Eining - 01.12.1953, Side 5
EINING
5
með öllu leggjast niður. En svo er ekki.
Gerð verður tilraun með að halda hér
uppi almennum skemmtunum, þar sem
áfengið er útilokað. Reynslan verður að
skera úr, hvernig það tekst. Um það
skal engu spáð á þessu stigi málsins.
En skemmtiklúbbur templara, sem starf-
aði hér í fyrra við vaxandi vinsældir mun
starfa áfram í vetur.
Mikið er talað um áfengisnautn í
sambandi við skemmtanalífið. Talið er,
að aldrei hafi ungt fólk hér á landi
hneigzt eins mikið til áfengisnautnar og
þessi síðustu ár. Þetta er ískyggileg
staðreynd. — Skemmtanalífið er sjúkt
og hefur á sér ómenningarbrag. Það er
mikilvægt menningarmál, ef hægt er
að breyta skemmtanalífinu og fá fólkið
til að skemmta sér án áfengis. — Það er
þetta, sem reynt verður hér.
Aður en ég lýk máli mínu, vil ég
ekki láta hjá líða að flytja fyrri eigend-
um hússins, þeim Erik Kondrup og Jóni
Þorsteinssyni, beztu þakkir fyrir frá-
bæra lipurð í öllum þessum samskipt-
um. Svo og öðrum þeim, sem greitt
hafa fyrir okkur við kaup á þessu húsi.
Akureyri er vagga Góðtemplararegl-
unnar á Islandi. Hér var fyrsta íslenzka
góðtemplarastúkan, ísafold nr. 1, stofn-
uð 10. jan. 1884. Eftir rétta þrjá mán-
uði á Góðtemplarareglan 70 ára af-
mæli. Ymis merk spor eru hér í bæn-
um eftir þessa starfsemi í 70 ár, og öll
hefur þessi starfsemi miðað að því að
lyfta félagsmálum bæjarbúa á hærra
stig. Templarar byggðu Samkomuhús
bæjarins af miklum stórhug 1906 og
síðar Skjaldborg 1925. Og nú hafa
templarar keypt þetta stórhýsi og sýnt
með því, að enn ríkir framfarahugur og
bjartsýni innan Reglunnar. — Enn vill
Reglan hafa sem víðtækust menningar-
leg áhrif á bæjarlífið. Og sannarlega eru
miklir möguleikar hér fyrir hendi.
íslenzk æska í dag hefur fengið betri
menntun og frjálslegra uppeldi en eldri
kynslóðir. Hún hefur alizt upp við til-
tölulega góð efnaleg skilyrði En hún
hefur alizt upp á umbrotatímum, sem
siðvenjur tveggja heimsstyrjalda hafa
mótað. — Það er hennar veikleiki. —
Efniviður hennar er góður, — já, mjög
góður. Ef við aðeins erum færir um að
skapa henni venjur, sem lyfta henni til
andlegs þroska, en draga hug hennar
frá skaðlegum nautnum. Þá mun hún
eflaust reynast vel fær um að taka við
stjórn landsins af þeirri kynslóð, sem nú
er miðaldra. — Og það er skylda þeirra
fullorðnu að vinna að því að svo verði.
Hús þetta, sem hingað til hefur heit-
ið Hótel Norðurland, skal frá þessum
degi heita: Varðborg, félags- og cssku-
lý&sheimili templara. — í dag hefur
Góðtemplarareglan tekið sér hér varð-
stöðu. Hér vill hún standa á verði um
hollar lífsvenjur æskunnar í bænum og
heilbrigt skemmtanalíf. Sennilega verð-
ur stundum stormasamt á þessari varð-
stöðu, en hjá því verður ekki komizt.
r—————————————
ÆSKULÝÐSÞÁTTUR
Æskumönnum er tamara árce&i en
gœtni, en kapp er bezt me& forsjá, segir
fornt heilrcsSi.
Ekki er allt sem sýnist. Sá er ekki
alltaf beztur vinur og farscslastur félagi,
sem brosir blíðast.
,,Sá er vinur, sem í raun reynist“.
,,Oft er flagð undir fögru skinni og
dyggð undir dökkum hárum“.
,,Eins og gullhringur í svínstrýni, svo
er frí& kona, sem enga siSprý&i kann“.
Orðskv.
Gullið þolir eldraunina, en óekta
gyllingin og útvortis skrautið svíkur“.
Gerfisnyrtingin kemur helzt í sta&inn
fyrir hina sönnu og djúpstœ&u fegurð,
prjál í sta&inn fyrir manndóm.
