Austurland


Austurland - 14.02.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 14.02.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 14. FEBRÚAR 1985. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - ®7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI s Urræðalítil grautargerð í ritstjórnargrein í síðasta blaði var minnst á væntanlegar efnahags- tillögur ríkisstjórnarinnar, sem lengi hafa verið í burðarliðnum og litlar væntingar látnar í ljós um gildi þeirra fyrir almenning í landinu. Nú hafa þessar tillögur litið dagsins Ijós og virðast um fátt merkilegar og þó sennilega merkilegastar fyrir það, sem ekki í þeim stendur eða ekki er þar um fjallað. Það er reyndar vart hægt að tala um, að hér séu á ferðinni tillögur um úrbætur í efnahagsmálum, heldur eru þetta almennar og meiningarlitlar vil j ayfirlýsingar og vangaveltur um vænt- anlegar lagasetningar um ýmsa þætti efnahagsmála. Niðurstaðan af langvarandi samningaþófi ríkisstjórnarflokkanna er því einungis úr- ræðalítil grautargerð, sem endurspeglar á táknrænan hátt vandræða- ganginn og glámskyggnina, sem einkennir þessa ríkisstjórn svo mjög. í tillögupunktum ríkisstjómarinnar er gert ráð fyrir, að virðisauka- skattur verði tekinn upp í stað söluskatts, breytingar verði gerðar á bótum almannatrygginga og á fyrirgreiðslu í húsnæðismálum og að erlendar lántökur lækki um 1000 millj. Alls er óljóst, hvort þessar breytingar verða til bóta fyrir almenning og er það hér með stórlega dregið í efa. Hins vegar virðist ríkisstjómin álíta, að svo verði og segist munu „leggja áherslu á að ræða við aðila vinnumarkaðarins“ um þær m. a. „og atvinnu- stefnu til næstu ára í stað peningalaunahækkanaú í niðurlagi þessarar tilvitnunar er í raun að finna hinn eina stefnu- markandi kjarna þessara tillögupunkta, þ. e. að laun mega ekki hækka, og kemur víst engum á óvart. Ekki er minnst á verðbætur á laun og forsætisráðherra hefir gefið í skyn, að bann við vísitölubótum verði framlengt. Ekki er heldur minnst á afnám verðtryggingar á lánum, sem þó væri umtalsverð kjarabót fyrir flesta. Reyndar er gert ráð fyrir ráðgjafarþjónustu fyrir þá hús- byggjendur, sem komnir eru í greiðsluþrot, en þar er reyndar um að ræða tillögu, sem Alþýðubandalagið flutti á síðasta þingi og var þá felld af stjórnarliðinu. Ekkert er heldur að finna í véfréttartillögum ríkisstjórnarinnar um innflutningsverslunina, ekkert um skattlagningu viðskiptagróðans og ekkert um fmmatvinnuvegi landsmanna eða vanda þeirra. Og svona mætti lengi telja og hræra í grautnum. Sjómannaverkfall yfírvofandi Vinnudeila undirmanna á farskipum og skipafélaganna er nýlega til lykta leidd með samningum, en engu að síður vofir yfir stöðvun alls íslenska flotans nk. sunnudag, 17. febrúar. Þá hafa yfirmenn á far- skipum og sjómenn á fiskiskipaflotanum boðað verkfall og er ekki annað sýnt en til þess komi. LIU hefir afhent VSÍ umboð til samninga við sjómenn og hefir það örugglega ekki gert lausn deilunnar auðveldari viðfangs. Verður því vart trúað, að útgerðarmenn víðs vegar um land láti binda skipin við bryggjur með glöðu geði í mokfiski bara af því að atvinnurekendavald- ið í Reykjavík neitar sjómönnum um réttlátan hlut og mannsæmandi launakjör. Ríkisstjórnin virðist ekkert af þessum vanda vita, a. m. k. er ekkert að finna í efnahagspunktum hennar um sjávarútveginn og vanda hans. Nema að vandi hans sé, að sjómenn hafi of hátt kaup! B. S. FRÁ ALÞINGI Tillaga um mengunarvarnir í fískimjölsverksmiðjum Hjörleifur Guttormsson og Helgi Seljan hafa flutt á