Eining - 01.12.1953, Qupperneq 10
10
EINING
Aflmeiri en vetnissprengjan
Eftir Eddie Cantor.
Sennilega þarf ekki að kynna yngri kyn-
slóðinni höfund eftirfarandi greinarkorns.
Hann er einn hinna björtu stjarna í heimi
leiklistarinnar, sem hefur ljómað árum
saman á Breiðgötu New York borgar, í
Hollywood, í útvarpi og sjónvarpi. Helzt
mundum við kalla hann gamanleikara, en
hann hrífur menn jafnt, er hann flytur
mál sitt á prenti og í ræðu. Hann er allra
manna fyrstur til hjálpar nauðstöddum,
og hefur safnað kvart milljarð dollara til
góðgerðastarfsemi, segir Reader’s Digest,
er flytur í septemberheftinu 1953 eftirfar-
andi grein hans:
„Útslitnasta orðið í Bandaríkjunum
er öryggi. Fjárhagslegt öryggi, sálfræði-
légt öryggi, og þjóðar öryggi. Það er
orðið orð, sem skelfir. Aðeins að heyra
það rekur okkur æðisgengin út í öryggis-
leysi, út í óskaplega kappleit að nýjum
ráðum til þess að höndla lykil hamingj-
unnar.
Hvern dag hrópa yfirskriftir dagblað-
anna um ný öryggistæki: jet-flugvél,
sjálfstýrð flugskeyti, atómsprengjuna og
hið enn skæðara eyðileggingartæki,
vetnissprengjuna.
En máttugari en allt þetta saman-
lagt er kraftur bænarinnar. Hann fram-
kallar ef til vill ekki stærstu yfirskrift-
irnar í heimsblöðunum, en hann er samt
hið einasta fullkomna öryggi og leiðar-
ljós mannkynsins.
Mér hefur ávallt verið kunnugt um
kraft bænarinnar, allt frá þeim árum,
er eg sem barn átti heima í neðri austur-
hluta New York borgar og rétttrúuð
amma mín bað þess, að þessi litli hor-
aði og úteygði snáði fengi að tóra, þótt
hann skorti nægilegt fæði, nægileg föt,
hreint loft og heilsuvernd. Eg er sann-
færður um, að sigur fyrstu ára lífs-
baráttu minnar var unnin fyrir um-
hyggju Esterar ömmu minnar, og eina
vopnið, sem hún hafði gegn fátæktinni,
var bænin.
I heimi leiklistarinnar er talað um
mig sem hinn ,,einstaka“, — einþætt-
ung. Þetta er ekki rétt. Eg hef aldrei
verið einn. Bænin hefur verið félagi
og förunautur minn. Við höfðum leiðzt
hönd í hönd hvert eitt fótmál vegferð-
arinnar. Með árunum kom svo öryggið
í öllum myndum — frægð, fjölskylda,
álit og peningar.
Mér er minnisstæður morguninn, er
innrásin var gerð í Normandí 1944. Á
leið minni frá hótelinu í New York til
æfingar var eg næstum troðinn undir
af mannfjöldanum, sem streymdi til St.
Patrik’s Cathedral (kirkju hins heilaga
Patriks). Einhver ómótstæðileg áhrif
rifu mig með straumnum. 1 kirkjunni
voru mörg hundruð, sem ekki tilheyrðu
hinum kaþólska söfnuði. Þeim var ekki
kunnugt messuformið, en undu sér allir
vel í húsi drottins. Við báðum, allir sem
einn maður, og þrátt fyrir óvissuna
framundan, kom undursamleg ró og
friður yfir hinn biðjandi söfnuð. Við
vissum, að fram undan var ægilegur
hildarleikur, en friður og öryggi gagn-
tók okkur, og við vorum viss um sigur-
inn.
Hvenær sem eg minnist þessa morg-
uns, verður mér hugsað til Föður Peyton
í Los Angeles. Það var hann, sem bjó
til orðtakið: ,,Sú fjölskylda, sem biður
saman, unir saman (Family that prays
together stays together!). (Betri þýð-
Fallbyssum og byssustingjum
otað að friðarenglinum.
ing á þessum orðum væri: sú fjölskylda,
er sameinast í bæn, sundrast ekki. En
hin þýðingin er þó notuð af ásettu ráði.
