Austurland


Austurland - 19.02.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 19.02.1985, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR, 19. FEBRUAR 1985. Austurland MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) 87756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - »7756. Ritstjórn, aigreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI IlHj Vélstjórafélagsins Gerpis, sem stofnað var 1942 og var formað- ur þess til 1952. Þá fór ég aftur yfir í verkalýðsfélagið og fór strax inn í stjórnina þar og var formaður þess 1956 - 1958 og 1970 varð ég formaður þess aftur og er það enn. Ég komst fljótlega í þá að- stöðu að lenda í stjórnir bæði Verkamannasambandsins og Sjómannasambandsins og í sambandsstjórn Alþýðusam- bands fslands og ég hef verið í stjórn Verkamannasambands- ins frá stofnun þess og stjórn Sjómannasambandsins frá 1972 og síðustu árin hef ég verið í framkvæmdastjórnum í báðum þessum samböndum. ? Og ýmislegt heflr á dagana drifið í þessum störfum? ¦ Það hefur náttúrulega margt skeð á þessari braut minni og hún hefur nú ekki alltaf verið rósum stráð. Maður fékk sér líka stundum eftir gott dagsstarf ærlega í staupinu og kannski hefur það líka verið það, sem hefur gert mann að því sem maður er orðinn, því að mér fannst alltaf, þegar ég var þreyttur, að þá hefði það góð áhrif á mig, þó að stundum yrði það kannski of mikið. Á tíma- bili hélt ég mig dálítið við flösk- una, eins og Norðfirðingum er kunnugt um, en það hefur minnkað nú síðustu árin og það er kannski vegna getuleysis sjálfs mín. Ég vil geta þess líka í sam- bandi við störf mín að verka- lýðsmálum, að ég hef oft staðið í deilum um ýmis mál á þeim vettvangi og sérstaklega hafa konur farið í taugarnar á mér í verkalýðsmálum. Mérfinnst, að þeim sé of mikið hampað í tíma og ótíma og sérstaklega finnst mér, að konum, sem eru óæski- legar í svona starfi sé hampað of mikið, vegna þess hvað þær eru frekar og kjaftforar iðulega á fundum. D Störf að samningamálum hafa oft verið ströng og haft átök í för með sér. Kanntu að segja eitthvað sértakt frá því? ¦ Já, samningar hafa oft tekið langan tíma og þeir hafa ekki alltaf gengið átakalaust fyrir sig. Auðvitað er ágreiningurinn við atvinnurekendur alltaf fyrir hendi, en ýmiss konar ágrein- ingur og skoðanamunur hefur líka oft komið upp innan verka- lýðshreyfingarinnar. Ég minnist þess t. d. þegar við Björn Jónsson gengumst fyr- ir því í desember 1961, að verkalýðsfélögin á Austurlandi og Norðurlandi tóku sig út úr heildarsamningum og auglýstur var kauptaxti, sem var í sam- ræmi við kröfur okkar og eftir honum var greitt kaup til vors 1962, að samningar voru gerðir og það voru betri samningar en annars staðar. En ég sá fljót- lega, að við Björn áttum ekki frekari samleið og þessi sam- staða entist því ekki lengi. Einnig minnist ég þess, að í langri lokalotu samninganna 1965 neituðum við Alfreð Guðnason að skrifa undir heild- arsamninga í Reykjavík og töld- um okkur geta náð betri samn- ingum hér fyrir austan. Ég fór austur til að undirbúa samninga hér heima, en þá frétti ég, að Alfreð væri búinn að skrifa undir. Ég trúði því ekki fyrst, en sannfærðist svo um, að það var rétt. Ég fór samt á fundi hjá verkalýðsfélögunum hér eystra og Örn Scheving með mér, en hann var þá formaður Verka- lýðsfélags Norðfirðinga. En við höfðum nú ekki mikið upp úr því. Aðeins þrjú félög fóru út úr heildarsamningunum og sömdu sér og sömdu um hærra kaup en heildarsamningarnir gáfu. En eftir þetta hefur nær alltaf verið um samflot í samningum