Austurland


Austurland - 19.02.1985, Blaðsíða 3

Austurland - 19.02.1985, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR, 19. FEBRÚAR 1985. verið byggð orlofsheimili fyrir og sumarbúðir og eigum við myndarlegar sumarbúðir, sem ég hef nú mikið staðið að að koma upp ásamt fleirum á Ein- arsstöðum á Völlum og sama má segja um önnur félög annars staðar. Það hefur verið stefnu- skráratriði hjá félögunum að koma upp sumarbúðum fyrir verkafólk til þess að hafa að- gang að á sumrin. Eins má minnast á atvinnu- leysisbæturnar, sem komu 1956 og húsnæðislánakerfin og ýmis- legt fleira, sem komist hefir á í gegnum samninga og er mjög til hagsbóta fyrir heildina. Ég segi það, að í gegnum verkalýðshreyfinguna hefur margt breyst til batnaðar og það væru ömurlegir dagar nú, ef verkalýðshreyfingin hefði ekki ýtt á og barið fram mörg mál til hagsbóta fyrir sína umbjóðend- ur. ? Þú hefir lengi tekið þátt í bœjarmálum í Neskaupstað og setið í bœjarstjórn. Viltu segja eitthvaðfráþví? Hvað um sigur- innl974t. d.? ¦ Já, þú spyrð um þátttöku mína í bæjarstjórn og bæjarmál- um. Ég var búinn að vera mörg ár varamaður í bæjarstjórn, var oft í 6. eða 7. sæti. Við vorum með 5 menn inni. Einu sinni fengum við 6, þegar Vigfus Guttormsson fór inn sem 6. maður. Þábuðu andstæðingarn- ir fram einn lista á móti Samein- ingarflokki alþýðu, Sósíalista- flokknum, hann hét það þá, og þá fengum við 6 bæjarfulltrúa. Síðan þegar þeir fóru að bjóða fram hver sinn lista, þá fengum við 5 fulltrúa aftur, þangað til 1974. Þá var ég í 6. sæti og fór inn sem 6. maður okkar allglæsi- lega, því að það var þó talsvert mikið á 7. mann, sem við fengum. ? Nær 7. manni. ¦ Já, nær 7. Þetta voru eftir- minnilegar kosningar. Ég vann oft í kosningum út á milli fólks. En þetta var í fyrsta skipti, sem ég beitti mér af alefli við að sópa fylgi að okkar flokki. Mér var það mikið í mun, því að ég hafði lent í ákveðnum útistöðum við framámenn í einum flokknum sérstaklega og sagt þar alveg ákveðið, að ég skyldi fara inn og þess vegna var mér nokkurt kappsmál að vinna að þessu, eins og ég mögulega gat. Ég tel, að ég hafi átt vissan hóp hérna í bænum, sem er ekki fylgjandi okkur, en fór algerlega yfir á mig þarna. Ég ætla ekkert að nefna, hvers konar hópur þetta var, það var bara gott fólk. Við næstu kosningar var ég líka í 6. sæti. Þá féll ég mið litl- um mun, en þó nógum. Þetta er svolítið atriði fyrir mann, þegar maður er búinn að vera viðriðinn bæjarstjórn í mörg ár og oft mætt þar sem varamaður að koma allt í einu þarna inn svona glæsilega. Ég man það, að um morgun- inn, þegar búið var að telja, að ég var að koma heim - ég var staddur í öðru húsi, klukkan var eitthvað að ganga 5 - þá hringdi síminn og það var fyrsta símtal- ið, sem ég átti, eftir að ég vai kominn í bæjarstjórn.'Þá var það Jónas Pétusson, sem þá var þingmaður og á heima í Fella- bæ, sem hringdi í mig og óskaði mér til hamingju og sagði, að sig hefði verið búið að dreyma fyrir þessu. Hann var nú eigin- lega búinn að orða það við mig áður. Við vorum miklir kunn- ingjar og vinir við Jónas Péturs- son og erum það enn. Og ég mat þetta voða mikils, að hann skyldi vera að hringja í mig þarna klukkan að ganga 5 um morguninn til að óska mér til hamingju með sigurinn. Þetta er dálítið minnisstætt og þetta er dálítið skemmtilegt líka. D Það dreymdi annan fyrir þessu líka. ¦ Já, Stefán Þorleifsson. Hann dreymdi draum, sem var í ein- hverju laxalíki. Hann var búinn Sigfinnur á yngri árum. að fá fimm laxa og var nokkuð ánægður, en þá fékk hann óvænt 6. laxinn, sem var leginn og gamall og grár. Ég veit ekki, hvort ég var reyndar orðinn svo grár þá. En hann réð drauminn þannig, að ég myndi komast inn sem 6. maður. Ég minnist þess líka, að hann sagði þetta á fundi, sem var haldinn, áður en kosningar