Eining - 01.12.1953, Page 3
EINING
3
Jól hjá afa og ömmu
Stjáni litli sat á dúnmjúka, rósótta
og fallega gólfteppinu og hafði um sig
hrúgu af jólagjöfum. Allt í einu setti
hann upp ólundarsvip, var niðurlútur og
fór að kjökra.
Hvað er þetta, sagði mamma hans,
ertu að kjökra? Heldurðu að þú megir
skæla á sjálfa jólanóttina? Hvað gengur
eiginlega að þér?
Hann Bjössi fékk fallegra, sagði Stjáni
ólundarlega.
Eg er nú alveg hissa! sagði mamma
hans. Ertu ekki ánægður með allar
fallegu jólagjafirnar þínar. Líttu nú
bara á! Skoðaðu það sem þú hefur feng-
ið! Á eg að segja þér sögu af jólunum
hjá afa og ömmu, hvernig þau héldu
jól og hvaða jólagjafir börnin þeirra
fengu?
Stjáni færði sig til mömmu sinnar
og það gerðu hin börnin líka. Þau vildu
gjarnan hlusta á söguna. Sagan var á
þessa leið:
Afi og amma áttu heima í sveit, lengst
inni í afdal. Húsið þeirra var lágr og
lítill torfbær. Veggirnir voru úr torfi og
grjóti og torfgólf var einnig í baðstof-
unni. Þakið var Iíka úr torfi og því hald-
ið uppi af röftum, og milli raftanna sást
alls staðar í torfið. Þar voru engin falleg
húsgögn eins og hér hjá okkur, ekki
píanó, engir stólar, ekki útvarp né sími,
engin málverk á veggjunum, engir
fallegir ljósahjálmar, ekki einu sinni
falleg borð, heldur aðeins eitt lítið og
ómálað timburborð við gaflinn í öðrum
enda baðstofunnar, á milli rúma afa
og ömmu.
I baðstofunni voru engin rafmagns-
ljós, heldur aðeins litlir olíulampar, og
í eldhúsinu, sem allt var úr torfi, var
engin eldavél, heldur aðeins hlóðir, sem
gerðar voru úr steinum, á þá voru pott-
arnir settir, þegar maturinn var eldað-
ur, og eldiviðurinn var svörður eða
sauðatað. Og afi og amma áttu ekki
nein verulega falleg föt og skórnir þeirra
voru ekki skínandi fægðir eins og okkar.
Þeir voru heimagerðir úr sauðaskinn-
um.
Haldið þið, að þið munduð kunna
við ykkur í þess konar baðstofu, úr torfi
og allslausri, nema rúmunum til að sofa
í og sitja á á daginn? Haldið þið ekki,
að jólin hafi verið daufleg hjá afa og
ömmu. En nú skulið þið heyra, hvernig
afi og amma héldu jól.
Nokkrar vikur fyrir jólin notaði amma
allar stundir, sem hún var ekki við hin
venjulegu heimilisstörf, til þess að
kemba ull, spinna og prjóna. Og þegar
afi kom inn frá gegningum, var búinn
að sinna skepnunum, þá fór hann einnig
að prjóna. Og hvað haldið þið nú, að
þau hafi verið að prjóna? Þau voru að
prjóna litla sokka, litla vettlinga og litla
íleppa í skóna. ílepparnir og vettling-
arnir voru oftast með fallegum, rauðum
og bláum röndum, og stundum prjón-
uðu þau líka litla hálstrefla. Og svo bjó
amma til fallega krakkaskó úr sauð-
skinni og bryddi þá með hvítu elti-
skinni.
Og hvað átti svo að gera við alla
þessa sokka, vetlinga, íleppa og skó?
Þetta var geymt til jólanna. Þetta voru
jólagjafirnar, sem börnin fengu, en svo
fengu þau líka ofurlítið fleira.
Börnin hlusta hugfanginn, er ævintýra-
skáldið góða, H. C. Andersen,
segir þeim sögur.
