Austurland


Austurland - 28.03.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 28.03.1985, Blaðsíða 1
Austurland Bílasala - Bílaikipti Vantar bila á söluskrá Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 28. mars 1985. 13. tölublað. Utdráttur úr starfsskýrslu Fjórðungssjúkrahússins Neskaupstað Á árinu 1984 dvöldu alls á öllum deildum sjúkrahússins 973 sjúklingar. Þar af voru 412 frá Neskaup- stað og 561 utanhéraðs. Legudagar þessara sjúklinga urðu alls 16994. Fæðingar voru 52, þar af 21 móðir frá Neskaupstað og 31 utanhéraðs. Eggert Brekkan yfirlœknir að störfum ásamt starfsfólki sínu. Ljósm. B. S. Seint á árinu var skurðdeildin í nýbyggingu sjúkrahússins tek- in í notkun. Skurðdeildin er á sér gangi á fyrstu hæð. Skurðstofur eru tvær ásamt fylgiherbergjum. Með þessu má segja að öll nýbyggingin hafi verið tekin í notkun, þótt ennþá vanti all- mikið af búnaði svo og frágangi utanhúss. Gjafir: Á árinu 1984, sem og jafnan áður, bárust sjúkrahúsinu marg- ar góðar gjafir. Má þar fyrst nefna að Krabbameinsfélag Austfjarða og kvenfélögin á Austurlandi hafa verið að ljúka framlögum sínum í Sonartækið, sem kost- aði kr. 500 þúsund, en taka varð Helgi Seljan: Forysta framsóknar ber ábyrgð á frjálshyggjunni Leiðari NT á dögunum undir heitinu: Framsóknarmenn vakni, var eitt þeirra furðufyrir- bæra, sem sjást á síðum þessa blaðs nú um þessar mundir. Að vísu er fyllilega ástæða til þess að reyna að vekja forystu fram- sóknar til lífsins úr fangi frjáls- hyggjunnar, þar sem hún hefur unað glöð og alsæl um nær tveggja ára skeið. En því er furðufyrirbæri nefnt, að svo er að sjá af skrifum NT-manna og aðsendum greinum trúrra flokksmanna framsóknar, að þeir séu slegnir alvarlegri blindu. Allir skrifa þeir um ill áhrif frjálshyggju, auðgildið ofar manngildinu, ránfugla sem færa til fjármuni til hinna ríkari, orsakavalda neyðarinnar í hús- næðismálum og kjaramálum, eins og framsókn sé utangarðs - nánast ekki til - allra síst við stjórnvölinn. Þessi harða og óvægna gagnrýni á allar stjórnaraðgerðir og válegar afleiðingar þeirra snýr að aum- ingja íhaldinu, sem eins og allir skyni bornir menn vita er í hús- mennsku hjá Steingrími sterka og Halldóri kvótakappa, sem eru arkitektar og aðalhöfundar alls þess, sem gert hefur verið. Löngum hefur framsókn látið vel að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri og nú á að lappa upp á auman orðstír forystunn- ar með slíku gagnrýnistali á ein- hvern tilbúinn óvin, sem aum- ingja framsókn ráði ekkert við, þrátt fyrir góðan vilja. Hræsnin ríður ekki við einteyming frekar en fyrri daginn, að ekki sé nú um heilindin talað. Þetta þekkja alþýðubandalagsmenn af biturri reynslu úr samstarfi, þar sem óheilindin sátu ávallt í fyrirrúmi hjá framsókn. En nú duga ekki þessi vinnubrögð. Og það þýðir lítið fyrir forsætisráðherrann að setja upp gamla sakleysissvipinn og þykjast vera alveg undrandi á afleiðingum eigin gerða. Öll þjóðin veit að kaupránið var fyrst og fremst framsóknarað- gerð, aðgerð sem þeir höfðu klifað á alla valdatíð síðustu stjórnar, en fengu nú loks tæki- færi til þess að framkvæma að vild. Allir vita, að það var fram- sókn undir forystu Steingríms sem tók kaupgjaldsvísitöluna úr sambandi, en lét allar aðrar vísi- tölur vaða áfram. Allir vita, að það var hug- sjónamál Steingríms og Þor- steins sameiginlegt í einingu og