Eining - 01.08.1949, Side 16

Eining - 01.08.1949, Side 16
í danska blaðinu Politiken, 14. maí 1949, segir svo: „Útlit er íyrir, að hið nýja lyf gegn áfengissýkinni, Antabus, muni nú fara sigurför um heim allan. Aðeins hér í Danmörku hafa fram að þessiT nokkur þúsund manna verið tekin til slíkrar læknisaðgerðar, því að eftir styrjöldina hefur ofdrykkja áfengis farið hér stöð- ugt vaxandi. Af þessum þúsundum á- fengissjúklinga hefur dr. Martensen- Larsen einn haft 1000 undir sinni hendi. En læknarnir telja hina andlegu og sálarlegu lækningu, og viðreisn sjúkl- ingsins, ekki þýðingarminni, en notkun meðalsins, stundum þýðingarmeiri. Ekki nægir það eitt, að skapa viðbjóð áfeng- issjúklingsins á áfenginu, mest er um vert, að uppgötva undirrót meinsins og gera sjúklingnum fært að lifa venjulegu lífi meðal samborgara sinna“. Þessi stutta frásögn blaðsins færir ekki aðeins gleðifregn um gagnsemi Antabus-lyfsins, heldur staðfestir hún einnig enn einu sinni, að danska þjóð- in hefur ekki fremur lært að drekka en aðrar þjóðir, og að hún hefur átt og á enn við mikið áfengisböl að stríða. Þessi staðreynd gengur því kröftuglega gegn þeim blekkingum, sem oft er haldið að okkur af andbanningum og mönnum, sem hliðhollir eru drykkjutízkunni, að Danir kunni að fara með áfengi sér að skaðlausu, eða eins og siðmenntuðum mönnum á að sæma, samkvæmt full- yrðingum þeirra. Slíkt slúður þyrfti að kveðast niður rækilega og það gera stað- reyndirnar bezt. Áfengisbölið er enn ó- leyst vandamál hjá flestum eða öllum þjóðum ,og ekki síður á Norðurlöndum. Þar hefur hvorki menning, fræðsla eða félagsleg samtök, og ekki heldur áfeng- islagakák, megnað að leysa vandann og draga neitt verulega úr bölinu. Enn er eftir hið eina átak, sem dugar. • • Oldrykkja og áfengislagabrot í Noregi Samkvæmt skýrslum 640 af 740 áfengisvarnanefndum landsins, urðu 17,775 áfengislaga brot í Noregi árið 1948, þar af hafa 13,710 verið á veg- um lögreglunnar, 1835 kærð af fjöl- skyldunum sjálfum, 97 menn hafa sjálf- ir gefið sig fram, 119 voru á vegum stjórnar drykkj umannaframfærzlunnar, 96 kærur komu frá læknum og prest- um, en 493 tilfellum höfðu nefndirnar sjálfar bein afskipti af málinu. Af þess- um seku voru 16,442 karlmenn, en 1333 konur. í blöðum bindindismanna í Noregi er mjög kvartað um ölvun af öldrykkju. Til dæmis segir Oslóarblaðið, Folket, 27. maí þ. á.: ,,Of mikið drukkið af exportöli“. A öðrum stað: „Mikið ex- portölsfyllirí í Tvedestrand“, og enn- fremur: „Mikið exportölsfyllirí í Arne- dal“. Þetta eru aðeins yfirskriftir grein- anna og fjórða fyrirsögnin í þessu eina blaði segir frá kappræðum um export- ölið. Það er sjáanlega vandamál í Noregi. Verndun heilsunnar Þrátt fyrir alla menningu, framfarir og vísindi, þá hafa þjóðirnar enn ekki lært að fóðra menn að sínu Ieyti eins vel og skepnur, svo að nokkurnveginn sé öruggt um heilsufar þeirra. Manneldið er vafalaust allmiklu flóknara en skepnu- hirðingin, og svo koma óheillaöflin líka til sögunnar, öflin, sem ævinlega þurfa að hagnast sem mest og bezt á einu og öðru, þótt það kosti heilsu manna, ham- ingju og líf. Slík óheillaöfl koma víða við sögu og valda miklu böli. í Heilsuvernd, 1. hefti 1949, á Jónas Kristjánsson læknir grein, sem heitir: Á refilstigum. Þar segir meðal annars: „Vér höfum verið á refilstigum sjúk- dómsræktar. Þaðan verðum vér að hverfa. Þess vegna segjum vér: Burt með allt, sem veldur sjúkdómum og vanheilsu. Burt með orsakirnar. Burt með hvíta hveitið og hvíta sykurinn, sem hafa valdið oss meira tjóni á heilsu og efnahag en nokkur harðindi eða