Eining - 01.12.1953, Page 6

Eining - 01.12.1953, Page 6
6 EINING Myndin til vinstri er frá Amsterdam, en lún frá Rotterdam, og sést þar hin mikla brú yfir ána Maas P ctrióarfor 'ft VI. í litlu mánaðarblaði eins og Einingu, verður að skipta rúminu bróðurlega og eftir ástæðum á milli ýmislegs efnis, er sækir að. í febrúarblaðinu 1953 lof- aði eg framhaldi á greinarstúfum um Parísarför mína. Lítið var reyndar eftir, en áður en því yrði lokið, vildi eg að samferðamaður minn, Brynleifur Tobias- son, yfirkennari, legði nokkuð til sög- unnar og skrifaði eina eða tvær greinar um áfengismálaþingið sjálft. I marz- hefti blaðsins birtist svo ritgerð Brjm- leifs, en einnig var þar lofað framhaldi, og það mun koma á sínum tíma. Allt frá vormánuðunum og fram á haust varð blaðið að fórna 19. norræna bind- indisþinginu allmiklu rúmi, og varð því framhald á Parísarförinni að bíða. — Með nokkrum línum vil eg þá slá botn- inn í minn þátt frásagnarinnar. Síðustu nóttina í París dreymdi mig mikinn snjó. Fyrir hverju getur snjór- inn verið, hugsaði eg, er eg vaknaði. Mig dreymir ávallt hey fyrir snjó, en fyrir hverju skyldi snjórinn vera. Þegar við ókum í eimreiðinni út úr borginni árla dags, byrgði öskugrá þoka alla útsýn. Þótti mér þetta skaði að geta ekki séð neitt af nágrenni borgarinnar, en þar rættist draumurinn um snjóinn. Fljótt birti þó, er kom fram á morgun- inn og nú lá leið okkar um frjósöm lönd og fagrar borgir, yfir Belgíu, Holland, Þýzkaland til Danmerkur. I Amsterdam höfðum við ofurlitla viðdvöl, en hún hefði gjarnan mátt vera lengri. Þar kunni eg vel við mig og hefði gjarnan viljað skoða borgina eitthvað að ráði. Við fórum þó hraðferð um sund- in með ofurlítilli listisnekkju, og fórum undir margar brýr. Þær skipta hundr- uðum. — Það er engu líkara en að borgin sé byggð úti í sjónum. Þar sem við gistum var húsráðandi hótelsins hinn liprasti maður. Hann tal- aði ágætlega ensku og ýms önnur tungu- mál, hafði verið mörg ár í Indónesíu. Hann gat skipt við okkur peningum á alla vegu, og var mjög auðvelt að fá hjá honum alla fyrirgreiðslu. Ferðamenn eru forvitnir og vilja sjá sem flest og kynnast lífi manna þar sem leið þeirra liggur. Um kvöldið stungu dönsku samferðamennirnir upp á því, að við gengjum þar um sérstaka götu. Eg skildi strax, að þar mundi lífið vera eitthvað frábrugðið hinu venjulega. — Gatan var illa lýst, en víða stóðu opnir gluggar og sást vel inn í vistlegar stof- ur, og var þar fremur rómantísk birta. Við gluggana, eða því sem næst í glugg- unum, sátu mjög léttklæddar dömur og biðu þess að fá herraheimsókn. Stúlku- kindurnar litu mjög sæmilega út og inni hjá þeim var að sjá vistlegt. Það hefur hver sína aðferð, veiðimaðurinn beitir öngul sinn, og þessi stétt kvenna kann sína veiðimennsku. En eins og oftar á hálum brautum heimsins, eru bindindis- menn, sem um þessa götu leggja leið sína, sjálfsagt öruggari og betur settir en hinir, því að samferðamenn mínir þóttust vita það, að dömur þessar tækju helzt ekki á móti sveini, er hefði ekki með sér einhverja hressingu. — Biðin er sjálfsagt stundum daufleg og þreyt- andi. Á skömmum tíma hefur Holland orðið fyrir þremur miklum áföllum. Það fékk sinn skerf af ógnum styrjaldarinn- ar. Voru það ekki 30 þúsundir manna, sem fórust í einni flugvélaárás á Rotter- dam, aðallega í einu borgarhverfi? — Og allir muna flóðin í fyrra vetur. En þriðja áfallið í kjölfar stríðsins var þó sennilega langþyngst á metunum. ,,Við vorum rík, en erum nú fáæk þjóð“, sagði hollenzk dama, er sat á móti mér í vagni eimreiðarinnar. Ef Danir sáu eftir spæni úr askinum sínum, ekki stærri en íslandi, er auðskilið, hvílíkt áfall það var Hollendingum að missa Indónesíu. Við höfum oft heyrt þetta nafn síð- ustu árin, en hvað er Indónesía? Sjötta fjölmennasta ríki veraldar. Þar eru um 80 milljónir manna á eyjaröð, sem nær frá Sumatra og langt austur undir Ástralíu, næstum 4000 kílómetra lengd. Á Jövu einni eru um 60 milljónir, eða 1000 íbúar á hverri fermílu. Frá þessum eyjum fengu Niðurlönd einn sjötta tekna sinna fyrir síðari heimsstyrjöldina, segir í ritgerð um Indónesíu, í Reader’s Digest, ágúst 1953. Eyríki þetta framleiddi þá 40% af gúmframleiðslu heimsins, fjórða hluta af tinframleiðslu heimsins, fimmta hluta teframleiðslunnar, töluvert magn af olíu, og nóg handa öllum að bíta og brenna, þrátt fyrir gífurlega mannfjölgun. — Á Jövu fjölgaði fólkinu úr 10 milljónum (1870) í 48 milljónir 1940. Niðurlönd fleyttu rjómann, en gleymdu að mennta þjóð Indónesíu. — Aðeins 10% var læst og skrifandi, og ef einhver vogaði sér að benda á, að fullur magi væri ekki nóg, var hann tekinn fastur, og vildu menn ekki lúta stjórn, voru þeir fangelsaðir. Svo kom dagur reikningsskilanna. Árið 1940 tóku Þjóðverjar Niðurlönd, Indónesía fékk að ráða sér sjálf um stund, en 1942 komu Japanir til Eyjanna, og Indónesíu- búar fögnuðu þeim. Þá komu fram leið- togar úr útlegð og fangelsum. Það var blandaður kór: miðaldra verkfræðingur, Sukaro að nafni, lágvaxinn heldri mað- ur frá Sumatra, Shahrir, er hafði setið í fangelsum þriðja hluta 33 ára ævi sinnar. Hinn þriðji var hagfræðingur af hollenzkri menntun. Sá hét eða heitir Mohammed Hatta. Hinn fjórði, segir Reader’s Digest, var gáfaður Biblíu- hestur að nafni Amir Sharifuddin. Verkfræðingurinn Sukaro útnefndi sig sem forseta Indónesíu lýðveldisins og lýsti yfir sjálfstæði þess tveim dögum eftir að Japanir gáfust upp. Hatta var varaforseti. Nú færðust í aukana sam- tök óaldarlýðs, er kallaði sig Darul

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.