Austurland


Austurland - 10.01.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 10.01.1985, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 10. janúar 1985. Nú einnig Nýtt símanúmer SPARISJÓÐUR jájðt APEX innanlands ® 7679 'S' NORÐFJARÐAR FLUGLEIÐIR /BT Verslunin Myrtan SPARISJÓÐUR HEIMAMANNA Gott fólk hjá traustu lélagi A Egilsbraut 5 Sparisjóður Norðfjarðar Sigurjón Bjarnason: Bak jólum Félagsfundur í Alþýðubandalaginu í Neskaupstað verður haldinn í fundarsal Egilsbúðar miðvikudaginn 9. janúar og hefst kl. 2030 Dagskrá: 1. Forvalsreglur kjördæmisráðs AB 2. Önnur mál Stjórnin Þegar þetta er ritað, er hátíð ljóssins nýliðin og menn finna áramót nálgast, þá stund er menn reyna samtímis að vega og meta liðna atburði, jafnt sín- ar eigin gerðir sem annarra, og að rýna inn í móðu framtíðar. Gerast þá ýmsir spámenn og fer mörgum svo, að þeir spá sér og sínum sjónarmiðum í hag, en andstæðingum óskað engrar far- sældar. Hvað vinstri öfl þessarar þjóðar varðar, eru þau og hafa lengstum verið sundruð í ótal fylkingar. Varla er hægt að telja þetta neitt sérstakt tiltökumál, því að í þessum hópi ríkja ýmis ólík sjónarmið. Þetta er fólk með sjálfstæða hugsun og vilja, fólk sem ekki telur það þjóna sínum eigin hagsmunum né þjóðarheildarinnar að ryðjast á íhaldsjötuna staurblint af skammtíma- og eiginhagsmuna- sjónarmiðum, eins og þó meiri- hluti þjóðarinnar virðist kjósa að gera um þessar mundir. Vinstra fólk á íslandi vill, að þjóðin standi saman við lausn vandamála í atvinnu- og efna- hagsmálum, gangi einarðlega til móts við aðrar þjóðir og komi skoðunum sínum skilmerkilega á framfæri á alþjóðavettvangi og standi tryggan vörð um sinn menningararf og efnahagslegt sjálfstæði. Þetta fólk telur, að afrakstri þjóðarbús eigi að úthluta í sam- ræmi við framlagða vinnu hvers einstaklings, en vill ekki, að hann falli fjármagnseigendum í skaut, eins og nú gerist í ríkum og vaxandi mæli. Við afgreiðslu fjárlaga tók fjárveitinganefnd undir breyt- ingartillögu frá Hjörleifi Gutt- ormssyni um fjárveitingu til að styrkja varnarvirki á Skeiðar- ársandi. Varsamþykkt að leggja 3 millj. kr. úr ríkissjóði á árinu 1985 í þessu skyni, en áður hefur stjórn Viðlagatryggingar heitið allt að 50% mótframlagi. Þannig verður unnt að byggja upp og styrkja fyrirhleðslugarða við Skaftafellsbrekkur til að Launþegar á vonarveli Þegar atburðir liðins árs eru skoðaðir með hliðsjón af fram- ansögðu, er fljótséð, að nú ríkja allt önnur sjónarmið hjá vald- höfum. Það fyrsta sem vekur at- hygli er afkoma hinna vinnandi stétta. Aldrei í langan tíma hef- ur hún verið jafn aum og nú. Ótrúlega margir íslendingar virðast líka trúa því, að laun þeirra séu rót alls ills, þeir verði að hafa aðrar leiðir til að afla sér lífsviðurværis en vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt. Yfirborganir, aukin yfir- vinna, brask, eignatekjur og rekstur afþreyingarfyrirtækja bæta ýmsum upp hverfandi iaunatekjur. Þó ekki öllum. Fjöldinn allur er varnarlaus gegn efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. Sá fjöldi sér eignir sínar hverfa og skuldir hlaðast upp og dugir ekki til, þótt nærst sé eingöngu á grautartegund þeirri, sem á heimili undirritaðs hefur gengið undir nafninu „Steingrímur“. Framtíðarspá (Miðað við óbreyttar aðstæð- ur). Ættum við þá ekki að spá vel fyrir „Steingrímsætunum“, úr því að við berum hag þeirra fyrir brjósti? Að vísu veit enginn, hvað framtíðin ber í skauti sér, en ýmis spil hafa þó verið lögð á borðið. Verðbólga næsta árs telja menn að verði 40 - 50%. Á hinn bóginn er haft eftir ráð- herrum, að laun megi alls ekki hækka meira en 20 - 25% á sama tímabili. verja mannvirki Náttúruvernd- arráðs í þjóðgarðinum gegn Skeiðarárhlaupum, en þau leggjast af hvað mestum þunga fram með brekkunum við Skaftafell. í fyrra flutti Hjörleifur hlið- stæða tillögu, sem ekki fékk þá hljómgrunn, og í framhaldi af því var flutt þingsályktunartil- laga, sem vísað var til ríkis- stjórnarinnar sl. vor. Ég held að Steingrímur verði að fara að finna upp eitthvert billegra fæði fyrir launafólk en þennan andskotans graut sinn, þegar líður á árið, nema hann reikni með því, að hver einasti íslendingur verði þá kominn út í heildverslun, videóleigurekst- ur, spilakassa- eða ölstofu- bissniss eða aðra álíka gáfulega starfsemi. Svo mikið er víst að fækka mun í kennarastétt í náinni