Eining - 01.12.1953, Side 4

Eining - 01.12.1953, Side 4
4 EINING Vícjd Vatíbwcf félags- og æskulýðsheimili templara á Akureyri Utdráttur úr rœðu Eiríks Sigurðssonar, yfirkennara. Hann er formaSur hússtjórnar félagsheimilisins, og œSstitemplar Umdœmisstúku NorSurlands. Eitt af þeim skáldverkum, sem líta má í Listasafni Einars Jónssonar, er myndin ,,Sindur“. Hún er stórfenglegt listaverk um smiðinn, sem kveikir fyrsta lífsneista mannlegrar veru, og neist- arnir sindra út um umhverfið. Og þessi fyrsti lífsneisti kviknar í brjósti mann- verunnar, sem verið er að skapa. — Annars skal ekki lengra farið út í skýr- ingu á þessu fagra listaverki, því að sjálfsagt má finna margar skýringar á því eins og öllum skáldskap. En mér er þessi lífsneisti tákn þess guðdómsneista, sem falinn er í hverri mannssál. Hjá sumum er hann bjart- ur og skær, hjá öðrum er hann alger- lega falinn, af því að ekkert er að hon- um hlúð. Það er vilji þess félagsskapar, sem er að hefja starf sitt í þessu húsi að hlúa að þessum neista hjá unga fólk- inu í bænum, og fjarlægja ýmsar óholl- ar venjur, er skyggja á hann. Og því vilja þau taka sér í munn orð skáldsins og templarans Guðmundar Magnússon- ar og beina þeim ti! æsku bæjarins: ,,Því gæt þess vel, sem göfgast hjá þér finnst og glæddu vel þann neista, sem liggur innst. Tilgangur Góðtemplarareglunnar með væntanlegri starfsemi sinni hér er sá að hæta bæjarlífið, göfga skemmt- analífið, gefa æskunni verkefni í tóm- stundum hennar og forða henni frá af- leiðingum áfengra drykkja. Hvernig þetta tekst, verður reynslan ein að skera úr . . . Með styttingu vinnutímans í 8 stund- ir, hafa tómstundir unga fólksins aukizt að mun. Það er mikill vandi að verja tómstundunum vel. Oft hefur það úr- slitaáhrif um það, hvað úr mönnum verður. Ekki eru þær öllum til blessun- ar. Sumir verja þeim sér til aukins þroska en aðrir til tjóns. Margir mæta illa fyrirkallaðir til starfs á mánudög- um, af því að helginni var varið við vín- drykkju og svall. Hjá frændþjóðum okkar á Norður- löndum hafa verið gerðar ýmsar ráð- stafanir bæði af félagssamtökum og því opinbera til að veita unglingunum holla tómstundaiðju og kenna þeim að verja tómstundunum vel. Auk skólanna hafa verið stofnsett tómstundaheimili með fjölbreyttri starfsemi. Allt kostar þetta bæði fé og fyrirhöfn, en þar er litið svo á að þetta sé þjóðfélagsleg nauðsyn. — Þetta hlutverk vill Reglan rækja hér á Akureyri svo sem hún hefur getu til. I Svíþjóð hafa farið fram ýmsar vís- indalegar athuganir á áfengisvenjum. Meðal annars hefur þar starfað nefnd, sem birt hefur margt athyglisvert í þessu efni. Einkum viðvíkjandi æsku- lýðnum. Hún hefur meðal annars kom- ist að þeirri niðurstöðu, að unglingar frá bindindisheimilum séu hlutfallslega fleiri bindindismenn en frá öðrum heim- ilum. Hún hefur einnig skýrt frá, að hlutfallslega séu fleiri unglingar bind- indissamir, sem séu í einhverjum menn- ingarfélögum, íþróttafélögum og ýms- um æskulýðsfélögum, en hinir. Þetta er athyglisvert. Það sýnir, að því betri menningarskilyrði, sem æskan fær, því bindindissamari verður hún, og um leið betri þjóðfélagsborgarar. Þetta meðal annars bendir til, að bindindissamtökin hér séu að stíga rétt spor með því starfi, sem hér er að hefjast. Skal nú skýrt frá í fáum orðum, hvernig æskulýðsstarfið hér er fyrirhug- að í vetur. Segja má, að það verði í fjórum þáttum: Almennir fundir, handa- vinnunámskeið, lestrarstofa og leik- stofur. Almennir fundir fyrir ungt fólk eru fyrirhugaðir við og við með ávörpum, kvikmyndum og söng. Væntanlega verða þessir fundir í sambandi við aðra æskulýðsstarfsemí. í fyrra vetur hafði Reglan tvö út- skurðarnámskeið. Þau voru vel sótt og mjög vinsæl. Fyrirhugað er að halda þeirri starfsemi áfram og bæta við fleiri starfsgreinum. M. a. hefur verið rætt um námsskeið í bastvinnu, og fleira hefur komið til greina. Það mun bráð- lega verða hér námskeið í þjóðdönsum undir stjórn Hermanns Sigtryggssonar. I lestrarstofunni verða ýmsar bækur, blöð og tímarit. Hafa nokkur bókafor- lög gefið safninu forlagsbækur sínar og fleiri munu ókomnar. Má þar nefna barnablaðið Æskuna, Þorstein M. Jóns- son, Árna Bjarnason og Mál og menn- ingu. M. a. hefur þessu bókasafni bor- izt 35 bækur í bandi að gjöf frá Krist- jáni S. Sigurðssyni, kirkjuverði. Flyt eg öllum gefendum beztu þakkir. Þá er til ofurlítill vísir að bindindisbóka- safni. Æskilegt væri, ef hægt reyndist að koma upp einhverjum lesflokkum í sambandi við lestrarstofuna. I leikstofunum verða ýms leiktæki til dægradvalar t. d. borðtennis, knattborð, bob ásamt smærri leikföngum. — Þar verða einnig manntöfl. Er knattborðið nýtt. Og þó að þessi skemmtilegi leikur hafi oft verið misnotaður í þágu gróða- fíknar, væntum við að hann verði til ánægjuauka hér í heimilinu, enda verð- ur hér ekki spilað um peninga. Þá er borðtennis eins og kunnugt er mjög skemtileg íþrótt. Lestrarstofan og leikstofurnar verða væntanlega opnar frá 5—7 og 8—10 vissa daga vikunnar. Sérstakir aðgöngu- miðar gilda að þeim Þá er í undirbúningi að koma upp vasagólfi hér á lóðinni fyrir vestan. — Ekki reyndist unnt að útvega áhöld til þess í sumar, en væntanlega getur það tekið til starfa næsta sumar. — Hefur þetta reynzt vinsæl íþrótt í Reykjavík. Eins og kunnugt er hefur þetta hús verið aðalskemmtistaður bæjarins. Mikið hefur verið um það spurt undanfarið, hvort almennar skemmtanir hér munu

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.