Eining - 01.08.1949, Blaðsíða 13

Eining - 01.08.1949, Blaðsíða 13
EINING 13 Ágústnótt í Flóa Einn af hinum sjaldgæfu sólskinsdög- um sumarsins er að búast á fund ald- anna. Uti fyrir Suðurlandsströndinni, bar sem himinn og haf mætast, logar geislabálið á dimmbláum, kvikum bylgj- um, sem rísa og hníga. Báruhljómur- inn frá strandlengjum Norðurlandsfjarð- anna er nú í endurminningunni eins og ljúfur, fjarlægur undirleikur við gömul æfintýri um Surtlu í Blálandseyjum, eða Vilfríði Völufegri, meðan hlýtt er á seið- þrunginn brimgný úthafsins órólega, fyrir söndum Suðurlands. Kvöldfögur breiðir Flóasveitin úr grænum gróðurklæðum. Lækir og tjarn- ir glitra í birtu, sem bráðum fer að nálg- ast rökkur, því að ágústnæturnar eru dimmar við suðurströndina. Heybands- lestir ber í hillingar yfir móa og mýra- fláka og stefna heim að bæjunum. Kýrn- ar eru líka á leið heim, argar út í kálf- ana, sem vilja leika sér. Hvarvetna er fólk við hirðingu úti um engjar eða tún. Svo rökkvar meira. Brátt er komið næst- um því almyrkur. En hægur andvari greiðir skýjaflókana af norðurhimninum og máninn tekur að skína yfir jörðina. Stjörnur sjást á blárri hvelfingunni. — Þetta er eins og í skammdeginu fyrir norðan; en þar eru síðsumarnæturnar mikið ljósari en hér, enda þótt dalirnir séu þröngir og djúpir, og fjallgarðarnir auki á skuggana. Okkur, sem erum vanir nábýli við fjöll og heiðar, finnst mjög ævintýralegt að dvelja á Suðurlandsundirlendinu, þar sem fjöll rísa við fjarlægan sjónbaug, kringum víðáttumikla flatneskju. Og það er eins og allt verði tærra og hreinna, en í þrengslunum nyrðra, þó að mýra- þokan og regnið sletti stundum fáein- um blettum á ánægjuna, milli Hellis- heiðar og Eyjafjalla. En heiðrökkur- nóttin í Flóa drúpir kyrr og blíð eftir bjartan dag og hlýjan. Smátt og smátt lýkur önnum bændafólksins. Bæirnir seiða það heim í hvíldina. A morgun verður ef til vill góður dagur líka. Sumir eiga þó dýpri þrá til útiveru en svefns, svo fögur sem nóttin er og töfrandi. I mánaljósinu sést greinilega IV. kafli. Niðurlagsákvœði. 16. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað og koma til framkvæmda, eftir því sem skilyrði verða fyrir hendi til að full- nægja ákvæðum þeirra. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 108 30. desember 1943, um heilsuhæli fyrir drykkjumenn, svo og ákvæði annarra laga, er kunna að koma í bága við ákvæði laga þessara. Samþykkt á Alþingi 17. maí 1949. móta fyrir dökkum fjallahringnum. Og frá einum hnjúknum leiftra háir logar. Það er Hekla sem brennur. Dimmrauðir hraunstraumarnir í hlíðum hennar ólga af ákafa. Hvað er Baugstaðavitinn niðri á ströndinni að segja? Eru ljósmerki hans að tala við Heklu? Láttu nú ekki tunglið heyra! En tunglið heyrir margt og sér ennþá fleira. Það hefir séð sögu sveitarinnar gerast. Það hefir séð Ingólf Arnarson setja skip sín í Ölfusi og Loft Ormsson byggja Gaulverjabæ á landnámsöld. — Það horfir á folaldið og kálfinn, sem fæddust í gær. Og á morgun kemur storkurinn með nýjan strák ofan um reykháfinn hjá bóndakonu, svo að tungl- ið hafi eitthvað að yfirlíta næstu nótt. Ekki dylst tunglinu sögurnar um blóm- álfana í jurtapottunum, sem svífa milli rósanna og strá friði og hamingju kring- um sig, þótt þeir séu ósýnilegir. Já, og alla draumana sér það, um nýja og fagra sveit, þar sem sláttuvélarnar duna í túni og þrestir syngja í björkum heima við bæ. Og máninn líður. En þessi dásamlega kyrð! Þetta er suoræn friðarnótt með norrænu yfirbragði. Geislastafirnir dansa í loftinu, eins og álfabörn við nýárs- brennu. Hver stund er lengi að líða og þrungin helgi. Blærinn hvíslar í