framtíð. Þarf þó ekki að hafa áhyggjur af atvinnuleysi þeirra, því að bankana og innflutnings- verslunina munar trúlega ekki mikið um að gleypa þá örmu stétt eins og hún leggur sig. Af menntun þjóðarinnar þarf ekki að hafa áhyggjur. Fávísi hefur hvort eð er löngum verið aðalsmerki þeirra, sem staðið hafa fyrir einkarekstri á íslandi, enda þurfa þeir bara að hugsa með veskinu, ekki hausnum. Samvinna er bannorð á þeirra Við áramót leitar hugurinn til baka. Þegar ég rifja upp ára- mótaheitið frá fyrra ári, gremst mér svolítið (ekki þó mikið) að hafa ekki staðið við það á síð- asta ári frekar en á þeim, sem þar fóru á undan. Það er nefni- lega þannig með mig, að ég á erfitt með að standast góðan mat, og þess vegna kemst ég ævinlega að þeirri niðurstöðu á gamlárskvöld, að ég hef þyngst frá því fyrir jól og e. t. v. einnig bætt dálitlu við síðan á síðustu áramótum. Áramótaheitið mitt er því ævinlega það sama, að ná nú af mér aukakílóunum og stunda heilusamlegri lifnaðar- hætti á næsta ári. Spár valva, seiðskratta og stjórnmálaforingja frá því í fyrra stóðust í meðallagi vel, en það sem mér fannst einkenn- andi fyrir vangaveltur framá- manna okkar fyrir komandi ár var svartsýni, enda varla við vegum, samkeppni er „allt sem þarf“. Það liggur í augum uppi, að óþarfi er að reka gnótt menntastofnana til að æfa slíkan þankagang, svo einfaldar for- múlur sem þar liggja á bak við. Að öllu gamni slepptu má ljóst vera, að engri kjarabót er lofað. Þvert á móti telja virtustu efnahagsstofnanir þörf á áfram- haldandi rýrnun á kaupmætti launataxta. Og launafólk er tal- ið heldur til byrði, meðan fjár- magnseigendur teljast máttar- stólpar þjóðfélagsins. Ekki hvarflar að neinum sú blákalda staðreynd, að þjóðar- auðurinn eins og hann leggur sig er allur ávöxtur vinnu, líkam- legs strits og frjórrar hugsunar. Án vinnu okkar og genginna kynslóða ættum við ekki neitt. Á uppboði hjá einkaframtaki Meðal aðgerða á stjórnar- öðru að búast því að við stjórnvölinn situr ríkisstjórn sem skilur gang efnahagsmála okkar þjóðfélags ekki betur en svo, að forsætisráðherrann ber það á borð fyrir þjóðina í sínu áramótaávarpi, að helsta undirrót efnahagsvanda þjóð- arinnar sé aflaleysi á þriðja mesta aflaári íslandssögunn- ar. Besta spáin var frá seið- skratta Þjóðviljans, sem spáði því, að stjórnin fari frá völd- um strax í vor. Við höfum lengi búið við undarlegar reglur í áfengismál- um. Við megum drekka eins sterkt áfengi og okkur lystir, takmarkanirnar eru eingöngu við veikustu tegundina bjórinn og þær þá helstar að almúginn komist ekki í hann, því að bjór er hér aðeins fyrir útvaldar starfsstéttir ogferðalanga. Þessi þversögn í áfengislöggjöf okkar hefur löngum vakið undrun tímabilinu er afhending ríkisfyr- irtækja til einkaaðila, oft fyrir litla borgun. Þessari stefnu hef- ur ekki verið mótmælt að neinu gagni, enda stundum látið í veðri vaka, að verið sé að af- henda starfsfólki fyrirtækin. Betur að svo væri. En þarna eru þó allt aðrir hlutir að gerast. Þessi fyrirtæki eru gerð að hlutafélögum og hlutirnir seldir ýmsum aðilum, þar á meðal starfsmönnum, þó alls ekki öllum, bara þeim sem vilja kaupa. Auðvitað má svo hver sem er selja hlutinn sinn, og þeir sem eru loðnir um lófana geta safnað hlutum, og benda mörg teikn til þess, að þessi þjóðþrifafyrirtæki verði í fámenniseigu innan skamms, enda að því stefnt svo sem stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins ber vitni um. Framh. á 2. síðu. þeirra útlendinga, sem okkur hafa heimsótt. Nú þegar ég sit hér og pára þessar línur, hef ég fyrir augun- um enn eina þversö'gnina. Um áramótin gengu nefnilega í gildi lög um bann við reykingum á almannafæri eða svo gott sem, en ekki hefur þótt ástæða til að banna reykmengun frá verk- smiðjum (nema þá útvöldum auðvitaðþ. e. a. s. stóriðju), og skiptir þá engu máli, þótt reyk- urinn og fnykurinn ætli allt að kæfa og varla sjáist í heiðan himininn á öllum fjörðum Aust- urlands um margra mánaða skeið. Misskiljið mig ekki, ég er á móti bjór og reykingum, en ég fæ bara ekki séð, hvernig á að fá fólkið í landinu til að virða svona mótsagnakennd lög. Gleðilegt reyklaust ár 1985, ár æskunnar og tónlistarinnar. Polli. Endurbætur varnargarða á Skeiðarársandi næsta sumar Af hverju þarf þetta allt að vera svona mótsagnakennt?

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.