fóru fram og svo ítrekaði hann þetta á sigurfund- inum á eftir. Sigfinnur og Valgerður á frídegi á Einarstöðum. D En tekurðu þátt í bœjarmál- um enn? ¦ Nei, ekki nema að ég fylgist með þeim í gegnum aðra. Ég hef haft það mikið að gera, að ég hef ekki getað sinnt þessu. Ég hef nú verið mikið einn á þessari skrifstofu og mikið í burtu bæði í samningum og öðru og mér finnst, að þennan tíma, sem ég er heima, þá hafi ég eig- inlega ekki tíma til að sinna öðrum störfum. Ég vil sinna þeim störfum vel, sem mér er trúað fyrir og ég vinn flestar helgar, sem ég er heima bæði laugardaga og sunnudaga, því að alltaf kemur eitthvað upp á, sem liggur á borðinu og þarf að klára og þá hef ég látið bæjar- málin sitja á hakanum, því að þar eru miklu betri og færari menn en ég er í þeim málum, sérstaklega eftir að ég fór að hætta að fylgjast með þeim, eins og maður þarf að gera, ef maður ætlar að vera inni í svoleiðis málum, því að það þarf eigin- lega að fylgja hverju máli frá upphafi til enda, ef maður á að vera klár í, hvað er að ske. Ég svara því þá, að ég hef lát- ið bæjarmál sitja á hakanum og reikna nú með, að ég fari ekki út í þau, nema ég verði hress og glaður, þegar ég hætti hér í verkalýðshreyfingunni, sem verður sennilega 1986, ef ég held heilsu svo lengi. Ég hef lof- að að verða við þessi störf þang- að til. En þá mun ég ekki gefa kost á mér sem forseti Alþýðu- sambands Austurlands lengur, en hvort ég verð eitthvað meira hjá verkalýðsfélaginu hérna er óráðið, en getur fyllilega komið til greina, ef ég verð hress. D Nú ert þú ákveðinn og virkur alþýðubandalagsmaður, hvað viltu segja um tengslin milli Al- þýðubandalagsins og verkalýðs- hreyfingarinnar? ¦ Ja, mér sýnist nú í dag, að bilið á milli Alþýðubandalagsins og verkalýðshreyfingarinnar hafi aldrei verið lengra heldur en núna, ekki síðan Alþýðu- bandalagið var stofnað. Og mér sýnist, ef þetta heldur áfram, eins og manni sýnist það vera, þá sé þetta það sama og skeði hér á árunum, þegar Alþýðu- flokkurinn fjarlægðist verka- lýðshreyfinguna og dvínaði og dó út. Mér sýnist ráðamenn í Alþýðubandalaginu vera komn- ir inn á hættulega braut og mér finnst það endilega, að þessi braut, sem þeir ganga núna sé algerlega sama dauðabrautin og Alþýðuflokksforingj arnir gengu á sínum tíma, þegar verkalýðshreyfingin sneri við þeim bakinu. Og ef þeir hafa ekki vit á að laga sig eftir um- hverfinu og því, sem er að ske í kringum þá, en horfa í allt aðra átt, þá spái ég því, að Alþýðu- bandalagið eigi hörmungardaga framundan. D Þú ert þá ekki sammála ný- kjörnum formanni verkalýðs- málaráðs Alþýðubandalagsins, að fólkið sé komið fram úr verkalýðsforystunni? ¦ Nei, það er nú ein af þessum góðu konum, sem ég gat um hér áður og samkomulagið hefur ekki verið of gott við. Ég hef aldr- ei getað sætt mig við það að láta einn eða annan skipa mér fyrir verkum og á fundum hefur hún- oft verið með alls konar aðdrótt- anir að þeim, sem eru framarlega í verkalýðshreyfingunni, sérstak- lega eftir að hún fór að falla í nefndum og alls staðar, þar sem hún hefur verið í kjöri innan verkalýðshreyfingarinnar. En mér er sagt það og hef það fyrir satt - það mun vera í Morgun- blaðinu - að Guðmundur J., sem er formaður Verkamannasam- bandsins, segi þar, að það sé að- gangurinn að því að verða for- maður verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins að falla í nógu mörgum nefndum og nógu mörg- um stjórnum innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Og formaður verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins nú uppfyllir að mínu mati vel þessa kröfu, sem Alþýðubandalagjð gerir til sinna formanna. D Hvað er brýnast fyrir verka- lýðshreyfinguna nú? £> A Hallormsstað á hvíldardegi. í Vesturdalsá.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.