Eining - 01.12.1953, Page 12

Eining - 01.12.1953, Page 12
12 EINING finna kirkjunni sem flest og stærst raun- hæf úrlausnar- og viðfangsefni. Ekki verður um það deilt, að fátt er ósam- boðnara Kristsfyllingar hugsjón fagn- aðarerindisins, en eymd og niðurlæging drykkjutízkunnar. Fremur en allt ann- að auvirðir hún manninn, afskræmir guðsmyndina í honum og niðurlægir menn til hinnar átakanlegustu eymdar. Hér getur kirkjan því ekki hikað. Heil- huga og af brennandi trú, kærleika og áhuga þurfa allir þjónar kirkjunnar að ganga að verki og setja markið ekki lægra en fullkomna útrýmingu áfengis- neyzlunnar, því að aldrei mega menn gleyma því, að hófdrykkja leiðir til of- drykkju og hófdrykkjan er alltaf undir- staða áfengisbölsins. Hún viðheldur drykkjusiðunum, leiðir unga og óreynda út á hinn hála ís og verður alltaf milljónum manna að falli. Við hana þýðir því ekkert umburðarlyndi. Hún verður að upprætast sem undirrót hins mikla meins. Aðeins þróttmikið siðgæði getur skapað jarðveg fyrir blómlegt bindindis- starf, og aðeins máttug guðshyggja og sannur kristindómur getur skapað þrótt- mikið siðgæði. Hróp hinna miklu vökumanna, spá- mannanna, Jóhannesar skírara, Krists og postula hans, var alltaf þetta: Snúið við. Takið sinnaskiptum. Dýrseðlið er mátt- ugt í manninum, honum hættir því stöð- ugt við að falla frá hinum háleitu hug- sjónum, sem andlegar vakningar birta honum. Afturhaldið er því alltaf hans mikla nauðsyn. Drottinn lífsins ásakar börn sín fyrir það að hafa fyrirlátið sinn fyrri kærleika. Þetta er og synd bind- indishreyfingarinnar, það er fráfall hennar frá hita hins fyrsta kærleika. Til hans þarf hún að snúa aftur. Það vaxa ekki blóm í skrælnuðum eyðimörkum. Allt félagslíf manna verð- ur sem skrælnuð eyðimörk, ef það vökvast ekki af himindögg guðlegra hugsjóna, hugsjóna er vekja fögnuð í sálum manna og kveikja þar þann áhugaeld, sem lætur allt loga glatt í kringum þá. Kirkjan hefur látið alls konar félagsmálastarfsemi þoka sér til hliðar. Einnig hún þarf að snúa við til síns fyrri kærleika og hefja nýja sókn. Ekkert þýðir að kvarta yfir sinnuleysi fólksins, kvarta yfir spilltum tíðaranda og vondum tímum. Þeir menn, sem ætla sér að siðbæta heiminn, mega aldrei bíða þess, að heimurinn verði eins og mjúkur leir í höndum þeirra. — Hinir miklu brautryðjendur mannkynssögunn- ar biðu aldrei hinna góðu tíma. Þeir sóttu ævinlega fram gegn vondum og óhagstæðum tímum. Tugir þúsunda flykkjast um starfs- mannahópa Siðferðisvakningarinnar (MRA) hvar sem þeir koma. Þeim fylgir andi og kraftur og þeir vinna stór- virki, þeir magna menn til dáða og vinna hið dásamlega verk sáttasemjar- ans, og þeir brjóta niður „millivegg- inn“, sem því miður sumar trúarstefn- ur í blindni sinni reyna stöðugt að hressa upp á. Menn þessarar andlegu vakningar ganga að verki fagnandi og sigursælir, og starfshættir þeirra svara til kröfu tímans. Sá sem drottinn sendir spyr aldrei um hagstæða tíma. Spámennirnir þrumuðu yfir fráhvarfi lýðsins, Kristur stóð and- spænis ósveigjanlegum gyðingdómi og krossinum. Hinir fyrstu kristnu sóttu gegn harðsnúnasta heimsveldinu, villi- dýrum þess, báli og brandi. Siðbóta- menn miðaldanna stóðu andspænis rannsóknarréttinum, píningartækj unum og bálinu. Þeir sem boðnir voru komu ekki til hinnar miklu kvöldmáltíðar, Húsbónd- inn bauð þá þjónum sínum að ganga út á götur og stræti borgarinnar, og út á þjóðvegina, og ,,þrýsta“ mönnum til að koma. Þjónar drottins, lærðir og leikir, verða að fara til fólksins, ganga hús úr húsi sem „erindrekar í Krists stað“, er biðja í nafni hans: ,,Látið sætt- ast við Guð“. Þjónar drottins verða að fæða börn inn í guðsríki með miklum harmkvælum. Það kostar sársauka, það kostar erfiði, það kostar Jakobsglímu. Þjónn drottins verður að eyða tvöföld- um tíma til bæna á við þann, er hann ver til