Eining - 01.12.1953, Side 2
2
EINING
þjóða, og öll endimörk jarðarinnar skulu
sjá hjálpræði Guðs vors“.
„Huggið, huggið lýð minn, segir Guð
yðar. Hhghreystið Jerúsalem og boðið
henni, að áþján hennar sé á enda“.
Þannig flytur spámaðurinn kröftugan
boðskap um huggun, um lausnarverk
Guðs á jörðu, um komandi frelsara,
um lausn þjóða, lausn hinna fjötruðu,
lausn hinna kúguðu og undirokuðu,
lausn frá synd, hræðslu og hugarvíli.
— Sjálfur heimfærði meistarinn orð
þessa spámanns til köllunar sinnar:
,,Andi drottins er yfir mér, af því að
hann hefur smurt mig til að flytja nauð-
stöddum gleðilegan boðskap, og sent
mig til að græða þá, sem hafa sundur-
marið hjarta, til að boða herteknum
frelsi og fjötruðum lausn, til að boða
náðarár drottins og hefndardag Guðs
vors, til að hugga alla hrellda“.
„Sjá þjón minn, sem eg leiði mér við
hönd, minn útvalda, sem sál mín hefur
þóknun á; eg legg anda minn yfir hann,
hann mun boða þjóðunum rétt. Hann
kallar ekki og hefur ekki háreysti og læt-
ur ekki heyra raust sína á strætunum.
Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sund-
ur, og dapran hörkveik slökkur hann
ekki; hann boðar réttinn með trúfesti.
Hann daprast eigi og gefst eigi upp, unz
hann fær komið inn rétti á jörðu, og
fjarlægar landsálfur bíða eftir boðskap
hans“.
Þora nú hinir bölsýnu menn, er segja,
að aldrei verði friður á jörðu, að mót-
mæla og kasta frá sér þessum spádóms-
orðum: ,,Hann daprast eigi og gefst eigi
upp, unz hann fœr komið inn rétti á
j'örðu“.
Á þessum fyrirheitum grundvallað-
ist, trú, von og huggun hinna heilögu
manna fornaldarinnar, sem væntu
„huggunar Israels“. Og „allt það, sem
áður er ritað, er áður ritað oss til upp-
fræðingar, til þess að vér fyrir þolgæði
og huggun ritninganna héldum von
vorri“. — Þetta hefur verið huggun og
von kynslóðanna á liðnum öldum.
Messíasarboðun hinna miklu spá-
manna var forspil tímaskiptanna miklu
— fæðingar mannkyns leiðtogans. En
viðburðurinn sjálfur varð hin bjarta og
skæra stjarna allra vitra manna og ein-
lægra sálna, er vísað hefur veginn að
jötunni lágu, en þar hafa kynslóðirnar
lært lífsspekina, sem hefur opnað þeim
guðsríkið og gefið órórlegum sálum
mannanna þann frið, sem yfirstígur all-
an skilning.
Viðburðurinn sjálfur gaf kristnum
mönnum jólahátíðina, er gerir albjart í
húsum manna og sálum þeirra, jafnvel
í dimmasta skammdegi vetrarmyrkurs
og kulda. Dýrðaróður innblásnu skáld-
anna hefur svo verið hið ómfagra eftir-
spil jólaundursins. Þeir dýrðarsöngvar
hafa ómað huggunarríkast í höllum og
hreysum þjóðanna öld fram af öld, og
svo er enn.
Þjóðskáldið, Matthías Jochumsson,
segir:
Vér hyllum þig, ó blessað barn,
þú brosir yfir dauðans hjarn,
svo kuldinn ber oss kærleiks arð
og klakinn snýst í aldingarð.
Þú brosir, — jörð og himinn hlær,
og hjarta hvert af gleði slær;
þú talar, — böl og beiskja þver;
þú bendir, — allir lúta þér.
Þú blessar, — heift og hatur flýr;
þú horfir, — syndin burtu snýr;
þú kallar, — dauðinn kastar hjúp;
Þú kennir, — lífsins skína djúp . . .
