Eining - 01.12.1953, Síða 11
EINING
11
Upphaf og aflgjafi
bindindishreyfingarinnar
„Heiðra föður þinn og móður þína,
svo að þú verðir langlífur í því landi,
sem drottinn, Guð þinn, gefur þér“.
Þannig er hið fagra boðorð fyrirheits-
ins. Sá maður er á ógæfubraut og úr-
kynjun ofurseldur, sem gleymir uppruna
sínum og afrækir foreldra sína og
fósturjörð.
Fagnaðarerindi Jesú Krists gaf mann-
inum trúna á Guð sem kærleiksríkan
föður allra manna, af öllum þjóðum,
litarháttum og tungum, trúna á sam-
félag heilagra og bræðralag allra
manna,, trúna á einstaklinginn, eilíft
gildi hans og þroskahæfileika, trúna á
mikinn tilgang lífsins og eilíft líf.
Þessi fagnaðarríka og máttuga lífs-
skoðun og trú er móðir allra mannrétt-
inda, siðbóta, framfara og menningar í
hinum kristna mannheimi, og bindindis-
hreyfingin er aðeins eitt þroskavænlegt
afkvæmi hennar. Hún er móðir þess
mannúðarverks, eins og annarra líknar-
starfa, frelsishugsjóna og kærleiks-
verka.
,,Til frelsis frelsaði Kristur yður“,
var gleðiboðskapur postulans. Eg má
ekki láta neitt fá vald yfir mér“, segir
þessi sami mikli postuli allra þjóða. ——
Alfrjáls skal maðurinn vera, herra,
drottnari, en ekki þræll. Frjáls í frjáls-
mannlegu stjórnskipulagi, frjáls og rétt-
hár til allra mannréttinda, og frjáls og
Ieystur frá öllum nautnum og venjum,
er undirokar anda mannsins og gerir
manninn að þræli skaðnautnanna og
syndsamlegra lífsvenja.
Bindindishreyfingin stígur vissulega
inn á braut hnignunar og ófarsældar, ef
hún glejmiir hinu andlega foreldri sínu
og afrækir hugsjón hugsjónanna, afl-
gjafann mesta, innspírerandi kraftinn,
er kveikir áhugaeldinn og trúna, sem er
hið eina afl, er brotið getur á bak aftur
alla mótspyrnu, yfirstígið hvers konar
erfiðleika, þolað aðkast og níð, og geng-
ið sigurglöð gegnum ofsóknir og þreng-
ingar. Hin kristna trú er siguraflið, sem
hefur sigrað heiminnn.
Bindindismenn mega aldrei gleyma
því, að bindindið er aðeins ein greinin
á hinu ávaxtaríka tré andans: „Ávöxtur
andans er: kærleiki, gleði, friður, lang-
lyndi, gæzka, góðvild, trúmennska, hóg-
værð, bindindi“.
í þessari dásamlegu upptalningu
höfuðdyggða kristinna manna er bind-
indið talið síðast. Samkvæmt þessu, og
samkvæmt reynslu kynslóðanna, verð-
ur maðurinn að vera siðferðilega þrosk-
aður til þess að geta verið góður bind-
indismaður í orðsins sönnustu og víð-
tækustu merkingu, ekki aðeins bind-
indismaður á áfenga drykki, heldur í
öllu, vera alfrjáls og hafa fullkomið
vald yfir sér. Vonlaust er að nokkur
þjóð geti orðið bindindissöm, nema hún
sé siðferðilega sterk, en siðferðisþrosk-
inn er fæddur og nærður af hinni háleit-
ustu hugsjón mannkynsins, trúnni á Guð
og eilíft líf. „Mannapinn horfði svo upp
í himininn, að hárin hættu að vaxa á
enni hans“, segir hið mikla ljóðskáld
okkar Islendinga, Einar Benediktsson.
Það er þannig hinn himinsækni andi,
sem lyftir jarðarbarninu upp frá dýrs-
eðlinu og gerir hann hluttakandi í guð-
legu eðli. Himnastigi mannanna hefur
alltaf verið þrá þeirra eftir Guði, lífs-
löngunin og „ódáinsvonin“.
En nú er hægt að benda á, að á með-
al okkar hafa verið snjallir menn, mátt-
ugir brautryðjendur í bindindisstarfi,
félags- og menningarmálum, sem hefur
orðið ágengt, þótt þeir hafi talið óþarft
að styðjast við kristinna manna trú, sem
hinn sannasta og raunverulegasta afl-
gjafa. En þessir menn gleyma því ævin-
lega, að þeir eru sjálfir aldir upp í
kristnu þjóðfélagi, eru vaxnir upp úr
merkilegri andlegri og kirkjulegri menn-
ingu, hafa átt trúaða foreldra og drukk-
ið í sig sem börn og unglingar ósjálfrátt
og óafvitandi hinn kristilega lífsanda og
tileinkað sér það siðgæði, sem vissulega
er sprottið upphaflega af guðstrú og
kristindómi. Þessir* sömu menn hafa
hvorki sýnt né sannað, að hægt sé að
ala upp næstu kynslóðir, svo að vel fari,
án allrar guðstrúar og hins kristilega
siðgæðis. I þessu hafa þjóðirnar þegar
rekið sig á hörmulega. Glæpafaraldur,
bindindisleysi, alls konar óregla og sið-
ferðisleg lömun hefur uppskeran orðið
af fráhvarfi þjóðanna frá hinni kristi-
legu trú og lífsskoðun. Og bindindis-
hreyfingin hefur uppskorið hér og þar
dáðleysi og vesaldóm af þessu fráhvarfi
frá móðurfaðminum, hinu andlega for-
eldri sínu.