ræðugerðar, og fyrir hvert orð er hann flytur, verður hann að lesa hundrað. Ekkert annað en slíkt guðsverk á meðal manna getur skapað frjóan jarð- veg fyrir allt siðbótar- og menningar- starf, og þar á meðal bindindisstarfið. En hverjar eru þá helztu leiðirnar til slíkrar andlegrar endurvakningar. Hér nægir ekki ræðustóll kirkjunnar ein- göngu, ekki heldur útvarpserindi, blöð né tímarit, þótt allt geti þetta hjálpað allverulega. Þessi skilningur á málinu, að andleg menning og guðshyggja sé hinn eini trausti grundvöllur undir allt siðgæði og blessunarríkt menningar- starf, verður að móta lífsskoðun upp- alaranna — skólakennaranna og pró- fessora, og foreldranna. Skólarnir og kirkjan verða að hafa áhrif á heimilin í þessa átt, en þó þyrfti hér ennfremur mjög sérstaka félagsmálastarfsemi. Þar mundi ,,sellu“-fyrirkomulagið orka mestu, ef hægt væri að mynda á mörg- um heimilum í bæjunum samtalshópa, 8 til 10 manna, er kæmu saman tvisvar í mánuði til samtals, lesturs og and- legrar uppbyggingar. Slíkir hópar gætu svo notið leiðsagnar aðstoðarmanna. — Það er menningu þjóðanna lífsspurs- mál, að vekja til lífs þann kristindóm og þá lífsskoðun, er gerir menn strang- heiðarlega, góðviljaða og grandvara í allri breytni, þá gerast þeir og heils- hugar bindindismenn. Allt er þá unnið í einu. Sjálft tréð verður að vera gott, og verða þá ávextirnir góðir. Við slítum okkur út á alls konar fé- lagsstarfsemi, reynum að snúa sem flestum hjólum, erfiðum og þrælum, en náum mjög takmörkuðum árangri, af því að kraftinn vantar, þann anda og kraft, sem gerir alla hluti nýja — endur- nýjar daglega líf manna. Heimurinn er alltaf hinn týndi sonur, sem þarf að hverfa heim til föðurhúsanna, og þetta gildir einnig um bindindishreyfinguna. Okkar stærsta og brýnasta þörf er þrótt- mikið siðgæðislíf, reist á guðshyggju og guðstrú, sem grundvöllur að öllu menn- ingarstarfi, einnig bindindisstarfi og slíku félagslífi. Aðeins trú á mikinn til- gang lífsins, lætur hjörtun brenna og gefur mönnum þann eldlega áhuga, er þarf til þess að vinna glæsilega sigra. Erindi þetta var flutt á norsku, á ein- um deildarfundi norræna bindindisþings- ins í Reykjavík, s. I. sumar. Pétur Sigurðsson. Ranghverfan á Parzsarborg Flestar eða allar stórborgir munu vera líkar manni, sem er prúðbúinn, en bilaður á sál og líkama. París er hin heimsfræga borg fyrir tízkulíf, gleðskap og glæsileik, en dragið silkitj aldið til hliðar, og þá sést ranghverfan, heldur óglæsileg á margan hátt. Samkvæmt því, er norska blaðið, Folket, hefur eftir mjög víðlesnu blaði í Frakklandi, La Croix, eru 150,000 barna í umsjá hins opinbera. Af þess- um eru 33 af hundraði eitthvað biluð siðferðilega. Orsakimar eru vanræksla foreldranna, flökkulíf karlmanna og Iauslæti mæðranna. Gefið er upp, að í París séu 60,000 ungar stúlkur á vaxt- arskeiðinu, sem hafi gefið sig á vald lauslæti. Árið 1930 komu 1489 afbrotamál unglinga fyrir rétt þann í Frakklandi, sem dæmir í glæpamálum æskumanna, en 1944, 1945 og 1946 vom þau ekki færri en 12,826, og 1946 var þessi ískyggilega tala komin upp í 35,000, það ár. Sums staðar við landamærin eru hópar af unglingum, sem stunda leyni- sölu, og í hverri viku eru teknir ungling- ar í París, er félagsbundið stunda inn- brot og rán. Af hverjum 1000 bömum í Frakklandi, hafa 6 komizt undir mannahendur. Um hálf milljón drengja sækir ekki neina skóla. Orsakirnar til þessa ástands eru taldar, eymd og fátækt, gallað uppeldi, óregla foreldranna og lauslæti, atvinnu- leysi, leti, áfengisneyzla og allt þess háttar. Meistarinn talaði eitt sinn um menn- ingu líka kölkuðum gröfum, fagra utan, en fulla rotnun og óhreinindum. Menn- ingu þjóðanna sæmdi betur að tjalda minna útvortis glæsileik, en stunda bet- ur mannræktina, uppeldið og alla að-

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.