sefinu við tjarnirnar. Og nú fara svanahjómin úti á engjalæknum að kvaka. Svo hefja þau sig til flugs. Eg hlusta á lága, blíða sönginn þeirra hljóma í fjarlægðinni, er þau svífa með sindurljóma næturgeisl- anna á breiðu, hvítu vængjabökunum, norður yfir ása. Sigurður Draumland. Sólblettir eða sólargos Einhvers staðar las eg ósköp leiðin- lega grein um ,,sólarbletti“, þar var stöðugt staglazt á þessu orði, sólarblett- ir ,en aldrei vikið einu orði að því, hvað þessir blettir væru. Hugsum okkur, ef allir, sem nú hafa ritað um Heklugos, hefðu staglazt á Heklublettum. Þurfum við nauðsynlega að herma allt eftir öðr- um og kalla sólargosin sólarbletti, af því að þetta er nefnt á enskri tungu ,,Sun- spots“, sökum þess, að í sjónaukum þeirra manna, sem lesa á bókfell himin- geimsins Iíta sólargosin, eða eftirstöðv- ar þeirra, út sem blettir. Eg er hvorki stjörnufræðingur eða jarðfræðingur, en ég hef lesið lýsingu sérfróðra manna á þessum mikilfeng- legu sólargosum. Segja þeir að úðinn frá þeim geti náð allt að 200,000 km út í himingeiminn. Þessi sólargos hafi áhrif á Iíf okkar hér á jörðu, valdi flóðum, eldgosum, jarðskjálftum, og hafi jafnvel áhrif á skapferli manna, valdi styrjöld- um og ófriði. P. S. Mestu olíulindir heimsins Samkvæmt Reader’s Digest, maí 1949, er mesti olíuforði heimsins undir botni Maracaibo-vatnsins í Venezuela og á austurströndu þess. Og félagið, sem setur heimsmet í olíuframleiðslu, heitir Creole petroleum Corporation, er álma af Standard Oil félaginu í New Jersey, Bandaríkjunum. Creole hefur námuréttindi í þessum auðugu olíulind- um Venezuela. Talið er að þar muni vera næstum hálfur fimmti milljarði tunna af olíu. Síðastliðið ár framleiddi þetta félag 230 milljónir tunna af olíu og hagnað- ist um 200 milljónir dollara. En Vene- zuela hagnast líka. Stjórnin fær í skött- um og iðgjöldum félagsins um helming alls hagnaðarins, og af 20,500 starfs- mönnum félagsins eru um 19,000 Vene- zuelamenn. Félagið hefur gefið út yfir- lýsingu svohljóðandi: ,,01ían í venezuelanskri jörð tilheyr- ir íbúum landsins, en verður þeim að- eins nokkurs virði er hún er unnin og hagnýtt, og breytt í peninga, sem veita fólkinu betri lífskjör, betra fæði, betri hús en áður, betra heilsufar, meira ör- yggi og meiri lífshamingju við störf og allt félags líf. Við gerum mestu auð- lindir landsins að mestu tekjulind þess. Þetta gerir okkur að hluthöfum, þar sem báðir aðilar leggja sitt til og hagnast sameiginlega“. Forstjóri félagsins bendir landsmönn- um á, að þeir auðgi þjóðina miklu meira en sjálfa sig. Þegar félagið hafi fyrst tek- ið til starfa á þessu svæði, fyrir einum mannsaldri, hafi fólkið verið heilsubil- að, og að mestu leyti ólæst og menn- ingarsnautt. í staðinn fyrir léleg hreysi hafi fólkið nú fengið góð húsakynni, skóla, sjúkrahús og önnur skilyrði til menningarlífs og hamingju Félagið hefur í þjónustu sinni 76 lækna, þeir eru allir heimamenn. Og allir lögfræðingar félagsins eru einnig Venezuelamenn. Félagið eflir menningu starfsmanna sinna og landsmanna eftir beztu föngum, t. d. fækkaði ólæsum mönnum í þjónustu félagsins, úr 82 af hundraði niður í 12 á 10 árum. Á starfs- svæði félagsins höfðu alls konar pestir áður völd, malaría, mislingar, tauga- veiki og ýmsir kvillar, en gegn slíku hef- ur félagið hafið sigurvænlega sókn og bætt heilsufar manna stórum, meðal annars útrýmt að mestu flugunni, sem útbreiðir malaríuveikina. Félagið gefur út heilsufræðileg rit, sem er sent á kostn- að þess til 1700 lækna landsins. Það er að mörgu leyti fremst í flokki olíufé- laga heimsins.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.