Það hafa verið menn trúarinnar, sem
fyrr og síðar hafa ráðizt gegn drykkju-
skaparbölinu og hafizt handa til lausn-
ar þjáðum meðbræðrum sínum. Þetta
hefur átt sér stað um öll helztu trúar-
brögð heimsins. í löndum kristinna
manna voru það fyrst og fremst kirkj-
unnarmenn, trúarsterkir menn, sem
hófu bindindisstarfið. Þeir trúðu á mik-
inn tilgang lífsins, og þess vegna brann
áhugaeldurinn í brjóstum þeirra. Þeir
trúðu, ekki aðeins á tímanlega, heldur
og eilífa glötun drykkjumannsins, og
þess vegna var það þeim lífsspursmál
að bjarga honum, og leysa um leið nán-
ustu vandamenn hans frá hörmungum
áfengisbölsins. Þessi trú brautryðjenda
bindindishreyfingarinnar kann að hafa
verið oftrú, hvað áhrærir eilífa glötun,
drykkjumanns, en hvað um það, trú
þeirra var máttug, innspírerandi og frels-
andi. Ekkert annað hefði dugað til þess
að brjóta fyrstu varnir ofurvaldsins, sem
ríkti í skjóli vanþekkingarinnar, undir-
okunar, afvegaleidds almenningsálits
og allsráðandi peningavalds. — Þessir
brautryðjendur, þessir menn andans og
trúarinnar, verða ævinlega í sögu bind-
indishreyfingarinnar hetjurnar, sem
„fyrst hafa strítt yfir veglaust og grýtt“,
og ef við gleymum þeim, svíkjumst um
að Iyfta merkinu í anda þeirra og trú,
þá erum við að tapa, þá erum við að
verða ættlerar, þá erum við að kasta
fyrir borð óskasteininum, er vísar bezt
veginn um völundarhús mannlegrar lífs-
baráttu, vísar veginn til sigurs.
Það voru trúaðir menn, sem flúðu
ófrelsi og andlega kúgun vestur yfir
Atlantshaf og hófu landnám í nýjum
heimi, til þess að geta dýrkað Guð sinn
samkvæmt sannfæringu sinni og notið
frelsis og mannréttinda. Það voru þessir
menn, sem gerðust brautryðjendur í
frelsisbaráttu þjóðanna, og þeir sömdu
sín lög og sína stjórnarskrá með hlið-
sjón af trúnni á Guð og bræðralag
mannanna. Upp úr þessum jarðvegi óx
einmitt bindindishreyfingin, sem einnig
er frelsishreyfing, og nú í dag eru það
söfnuðir trúaðra í Ameríku, sem bera
fram bindindishugsjónina af miklum
áhuga og krafti. Þeir eru lífið og sálin
í allri bindindisbaráttu þjóðarinnar, öll-
um bindindissamtökunum, bæði á veg-
um safnaðanna og utan þeirra. Þeir
miklu sigrar, sem unnizt hafa þar í landi
á síðari árum í sambandi við áfengis-
löggjöf og héraðabönn á mörgum stöð-
um, eru þessu trúaða fólki fyrst og
fremst að þakka. Þar hefur bindindis-
starfsemin ekki ríkisstyrki. Söfnuðirnir
leggja sjálfir til að allt fjármagn til
starfsins, sem er ekki lítið, og eiga þar
að etja við svo ægilegt áfengisauðmagn,
sem varið getur 100 milljónum dollara
á ári til áfengisauglýsinga í stærstu
blöðum og tímaritum þjóðarinnar, í út-
varpi, í bókmenntum, kvikmyndastarf-
semi, og með öllu móti fyrir augum al-
þjóðar í borgum og byggðum, meðfram
þjóðvegum og hvar sem því verður við-
komið.
Þessi bindindisstarfsemi kristinna
safnaða í Bandaríkjunum, viðheldur og
eflir þróttmikla fræðslustarfsemi, gefur
út mikið af bókum, blöðum og ritum
til framdráttar áhugamáli sínu. Hvergi
í heiminum er áfengisauðmagnið jafn-
voldugt og í Bandaríkjunum, og þýðir
því lítt að sækja fram gegn því í hálf-
velgju og með hálfum hug.
Þjónar kirkjunnar, jafnt á Islandi sem
í hinum Norðurlöndunum, verða að