Eining - 01.12.1953, Side 15

Eining - 01.12.1953, Side 15
EINING 15 Vtvarpsnmræðnr um Ii rrvrrnd i 11 :i I útvarpsumræðum frá Alþingi um varnarsamninginn voru allir ræðumenn sammála um eitt: þetta, að þjóðinni stafaði margvísleg hætta af hersetunni. Jæja, svo mun það vera, en þá hefur líka hersetan sannfært okkur um eitt, nefnilega það, að menning okkar og þjóðaruppeldi er lélegt. Engum sæmi- lega þroskuðum og siðuðum manni, hvort heldur er karl eða kona, ungur eða gamall, gæti stafað hin minnsta hætta af hersetunni. En við virðumst vera jafn varnarlaus fyrir öllu, bæði fyrir árásum vopnaðra varga, og fyrir óheppilegum áhrifum frá erlendri her- setu okkur til varnar. Raunalegast er, að þær varnir okkar skulu reynast létt- vægar. En við hverju er að búast? Skyldu ekki kvikmyndir af lakari greðinni, glæpa- mannasögur og klámbókmenntir, has- arðblöð, andstyggilegt erlent jazzvæl í útvarpi og fleira þess háttar geta skap- að sæmilega góðan jarðveg fyrir óheppi- legt ástand í sambandi við hersetuna? Allar varnir bila hjá hverri þjóð, sem ekki er búin alvæpni siðgæðisþroskans, jafnvel þótt hermenn hennar séu margir og gráir fyrir járnum. Þetta hefur sagan sannað okkur hvað eftir annað. Ef við höldum áfram að fóðra sálir æskumanna á glæpakvikmyndum, glæparejdurum, klámlesmáli, dönsum, drykkju og drabbi, jazzi og öllu því, sem léttúðin og kæruleysið lifir bezt á, og notum svo andlaust fræðslustagl sem fóðurbætir, þá má búast við alls konar ,,ástandi“, bæði í sambandi við her- setu, löggæzlu og almennt réttarfar í landinu. Eg hlustaði aðeins á fyrri umferð út- varpserindanna um varnarsamninginn. Ekki gat eg varist brosi, er menn fjös- uðu um það, að Bandaríkjamenn högn- uðust á því að vera þvælast hér. Allt má nú bjóða hlustendum. En eitt minnt- ist enginn á í sambandi við allar hætt- urnar, enda sennilega ekki þótt eiga samleið með umræðunum um varnar- samninginn og Keflavíkurflugvöll, en það er flugvöllurinn í Reykjavík. Vissu- lega er það eitt mesta undrunarefni, að Reykvíkingar skulu vera svo sljóvir að umbera þann flugvöll og eiga yfir höfði sér þá hættu, sem bænum stafar af hon- um, auk þess, sem hann er og hneyksli á friðartímum, stór flugvöllur næstum í miðjum bænum. Það er fleira matur en það, sem flokkspólitíkin lifir á. P. S. GJafú* og greiðsla til blaðsins Einar Erlendsson, Vík, Mýrdal, 100 kr.. Páll Christiansen, Patreksfirði, 100 kr. Séra Jóhann Briem, Melstað, 100 kr. Sig- dór V. Brekkan, Neskaupstað, Norðfirði, 50 kr. Atli Baldvinsson, Hveravöllum, S.- Þing., 50 kr. — Beztu þakkir. P. S. Bindindismðnnum f jölgar í Stór- þingi Norðmnnna, ekki svo á Alþingi Islendinga Við síðustu kosningar í Noregi fjölgaði bindindismönnum í Stórþinginu úr 42 í 49. Þannig er þróunin hjá þeim, en því miður er meinþróun í þessum efnum á Al- þingi okkar íslendinga. Sagt er að stuðn- ingsmönnum bindindismálsins hafi heldur fækkað á Alþingi við síðustu kosningar. Þá er það athyglisvert, að bæjarstjórn Osloborgar veitir nú næstum heilmingi meira fé til bindindisstarfs og áfengis- varna, en undanfarin ár. — Undanfarið hefur framlagið verið 24 þúsund norskra; króna, en er nú 42,000. Drekka fyrir tvo milljarða dollara Frakkar drekka áfenga drykki fyrir tvo milljarða dollara árlega. Þetta er meira en varið er til landvarna eða til skóla og heilsu- verndar. Frakkinn drekkur fyrir tíunda hluta árstekna sinna. 30% sjúklinga á geð- veikrahælum eru sýktir af áfengisneyzlu. Dánartala áfengisneytenda á aldrinum 30 —50 er þrisvar sinnum hærri í Frakklandi en í Niðurlöndum. Gott hlntskipti Mínum get eg hrósað högum, hef í öllu Guði treyst. Líf mitt allt frá ceskudögum er á slíku bjargi reist. Þoð er lítilmannlegt að drekka Nýjastiskólinn Hér hefst þá þriðja kennslu- stundin hjá menntaskólakennaran- um Magnúsi Finnbogasyni, og nú minnir hann okkur á að segja ekki: dæmi upp á — heldur dœmi um. Ekki: að því er viðvíkur — heldur: að því er varðar, tekur til. Sögnin að viðvíkja er ekki til Ekki: ræðan gekk út á — heldur: rœðan snerist um, efni rceöumanns var. Ekki: öðru hvoru — heldur: öðru hverju. Ekki: vegsummerki — heldur: verksummerki. Ekki: stoppa — heldur: stanza, nema staðar, staðncemast. Ekki: mceta á fundi í skóla — heldur: scekja fund, scekja skóla. Ekki: vera mættur — heldur: vera staddur, viðstaddur. Ekki: húsið er yfirfullt — heldur þéttskipað. Ekki: ganga úí frá — heldur: gera rað fyrir, ganga að einhverju vísu. Við göngum út frá einhverjum, ef við höfum verið staddir inni hjá hon- um. Ekki: hann er ábyggilegur — heldur áreiðanlegur. Ekki: það stendur til — heldur: það er í ráði. Ekki: möguleikar — heldur: kost- ir, úrkostir, fceri, tcekifœri, horfur, leið, skilyrði (t. d. ekki: ræktunar- möguleikar, heldur: ræktunarskil- yrði. Ekki: sigurmöguleikar, heldur: sigurhorf ur.). Meira setur kennarinn okkur ekki fyrir að þessu sinni, og mun þetta reynast okkur ærið nóg, því að rót- gróinn vana þarf töluvert viljaþrek og góðan ásetning til að sigra. Getum við hætt að segja: stoppa og tala um stoppistöð? Eigum við ekki að strengja þess heit, að segja nú upp frá þessu, að við ætlum að stanza t. d. við þessa eða hina vagn- stöð. Og því ekki nefna alla viðkomu- staði strætisvagna: vagnstöð? Því að þar sem vagn stanzar, þar er stöð vagnsins, hvort viðstöðin er lítil eða löng. Þá er þetta leiðinlega orð: mögu- legt og ómögulegt. Það á að hverfa, því að fjöldi manna bítur hausinn af skömminn og ber orðið vitlaust fram, segir: ó-mögulegt. Við höfum ekki öll fengið mikla tilsögn í íslenzku og þess því tæpast að vænta, að við tölum hreint mál, en fallegast er málið auðvitað hreint, eins og allt annað er fallegra hreint en óhreint. Nokkuð má temja sér þrifnað í þessu eins og öðru.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.