Austurland


Austurland - 31.05.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 31.05.1985, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 31. maí 1985. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi Athugið breytta áætlunardaga @7119 EIMSKIP * (§, Wb' ÞINN HAGUR V|# STRANDFLUTNINGAR OKKAR STYRKUR @ 4199 Sparisjóður Norðfjarðar Egilsstaðir: Líflegt starf Hattar Aðalfundur íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum ar haldinn nýlega. í byrjun fundar ávarp- aði Sigurður Símonarson, ný- ráðinn sveitarstjóri Egilsstaða- hrepps fundinn. í skýrslu formanns, Víðis Glæsilegt sjómannadagsblað Sjómannadagsblað Neskaup- staðar 1985 er nú komið út. Er hér um að ræða glæsilegt blað, tæplega 130 blaðsíður að stærð og með fjölbreyttu efni. Þetta er í áttunda sinn sem blaðið kemur út og er það svo sannarlega búið að skapa sér virðingarsess á meðal aust- firskra blaða. Ritstjóri blaðsins er Smári Geirsson, en útgefandi Sjómannadagsráð Neskaup- staðar. Blaðið er prentað í Nes- prenti. Guðmundssonar, kom fram m. a. að líflegt starf hafi verið í hinum ýmsu deildum félagsins á árinu, þó sérstaklega í knatt- spyrnu yngri flokka og frjálsum íþróttum, en snjóleysi liðins vetrar kom verulega niður á starfi skíðadeildar. Líflegar umræður spunnust um íþróttamál og er undirbún- ingur sumarstarfs kominn í full- an gang. íþróttamaður ársins 1984 var valinn, frjálsíþróttamaðurinn, Unnar Vilhjálmsson. Víðir Guðmundsson og Marta Sig- marsdóttir gáfu ekki kost á sér í stjórn áfram. Núverandi stjórn skipa: Form. Sigurður Ananías- son, með honum, Magnús Ing- ólfsson, Guðmundur Halldórs- son, Björn Ágústsson og Björn Kristleifsson. M. M. NESKAUPSTAÐUR Unglingavinna Skráning í unglingavinnu fyrir börn fædd 1972 og 1973 fer fram við áhaldahúsið fimmtudaginn 6. júní og föstudaginn 7. júní kl. 1000 - 1200 Verkstjóri Sumarbústaður Sumarbústaður Starfsmannafélags Neskaupstaðar verður leigður frá og með 1. júní Pantanir í síma 7664 eftir kl. 19 Stjórn Starfsmannafélags Neskaupstaðar Erum að taka upp ódýr og skemmtileg garðhúsgögn Verð á stólum frá kr. 396 Verð á beddum frá kr. 986 Ýmiss konar útileguvörur væntanlegar á næstunni Bókaverslun Brynjars Júlíussonar S 7132-Hafnarbraut 15-Neskaupstað NEISTAR Höttur hefur á undanförnum sumarhátíðum látið mjög að sér kveða. Hér tekur þjálfari Hattar í frjálsum, Helga Ruth við bikar fyrir flest stig í eldri flokki. Úr veröld kvenna Út er komin bókin Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár. Það er Kvennasögusafn íslands, sem gefur bókina út, en skráð hefur Anna Sigurð- ardóttir, forstöðukona Kvennasögusafnsins. Bókin er 482 bls., skiptist í 32 kafla og ér tilvalið uppslátt- arrit. Ekki er ætlunin að hún komi í bókaverslanir fyrr en með haustinu, en er fáanleg hjá Önnu á safninu og kostar þá 915 kr. - 990 með póst- kröfukostnaði. Ekki verður annað sagt en verði bókarinnar sé mjög stillt í hóf. Úr veröld kvenna II er aukatitill bókarinnar, en í rit- verkinu Ljósmæður á íslandi er þáttur Önnu Sigurðardótt- ur, sem einnig ber titilinn Veröld kvenna - barnsburð- ur. Anna er íslenskum konum að góðu kunn og hefur unnið óþrjótandi starf í okkar þágu. Ritnefnd NEISTA sendir henni bestu kveðjur og þakkir og óskar henni og okkur öll- um til hamingju með útkomu bókarinnar. Heimilisfang Kvennasögu- safnsins er að Hjarðarhaga 26 Reykjavík, sími 12204. S. B. Hátíðarhöld sjómannadagsins í Neskaupstað 1985 Laugardagur 1. júní Kl. 1600 Björgunaræfing Björgunarsveitarinnar Gerpis á hafnaruppfyllingunni framan við ísfeldshúsið (Tónabær). Kl. 1715 Kappróður. Kl. 2100 Unglingatónleikar (12 - 16 ára) í Egilsbúð. Hljómsveitin Sú Ellen leikur. Sunnudagur 2. júní Kl. 800 Skip og bátar setja upp flögg og fána. Kl. 900 Hópsigling. Smábátaeigendur sérstaklega hvattir til að mæta á bátum sínum. Samband á rás 12. Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum. Kl. 1400 Hátíðarmessa í Norðfjarðarkirkju. Sóknarpresturinn séra Svavar Stefánsson messar. Sjómenn aðstoða. Ingveldur Hjaltested, óperusöngkona, syngur einsöng. Drukknaðra sjómannaverður minnst og eftir messu verður lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins. Kl. 1600 Hátíðarhöld við sundlaugina: Ræðumaður dagsins verður Hilmar Bjarnason, erindreki og fyrrverandi skipstjóri, Eskifirði. Sundkeppni, ýmis skemmtiatriði og verðlaunaafhending. Aldraðir sjómenn verða heiðraðir. Skólalúðrasveitin og Harmonikkusveit Norðfjarðar leika. Kl. 2300 Dansleikur í Egilsbúð: Bumburnar leika fyrir dansi. Björgunarsveitin Gerpir gengst fyrir kaffisölu í safnaðarheimilinu frá kl. 3 til 7 á sjómannadaginn. Stöndum öll fast saman um þennan hátíðisdag. Sjómannadagsráð Neskaupstaðar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.