinar, 6. b. í
lögum nr. 95 5. júní 1947, um lögræði.
Taka skal fram í umsókn, hversu
lengi umsækjandi skuldbindi sig til að
hlíta gæzlunni, og svo að hann undir-
gangist að virða í einu og öllu reglur
þær, sem um gæzlu og gæzluvistir eru
settar.
10. gr. — Sá, sem tekinn hefur verið
í gæzlu samkvæmt 1. tölulið 9. greinar,
skal hlíta gæzlunni svo lengi sem segir
í 65. gr. laga nr. 19 12. febrúar 1940.
Sá, sem tekinn hefur verið í gæzlu
samkvæmt 2. tölulið 9. greinar, skal
hlíta gæzlunni svo lengi sem yfirlæknir
geðveikrahælis á Kleppi ákveður, þó
aldrei lengur en sjúklingurinn sam-
kvæmt umsókn er skuldbundinn til,
nema samþykkt hans eða lögráðamanns
hans komi af nýju til.
Nú fer sá, sem tekinn hefur verið í
gæzlu samkvæmt ákvæðum laga þess-
ara, heimildarlaust af hæli eða heimili,
þar sem hann er í gæzluvist, og er þá
rétt að þröngva honum, eftir atvikum
með lögregluvaldi, í gæzluna á ný og til
að hlíta henni, unz lokið er gæzlutíma
þeim, sem segir í 1. og 2. málsgrein
þessarar greinar.
11. gr. — Gæzluvist fylgir vinnu-
skylda gæzluvistarmanns, eftir því sem
yfirlæknir geðveikrahælisins á Kleppi
segir fyrir um eða aðstoðarlæknar hans
eða ármenn í hans umboði.
12. gr. — Hver sá, er gefur eða veitir
áfengi þeim, sem vitanlega hefur verið
tekinn í gæzlu samkvæmt ákvæðum
laga þessara, eða aðstoðar hann við út-
vegun áfengis, skal sæta sektum.
13. gr. — Um greiðslu kostnaðar af
meðferð drykkjusjúkra manna sam-
kvæmt ákvæðum 8.—11. greinar fer á
sama hátt sem um greiðslur fyrir aðra
sjúklinga í sjúkrahúsum ríkisins.
14. gr. — Ráðherra setur nánari
reglur um meðferð drykkjusjúkra manna
samkvæmt lögum þessum, þ. á. m. með
hverjum skilyrðum þeir verði teknir i
gæzlu, rekstur gæzluvistarhæla sam-
kvæmt 8. gr., gæzluvist þar og á einka-
heimilum, vinnu gæzluvistarmanna, svo
og aðrar skyldur þeirra og réttindi.
III. kafli.
Sjóðstofnun.
15. gr. — Af ágóða Áfengisverzlunar
ríkisins skal á árunum 1950—1956
verja 750 þúsund krónum á hverju ári
til að leggja í sjóð, gæzluvistarsjóð. —
Sjóðurinn hafi það hlutverk að standa
undir kostnaði af framkvæmd laga þess-
ara, eftir því sem heilbrigðisstjórnin
ákveður, og þá fyrst og fremst af að
reisa eða hjálpa til að reisa gæzluvistar-
hæli þau, sem um ræðir í 8. gr. laga
þessara.