Rétt fyrir jólin gerði amma eins vel
hreint í baðstofunni og hún frekast gat,
og hið síðasta, sem hún gerði á aðfanga-
daginn var að þvo börnunum um höf-
uðið. — Stundum voru krakkarnir hálf
óþæg og vildu ekki láta þvo sér um höf-
uðið. Þá sagði amma þeim, að það
kæmu fallegar gullnálar í hárið þeirra,
þegar búið væri að þvo það, og þá
vildu börnin láta þvo sér um höfuðið til
þess að þau fengju gullnálar í hárið.
Þessar gullnálar, sem amma talaði um,
voru auðvitað sum hárin, sem glóðu
eins og gull á Ijóshærðu glókollunum,
þegar hárið var orðið vel hreint.
Svo kom afi inn frá gegningum. —
Hann hafði fataskipti og þvoði sér, og
nú var öll fjölskyldan búin að þvo sér
og klæðast beztu fötum sínum. Öll fjöl-
skyldan settist svo á rúmin og afi tók
fram stóra bók og las í henni um Jesú-
barnið, sem fæddist á jólunum og var
lagt í jötu í fjárhúsi, af því að móðir
þess gat ekki fengið aðra gistingu. —
Hann las einnig um vitringana, er sáu
stóru fallegu stjörnuna, er vísaði þeim
á fæðingarstað jólabarnsins. Og þar var
líka sagt frá fjárhirðunum, sem heyrðu
englasöng, og englarhir sögðu þeim
hvar jólabarnið væri.
Þegar afi var búinn að lesa, þá sungu
þau, afi og amma jólasálm, og börnin
reyndu að syngja líka. Þannig varð að
fagna jólunum, áður en hugsað var um
mat og jólagjafir, en svo kom líka fögn-
uðurinn. Nú voru teknar fram allar
jólagjafirnar, sokkarnir, skórnir, vettl-
ingarnir og ílepparnir. Og svo fengu
þau sitt kertið hvert, en kertastjakarnir
voru ekki annað en lítil fjöl. I annan
enda fjalarinnar var borað gat fyrir
kertið, hinn endinn var tálgaður mjór
og honum svo stungið inn í vegginn hjá
rúmum barnanna. Börnin fengu ýmsar
sætar kökur, lummur, pönnukökur,
kleinur, laufabrauð, jólabrauð og fleira.
Svo fengu þau hangikjöt, nokkuð af
bringukolli, magáli, sneið af súrsuðum
lundabagga og fleira þess háttar, einnig
flatbrauð og pottbrauð og smjörsneið.
Allt þetta fengu þau venjulega í ofur-
lítinn kassa, sem hvert þeirra átti út af
fyrir sig. Þetta gátu þau átt til margra
daga og var það ekki lítill fengur, því að
þau voru ekki ævinlega vel södd.
Með sætabrauðinu fengu þau súkku-
laði. Og hvernig haldið þið svo að hafi
legið á börnunum hjá afa og ömmu,
þegar þau voru búin að fá þessar jóla-
gjafir, sem allar voru þó heima unnar,
súkkulaði, kökurnar, allan matinn og
kertin, og búið var að kveikja á þeim
og koma þeim fyrir hjá rúmum barn-
anna. Þá fannst börnunum torfbað-
stofan vera orðin dýrðleg höll, þar var
bjart og hlýtt, þeim fannst þau vera
rík, og þau ljómuðu af fögnuði og gleði.
Og ánægja barnanna gerðu afa og
ömmu líka hamingjusöm.
Hvernig haldið þið nú að þessum
börnum hefði geðjast að því að vera
hér í þessari stofu, sem er björt og
skrautleg, og að fá allar gjafirnar, sem
þið eruð búin að fá? Þeim hefði fundizt
þau vera komin í aðra veröld, haldið
líklega að þau væru komin til himna.
Börnin í litlu torfbaðstofunni hjá afa
og ömmu voru glöð og sæl af því að
þau voru þakklát fyrir allt, sem þau
fengu, og nú skulið þið kyssa mömmu
og pabba fyrir allar jólagjafirnar, og
þakka Guði fyrir blessuð jólin og miklu
jólagjöfina hans — Jesúbarnið, sem
kenndi mönnunum bezt að vera góðir
við börnin og fara vel með þau. Og
svo skulið þið vera glöð og kát og góð
börn.
GLEÐILEG JÓL!