Þýðandinn). Þetta varð uppistaða hins
ágæta útvarpsþáttar: ,,fjölskyldu-leik-
húsið“. Það yrði einnig góð uppistaða
í lífi allrar þjóðarinnar, þetta: ,,Sam-
einuð þjóð í bæn, er í sannleika sam-
einuð. Hún sundrast ekki“.
Síðasta sönnun mín um kraft bæn-
arinnar, kom yfir mig í september s. 1.,
er eg varð að leggjast í sjúkrahús, vegna
hjartabilunar. Um stund voru læknarnir
vondaufir, og eg var einnig efabland-
inn.
En þá tóku bréfin og símtölin að
streyma til mín. I Pennsylvaníu gáfu
143 menn, konur og karlar, blóð í blóð-
banka Rauðakrossins, sem fórn mér til
fulltingis. Mér fannst sem hver dropi
þess blóðs yfirfærast til styrktar mínu
bilaða hjarta. Prestur í Ohio símaði, að
beðið væri fyrir mér og kertaljós hefðu
verið tendruð mér til heilla. Fjölskylda
í Boston gaf peninga til háskóla sem
áheit vegna mín. Allar voru orðsending-
amar um fyrirbænir. Þúsundum saman
skrifuðu menn eða símuðu, og lokaorð
þeirra allra var: ,,Við biðjum fyrir þér,
Eddie“.
Hvert skipti er ný orðsending barst
mér, streymdi til mín nýr kraftur. Ótt-
inn hvarf. Oryggistilfinningin kom
aftur. Eg var sannfærður um batann.
Kraftur bænarinnar var að verki.
Bænalífið er hið eina fullkomna ör-
yggi. Eisenhower forseti, maður þjálf-
aður í hernaði, er fyrstur manna til þess
að kveða upp úr á meðal okkar um
þetta, að sameinuð þjóð í bænaiðju,
mundi verða aðnjótandi þess yfirgnæf-
andi kraftar og öryggis, sem engin eyði-
leggingartæki, gerð af mannahöndum,
fengju yfirbugað.
Hættið að fálma eftir svikulu öryggi.
Hið óbrigðula öryggi verður okkar, ef
við aðeins göngum hvert fótmál í bænar-
hug“.
Þannig er vitnisburður þessa merka
gamanleikara. Ungmenni safna mynd-
um af frægum leikurum, en þenna
vitnisburð gamanleikarans ættu æsku-
menn, og hinir eldri einnig, að gaum-
gæfa á vegferð sinni.
Fávíslegt áfengisnöldur
í erlendu riti, sem heitir The Inter-
national Record, og safnar upplýsing-
um um bindindis- og áfengismál um
allan heim, segir í síðasta blaði þess:
„Síðastliðin fimm ár hefur áfengis-
neyzla á íslandi minkað úr 2 lítrum á
mann í 1,39. (Hér er átt við 100%
áfengi). Þannig er þetta norðlæga ey-
land orðið bindindissamasta land álf-
unnar“.
Þetta er sem betur fer satt. Það er
minna drukkið á íslandi en hjá nokk-
urri annarri menningarþjóð, sem verzl-
ar með áfengi. — Þetta er samkvæmt
skýrslu Áfengisverzlunar ríkisins.
Svo eru einstöku menn að nöldra og
jagast á því seint og snemma, hve ferða-
menn eigi erfitt með að ná sér hér í
,,hressingu“. Þá er látið skína í það, að
okkur skorti einhverja „áfengismenn-
ingu“ annarra þjóða.
Vilja ekki þeir góðu hálsar, sem seint
og snemma staglast á þessu, vera svo
góðir og stinga höfðinu út um gluggann
og litast um hjá öðrum þjóðum. — Það
er argasta slúður, blekking og ósann-
indi, að nokkur þjóð eigi til það, sem
kallast gæti áfengis-,,menning“. Þeir
sem stöðugt halda slíku fram, gera ekki
annað en auglýsa fáfræði sína í þessum
efnum og smásálarlega keypa óþægra
krakka.
Þá ættu menn ekki að gleyma, hversu
ægilegum slysum um allan heim þessar
,,hresingar“ valda oft, sem áfengisrellu-
skjóðurnar stöðugt nöldra um. Það er
óskiljanlegt ábyrgðarleysi að vilja greiða
götu áfengisins til manna.