að ræða og samið um sama kaup alls staðar. Annars er þetta, sem ég hef nú verið að segja frá, ekki lengstu samningalotur, sem maður hefur lent í, maður hefur lent í lengri lotum. Ég minnist þess, 1953 sennilega, ¦ í sjó- mannasamningum, að við vor- um búnir að vera alllengi nokk- uð margir héðan að austan og norðan í samningum og síðast kom að því, að sáttasemjari setti okkur inn í Alþingishúsið, við vorum þar nú oft, Og ég minnist þess, að við Sigurður Stefánsson Söltun á Sæsilfursplaninu 1964. Fremst á miðri mynd er Valborg Jónsdóttir og t. v. Dagrún Arsæls- dóttir(?). Efst á bryggjunni t. v. er Sigfinnur á hvítri skyrtu, fyrir aftan hann Jóhann heitinn Magnússon (með hatt) og á milli þeirra er sennilega Jón Karlsson. Á fundi í stjórn Verkamannasambands íslands, talið f. v. Ragna Bergmann, Jóhanna Friðriksdóttir, Guðríður Elíasdóttir, Karl Steinar Guðnason, Þórir Daníelsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Þórunn Valdimarsdóttir, Hallgrímur Pétursson, Jón Karlsson, Sigflnnur Karlsson og Halldór Björnsson. fengum ekki að fara út úr þeim samningum í eina fimm sólar- hringa. Hann var þá formaður Jötuns í Vestmannaeyjum og við unnum, meðan hann var og hét, nokkuð mikið saman og höfðum nokkuð mikið samband hvor við annan á þeim árum, báðir eldheitir sósíalistar og nokkuð fastir fyrir í samningum eða fastari að mínu mati en margur annar. Það má líka geta þess, að iðu- lega kom fyrir, að það var ekki alltaf samstaða innan samninga- nefndanna og það byggðist á mismunandi hörku í samning- um. En oftast var samstaðan góð og eftir því sem samstaðan var betri þeim mun betri samn- ingar náðust út úr því. Og það gerist enn í dag, að samstaðan er númer eitt. D Heldurðu að þú getir í ör- stuttu máli gert samanburð á kjörum verkafólks nú og á þeim tíma, þegar þúfórstfyrst að hafa afskipti af þessum máíum og hinni félagslegu aðstöðu manna einnig? ¦ í sambandi við kjörin er ástandið allt annað og betra en þegar ég byrjaði hér í verkalýðs- málum 1942. Það er svo margt, sem hefur breyst. Það var alltaf krafa og kjörorð verkalýðs- hreyfingarinnar þá og er enn að bæta skilyrði fólksins til að lifa og það hefur alltaf verið krafa hins vinnandi manns, að hann gæti lifað mannsæmandi lífi af sinni dagvinnu, þó að það eigi langt í land ennþá. Hins vegar hefur það færst í áttina og lagast. Hvað varðar íbúðir manna, þá voru menn hér áður í þröngum og lélegum íbúðum, kannski margir í sama herbergi. Nú er þetta allt öðru vísi, ný- tískulegra horf á öllu og húsa- kostur allt annar og betri. Það er ekki hægt að líkja því saman. Hins vegar hefur dýrtíðin á seinni árum skekkt marga hluti í samanburði. Ef ég man rétt þá fylgdist að hér áður 1 kg af kjöti og 1 klst. í vinnu og 1 fílpakki með 10 sígarettum og 1 klst. í vinnu og þá miða ég við 1 kr. og 10 aura, sem þá var á tímann, en nú er þetta orðið allt öðru vísi, kjötið farið langt yfir þetta, en kannski fílpakkinn, ef hann er til, heldur undir þessu. Svona mætti taka ýmsa punkta og bera saman og þá sér maður, hvernig dýrtíðin hefur virkað á vissa hluti og má segja, að margt hafi farið öðru vísi en mann óraði fyrir á þeim tímum. í sambandi við hina félags- legu astöðu, sem þú minntist á, þá voru félagsleg réttindi á þess- um árum sáralítil eða engin. Menn voru fyrst og fremst að reyna að hækka kaupið sitt og fá eitthvað út úr því. Síðan hafa komið ýmsar kröfur um bættan hag á hinu félagslega sviði. Þar vil ég nefna t. d. sjúkrasjóðina og orlofssjóðina, sem hafa t)

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.