Sérhver ung stúlka, sem er prúð, lát-
laus og elskuleg, þrifalega og snotur-
lega búin, mun bera sigur af hólmi í
samkeppni . við . sérhverja . skartgefna
tildurdrós.
Skart y&ar sé ekki ytra skart, me&
því . . . a& hengja á sig gullskraut e&a
klœ&ast vi&hafnarbúningi, heldur sé þa&
hinn huldi maður hjartans í óforgengi-
legum búningi hógvœrs og kyrrláts
anda, sem dýrmcetur er í augum Gu&s.
Þannig skreyttu sig forðum hinar
heilögu konur. 1. Péturs bréf.
Að ver&a betri, réttlátari, sterkari, í
þessu er öll framför falin, sem er eftir-
sóknarverð. Wagner — Manndáð.
Gott mannorð er dýrmcetara en mikill
au&ur, vinsceld er betri en silfur og gull.
Hygginn þrcell ver&ur drotnari yfir
spilltum syni.
Sá, sem ávítar mann, mun á síðan
ö&last meiri hylli heldur en tungumjúk-
ur smja&rari.
Sá, sem dylur yfirsjónir sínar, ver&ur
ekki lángefinn.
Sá, sem breiðir yfir bresti, eflir kcer-
leika. Orðskv.
Drengir heita vaskir menn og batn-
andi. Snorri-
Amerískur Rhodes-stúdent í Oxford
var spur&ur um þa&, hvað honum þœtti
merkilegast í háskólalífi Englendinga.
Hann svara&i: ,,Það þykir mér merki-
legast, a& hér eru þrjú þúsund ungir
menn, er hver og einn kysi heldur að
tapa leik en leika ódrengilega“.
G. F. Islendingar.
Ef börn og unglingar geta lcert a&
sýna slíkan drengskap í leik, hvar sem
er og hvernig sem á stendur, þá eru
mestar líkur til a& drengskapurinn prý&i
þá einnig, þegar út í alvöru lífsins kem-
ur, hvort heldur er í þjónustu, embcett-
isstörfum, vi&skiptum, við algenga vinnu
og í allri sambúð við menn.
Aðeins slíkum ceskumönnum er trú-
andi fyrir dýrmcetum arfi fe&ranna.
— Allar umbótahugsjónir hljóta ein-
hvern mótvind. — En það er ósk mín
ídag, að sú starfsemi, sem hér fer fram
megi verða bænum okkar til heilla og
blessunar, og Góðtemplarareglunni til
gæfu. — Eins og neistarnir hrukku
víða undan hamri smiðsins á myndinni
,,Sindur“, eins óska ég þess fyrir hönd
þessarar stofnunar, að héðan úr Varð-
borg megi berast neistar frá starfi Regl-
unnar út um þennan bæ, sem fela í sér
heilbrigða manngildishugsjón hennar.
— Guð blessi Varðborg, félags- og
æskulýðsheimili templara og það starf,
sem hér verður unnið. — Guð blessi
bæinn okkar, Akureyri, í nútíð og fram-
tíð. — Eiríkur Sigur&sson.
Ræðiuneim
Abraham Lincoln á að hafa sagt: „Mér
geðjast lítt að kemdum og stroknum ræðu-
mönnum. Þegar eg hlusta á ræðumann, vil
eg helzt að hann hafizt að, eins og hann
væri að berja frá sér bíflugnasverm á alla
vegu“.
Óvíst er að öllum íslendingum geðjist
slíkt handapat ræðumanna.
Hálfa vitið
Margt er þjó&a starf og strit.
Stundum reynslan dýrt er keypt.
Heimsins barna hálfa vit
heilli veröld getur steypt.
Lávaxin mikilmeimi
Hinn frægi herforingi Englendinga,
Nelson, var aðeins 5 fet og 4 þumlung-
ar á hæð, sömuleiðis Beethoven. — En
heimsspekingurinn Immanuel Kant og
skáldið John Keats voru báðir aðeins
5 fet. Heilagur Francis Xavier var ekki
nema 4 fet og 6 þumlungar. Og þá er
það alkunna að Napóleon mikli var
mjög lágvaxinn, þótt honum hlotnaðist
nafnbótin mikli
Ef allt hernaðarbrölt hans og allt það
blóð, sem rann hans vegna, hefur átt
að bæta honum upp það, er á vantaði
líkamshæðina, þá voru það dýrir þuml-
ungar, sem lífinu hafði láðzt að bæta
við hæð hans.
Heimurinn má vara sig á lágvöxnum
mönnum. Þeir tylla sér stundum full-
mikið á tá.