haf- ísar á jafnlöngum tíma. Burt með sæt- indin, sem ræna börnin heilsunni þegar á fyrstu aldursárum. Burt með áfengið, tóbakið, Coca-Cola og kaffi, að ógleymd- um læknislyfjunum ,sem flest eru gagns- laus, auk þess að vera beinlínis skað- leg“. Jónas vill hreinsa musterið. Hann vill sópa mörgu burt. Um það, hve mikið skuli fara, verða menn ekki sammála, og siðabótamönnum er tamt að taka djúpt í árinni, en áreiðanlega þyrftum við að losna við margt það, sem óum- deilanlega eykur á margþætt böl mann- anna. Jónas segir ennfremur: „Hér á landi höfum vér dæmi um það, hvernig villast má út á refilstigu rangra lifnaðarhátta. Það urðu illar og örlagaþrungnar breytingar á heilsufari vor íslendinga, er vér lögðum niður að mestu eða öllu leyti neyzlu á sauða- mjólk, fjallagrösum, harðfiski og öðrum hollum fæðutegundum, en tókum upp hvítt, eiturbleikt hveiti, hvítan sykur, hýðissvipt hrísgrjón, gamalt og hálf- úldið mjöl í stað hins nýja heimamalaða mjöls, sem áður var notað. Afleiðingar þessara breytinga hafa orðið oss þung- ar í skauti: vaxandi hrörnunarsjúkdóm- ar, sem koma eins og hlekkir á festi, hver af öðrum, tannveiki, botnlanga- bólga, magasár, ristilbólga, efnaskipta- sjúkdómar, taugaveiklun, sálsýki. Og krabbameinið er ekkert annað en síð- asti hlekkurinn í keðjunni". Krabbmeinið og tóbakið. I þessari sömu grein, segir Jónas Kristjánsson þetta: „Þá telja margir læknar líklegt, þeirra á meðal formaður hins nýstofn- aða krabbameinsfélags, próf. Níels Dungal, að reykingar eigi mesta sök á hinni geysilegu aukningu, sem orðið hef- ur á lungnakrabba undanfarna áratugi víða erlendis“. Það er ekki að sjá á mörgum lifnaðar- venjum manna, að þeim sé mjög annt um heilsuna, en það er í fullu samræmi við annað óvit þeirra, hernaðarbrjálæði, ófrið og sundurlyndi. IUeðferð Alþingis á tillögunni um afnám áfengisfríðinda ein- stakra embættism. Eining hefur áður getið tillögu þeirr- ar, er fram kom á síðasta Alþingi um afnám þeirra fríðinda, sem einstakir embættismenn hafa í áfengis- og tóbaks- kaupum. Hún var afgreidd með nafna- kalli og blöðin birtu nafnalistan, en Morgunblaðið hneykslaðist á því, að Eining skyldi hafa orð á því, að nöfnin yrðu athuguð nánar síðar í blaðinu, en sérstaklega þyrfti að minnast þeirra við næstu kosningar. Finnst Morgunblaðinu nokkuð kyn- legt, þótt við bindindismenn festum okk- ur í huga, hverjir leggja málum okkar lið og hverjir ekki, og þótt slíkt komi til greina í vali okkar á trúnaðarmönnum? Skyldi það ekki sjálft áskilja sér slík réttindi? Tillagan var feld með 24 atkvæðum gegn 23. Nafnakallið fór á þessa leið: Já sögðu: Ásmundur Sigurðsson, Axel Guðmundsson, Björn Kristjánsson, Brynjólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson, Eysteinn Jónsson, Halldór Ásgeirsson, Hannibal Valdimarsson, Helgi Jónsson, Hermann Guðmundsson, Hermann Jón- asson, Jón Gíslason, Jörundur Brynj- ólfsson, Katrín Thoroddsen, Lúðvík Jósefsson, Páll Zóphóníasson, Páll Þor- steinsson, Pétur Ottesen, Sigfús Sigur- hjartarson, Sigurður Guðnason, Skúli Guðmundsson, Steingrímur Aðals'eins- son og Steingrímur Steinþórsson. Nei sögðu: Ásgeir Ásgeirsson, Barði Guðmundsson, BjarniÁsgeirsson, Bjarni Benediktsson, Björn Ólafsson, Emil Jónsson, Finnur Jónsson, Gísli Jónsson, Guðmundur I. Guðmundsson, Gunnar Thoroddsen, Ingólfur Jónsson, Jóhann Hafstein, Jóhann Jósefsson, Jón Pálma- son, Jón Sigurðsson, Lárus Jóhannes- son, Ólafur Thors, Sigurður Bjarnason, Sigurður Hlíðar, Sigurður Kristjánsson, Sigurjón Ólafsson, Stefán Jóh. Stefáns-

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.