bróðerni að gefa vextina frjálsa. Allir vita að framsókn stóð fyrir og varði á Alþingi í líf og blóð skattaívilnanir til fjár- magnseigenda og fyrirtækja, til milliliða og banka. Forysta framsóknar í ránskjaravísitöl- unni er algerlega í höndum Steingríms og Alexanders. Og enn til viðbótar: Frjálshyggju- sjónarmiðin voru leidd til önd- vegis af þessari stjórn og foryst- an var Steingríms, hann leiddi þessi öfl í hásætið þar sem þau tróna á toppi í dag. Vitanlega er húsmennska íhaldsins því ljúf og góð hjá svo gjöfulum húsbónda, sem uppfyllir allar óskir hjúanna, enda væri al- sæla á þeim bæ, ef ákveðið stóla- vandamál væri ekki enn uppi. Félagshyggjufólk þarf að átta sig hér á rækilega og láta ekki blekkjast af fagurgala þeirra, sem fela vilja forystu framsókn- ar undir klæðafaldi íhalds, sem öllu ráði. Forystan er framsóknar, ábyrgðin á stjórnarstefnu og allri framkvæmd er framsóknar. Fyrir þær syndir verða forystu- menn þeirra að svara og fólkið að gjalda þeim svo sem vera ber. Skurðaðgerð á nýju skurðstofunni. Ljósm. B. S. nokkurt lán til þess að fjár- magna þau kaup í byrjun. Þá gaf Kvennadeild Slysa- varnafélags íslands Norðfirði sjúkrahúsinu gululampa til lækninga á gulu hjá ungbörnum, að verðmæti kr. 47 þúsund. Sjálfsbjörg Norðfirði gaf kr. 10 þúsund í sjóð, sem myndaður hefur verið til kaupa á sjúkra- lyftu við sundlaug í endurhæf- ingarstöð. Hjónin Sigurjón Jónsson og Vilborg Pálsdóttir, Hvaleyrar- braut 5 Hafnarfirði gáfu ljósa- hjálm í kapellu sjúkrahússins og er það hinn fegursti gripur. Að venju styrkti Pálína Björnsdóttir, Fáskrúðsfirði sjúkrahúsið með veglegri pen- ingagjöf, eða kr. 24.362.-. Þá gaf listmálarinn H. Christiansen sjúkrahúsinu mynd eftir sig, hið ágætasta verk. Þórður Sveinsson, húsa- smíðameistari gaf sjúkrahúsinu mjög sérstaka gjöf, sem var fólgin í því að gera upp gamalt orgel, sem staðsett er í dagstofu á ellideild sjúkrahússins, og gera það sem nýtt. Öllum þeim sem ég hefi nefnt hér að framan svo og fjölmörg- um öðrum, sem styrktu sjúkra- húsið á einn eða annan hátt flyt ég hér með bestu þakkir og kær- ar kveðjur. F. h. stjórnar Fjórðungs- sjúkrahússins Neskaupstað, Stefán Þorleifsson. Stöðvun á veiðum smábáta mótmælt Við umræður um kjör sjó- manna á Alþingi sl. mánudag gagnrýndi Hjörleifur Guttorms- son harðlega þá veiðistöðvun smábáta, sem sjávarútvegsráð- herra hefir ákveðið og hófst í gær. Spurði Hjörleifur sjávarút- vegsráðherra um ástæður fyrir þessarí ákvörðun um leið og hann minnti á tillögur Alþýðu- bandalagsins á Alþingi fyrr í vetur og í fyrra um að undan- þiggja smábáta og línuveiðar veiðitakmörkunum. Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra gaf þá skýringu, að aflabrögð hefðu verið svo góð að undanförnu, að búið væri að veiða upp í kvóta fyrsta tímabils fyrir smábáta (jan. - apr.) og yrði það, sem umfram færi, dregið frá á næsta tímabili. Hjörleifur benti á þá miklu mismunun, sem í þessari stöðv- un fælist gagnvart einstökum verstöðvum ekki síst þar sem aðeins væri hægt að stunda trilluútgerð hluta úr árinu. Benti hann jafnframt á það frá- leita fyrirkomulag að hafa alla smábáta á sameiginlegum heild- arkvóta. Undir þennan málflutning Hjörleifs tóku Karvel Pálmason og Garðar Sigurðsson. H. G. I B. S. Frá blaðinu AUSTURLAND kemurnæst út miðvikudaginn 3. apríl. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.