Þú, herrans barn, sem boðar jól
og birtir hverju strái sól:
ó, gefðu mér þann gæfuhag,
að geta fæðzt með þér í dag.
Og þegar þjóðskáldið fagnar hækk-
andi sól nýja ársins, sem framhaldi jóla-
gleðinnar, þá ómar þar sami skæri tónn-
inn: „I sannleik hvar sem sólin skín er
sjálfur Guð að leita þín“.
Hvað annað en eitthvað guðdómlegt
getur framkallað af vörum manna dýrð-
aróð, eins og Jólanótt Guðmundar Guð-
mundssonar:
Dýrðarnótt! — Þér hneigir veröld hljóð,
heilagsanda návist kennir Ijóst, —
andblær þinn er hjartnæmt helgi-ljóð,
himinn opinn við þitt móður-brjóst, —
blæjan stjörnum stráð
stafar friði, náð,
voldug himindjúpin, lög og láð.
Stillt er sérhver sál
samklið djúpum rótt,
við þitt móðurmál,
milda jólanótt
Himnesk einning guðdóms-lífs og ljóss
lægst frá dufti’ að yztu vetrarbraut,
tengir allt í hljómi sigurhróss
hátíðlegum við þitt mikla skaut.
Sigur sannleikans,
sólvor kærleikans,
boðar öllu fæðing frelsarans!
Fram í ljóssins flaum
fegra lífið brýzt.
Sjá, í dýrðardraum
dauðinn sjálfur snýst!
Drottins anda duftkorn sérhvert minst,
dásamlegra undra safn, er fylt, —
hljómbrot lægsta’ í okkar vitund inst,
æðra hljómvalds leiftursprota’ er stilt.
Sjáið sigur hans,
sigur skaparans:
duftið orðið íbúð kærleikans!
Ó, sú undra dýrð
elsku, máttar, vits,
birtist bjartri skýrð
blikrún stjörnu-glits!
Syngið, syngið, — heyrið hjartaslög
heilags Guðs í jólanætur blæ!
Hringið, hringið, — ódauðleikans lög
leiftra staðfest yfir mold og sæ!
Mikli meistarinn,
mannkyns leiðtoginn,
Hann er kominn, kominn — frels-
Honum syngi sætt I arinn!
sérhver tunga á jörð,
drótt af drottins ætt,
dýrð og þakkargjörð!
Hvergi ómar jólaboðskapurinn un-
aðslegar en frá hörpu góðskáldanna og
sálmaskáldanna, sem bezt ná háu tón-
unum. Þar er guðmál flutt af hjörtum,
sem jólaeldurinn hefur vermt og tendr-
að í skærasta trúarljósið, og frá þeim
heitu hjörtum nær fagnaðaróðurinn til
hjartnanna:
„Kirkjan ómar öll,
býður hjálp og hlíf.
Þessi klukkna köll
boða ljós og líf.
Heyrið málmsins mál.
Lofið Guð, sem gaf.
Og mín sjúka sál
verður hljóma haf.
Flutt er orðsins orð,
þagna hamars högg.
Yfir stormsins storð
fellur drottins dögg.
Lægir vonzku vind,
slekkur beiskju bál.
Teigar lífsins lind
mannsins sjúka sál.
Kveikt er ljós við Ijós,
burt er sorans svið.
Angar rós við rós,
opnast himins hlið.
Niður stjörnum stráð,
Engill fram hjá fer.
Drottins nægð og náð
boðin alþjóð er.
Guð er eilíf ást,
engu hjarta er hætt.
Ríkir eilíf ást,
sérhvert böl skal bætt.
Lofið guð, sem gaf,
þakkið hjálp og hlíf.
Tæmt er húmsins haf,
allt er ljós og líf“.
Svo hjartnæmt ljóð og fagra lofgerð
lagði „Förumaðurinn“, skáldið frá
Hvítadal, í munn allra förumanna, er
létta sér brattgönguna með slíkum píla-
grímssöngvum. Við tökum þá undir með
öllum fagnaðarboðum aldanna og skær-
um röddum barnanna, og syngjum af
hjarta:
Heims um ból, helg eru jól, og bjóð-
um hver öðrum
GLEÐILEG JÓL!