Al- þingi þingsályktunartillögu um mengunarvarnir í fiskimjöls- verksmiðjum. Er tillagan svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni, að á árinu 1985 verði gert átak til að ráða bót á mengun frá fiskimjölsverk- smiðjum og útvegað lánsfjár- magn til framkvæmda. Jafnframt verði gerð áætlun um varanlegar úrbætur í mengunarmálum fiskimjöls- verksmiðja í samvinnu við hlutaðeigandi eigendur og samtök þeirra svo og heil- brigðis- og náttúruverndaryfir- völd. Áætlunin taki mið af að lág- markskröfum um mengunar- varnir allra starfandi fiski- mjölsverksmiðja verði full- nægt innan tveggja ára og fjár- magn sé tryggt til þeirra að- gerða. Verði í senn haft í huga ytra og innra umhverfi verk- smiðjanna og lögð áhersla á bætta nýtingu hráefnis og orkusparnað samhliða viðhlít- andi mengunarvörnum." í greinargerð með tillögunni er þess getið, að tillaga sama efnis hafi verið flutt á þremur þingum 1978 - 1979, en ekki hlotið afgreiðslu. Bent er á, að samdráttur í loðnuveiðum og bann við þeim á árunum 1981 - 1982 hafi leitt til rekstrarerf- iðleika verksmiðjanna og þar með dregið úr viðleitni þeirra til að fjárfesta í mengunar- vörnum m. a., en vaxandi loðnuveiðar frá 1983 hafi leitt til úrbóta á ýmsum stöðum, en þó sé „ástandið víða með öllu óviðunandi, ekki síst hjá loðnubræðslum á Austfjörð- um.“ í greinargerðinni segir enn- fremur orðrétt: „Ástandið vegna loftmeng- unar frá loðnubræðslum er með fádæmum slæmt, þar sem Lagt hefur verið fram á veg- um Alþýðubandalagsins frum- varp til laga um ráðstafanir í húsnæðismálum. Aðalatriði frumvarpsins eru: 1. Veitt verði lán sem dugir fyrir 75% byggingarkostn- aðar 1000 íbúða á ári í fimm ár. 2. Veitt verði lán til þeirra sem hafa byggt eða keypt síðustu árin og eru að tapa íbúðum sínum vegna kjara- skerðingarinnar og okur- kjara á bankalánum. Gert er ráð fyrir 800 lánum á ári - eða alls 4000 lánum á tímabilinu - og að húsnæð- isstjórn fái til ráðstöfunar í aðstæður eru verstar, ekki síst í þröngum fjörðum og tilfinn- anlegast á góðviðrisdögum. Veldur engin mengun hérlend- is jafn miklum óþægindum fyr- ir marga og „peningalyktin" og hún er tvímælalaust heilsu- spillandi, ekki síst fyrir þá, sem veikir eru fyrir í öndunar- færum. Því má ekki dragast, að á þessum vanda sé tekið með þeim hætti, sem lagt er til í þingsályktunartillögunni." þessu skyni um 400 millj. kr. á ári. 3. Húsnæðissamvinnufélög fái fulla aðild að húsnæðis- lánakerfinu með nýju fjár- magni að upphæð um 300 millj. kr. á ári. 4. Byggingarsjóður verka- manna fái sérstakt fjármagn, 100 millj. kr. á ári, sem gangi til byggingar leiguhúsnæðis. 5. í frumvarpinu er miðað við að afla 1400 millj. kr. í þessu skyni til Byggingar- sjóðs ríkisins og Byggingar- sjóðs verkamanna. Aðal- tekjustofnar eru tímabund- inn veltuskattur á verslun, skipafélög og banka. 1000 íbúðir á ári 75% húsnæðislán Tapað — Fundið Föstudaginn 1. febrúar tapaðist svart leðursígarettuveski með mjög sérstæðum gullkveikjara Finnandi vinsamlegast hringi í síma 7166 NESKAUPSTAÐUR Frá bæjarsjóði Neskaupstaðar 1. febrúar sl. féll í gjallddaga 1. hluti fyrirframgreiðslu útsvara og aðstöðugjalda 1985 Dráttarvextir eru nú 3.75% á mánuði Forðist vanskil Fjármálastjórinn í Neskaupstað Bátur til sölu 4 tonna trilla (Nökkvi NK-39) með radar, dýptarmæli og færavindum er til sölu í bátnum er Volvo-Penta véi, 36 hestöfl Upplýsingar S97-7239 og 97-7500 Kirkja Messa í Norðfjarðarkirkju nk. sunnudag, 17. febrúar kl. 14°° e. h. Sóknarprestur.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.