Austurland


Austurland - 22.08.1985, Blaðsíða 3

Austurland - 22.08.1985, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 22. ÁGÚST 1985. 3 Gott starf Ég brá mér á dögunum niður í sundlaug til að leita frétta af sundstarfinu í sumar. Þar varð fyrir svörum forstöðumaður sundlaugarinnar Már Sveins- son, en hann er jafnframt for- maður sunddeildar Þróttar. Eft- ir nokkurt spjall um opnunar- tíma laugarinnar, heita potta (sem við vorum samrpála um að mundu auka aðsóknina um 200 - 300%) og ýmislegt fleira ákváðum við að hafa hér á eftir yfirlit um starfsemi sunddeildar- innar og því gef ég Má orðið. Starfsár Sunddeildar Þróttar 1985 hófst í enduðum maí með reglubundnum æfingum. Þann 10. júní kom Ingólfur Gissurar- son sundþjálfari til starfa og er hann ráðinn fram í september á vegum Þróttar og UÍ A. Ingólfur er sund- og íþróttamaður mikill og var hann t. d. kosinn sund- maður ársins 1981. Sundæfingar eru fjórum sinn- um í viku og syndir sundfólkið að jafnaði 3-4 km á hverri æfingu. Við höfum tekið þátt í 4 mótum það sem af er sumri þ. e. Vormóti UÍA, 17. júní móti Þróttar, Aldursflokkamóti SSÍ og móti á Sumarhátíð UÍ A. Af 16 keppendum frá UÍA á Aldursflokkamótinu voru 10 frá Þrótti. Fjáraflanir deildar- innar hafa verið í formi köku- basara kakó- og kökusölu á 17. júní, svo og innheimtu æfinga- gjalda. Félagslegu hliðinni hefur verið nokkuð vel sinnt t. d. átti deildin frumkvæði að því að halda árshátíð fyrir Þróttarfé- laga 15 ára og yngri og má full- yrða að stefnt verður að því ár- lega, svo vel tókst til. Stjórn deildarinnar vill hér með koma á framfæri þakklæti til þeirra að- ila innan sem utan Þróttar sem lögðu á sig mikla vinnu til að gera árshátíðina sem skemmti- legasta og vill þar sérstaklega nefna Helgu Steinsson sem söng við mikla hrifningu árshátíðar- gestanna, Ingu Þorláksdóttur sem sá um tískusýninguna og Sigríði Guðröðardóttur sem út- vegaði fatnaðinn til sýningar- innar. Aðalfjáröflunarleið deildar- innar undanfarin tvö sumur hef- ur verið svokallað Maraþon- sund, en nú breytum við til og reynum við 10 aura sund. Þegar þetta er sett á blað (þriðjudag) eru ekki öll kurl komin til grafar, en þó er ljóst að óhætt er að þakka nú sem fyrr góðar undirtektir bæjarbúa og mun þetta svo sannarlega hjálpa okk- ur til að reka endahnútinn á sumarstarfið. En lítum nú að- eins fram á veg. Um næstu helgi tökum við þátt í sundmóti Óðins á Akur- Sunddeildar Þróttar eyri og sameinum það skemmti- ferð sem ákveðið var að hafa í lok sumarstarfsins. Þjálfari Óð- ins er okkar gamli þjálfari Auð- unn Eiríksson, svo að þar verð- ur sannarlega fagnaðarfundur. Áætlað er að fara héðan fyrri hluta föstudags og koma heim á mánudagskvöld. Undanfarin tvö sumur höfum við ásamt Val Rf. skipst á heim- sóknum við Siglfirðinga og Bol- víkinga. Af þessu gat ekki orðið í sumar vegna utanlandsferðar Bolvíkinga, en stefnt er að því að þessi félög hittist hér í bæ næsta sumar. Lokaátakið hjá sunddeildinni í sumar er svo Meistaramót UÍA í sundi, sem haldið verður 31. ágúst og 1. september í Sundlaug Neskaupstaðar. Að lokum skal geta þess að sú hefð hefur skapast að halda eins konar lokahóf þar sem þjálfarinn er kvaddur og verður svo nú. Að þessu sinni verður afhentur þar bikar til þess ein- staklings sem mestum framför- um hefur tekið á æfingatímabil- inu. Þrátt fyrir leiðinlegt veður í sumar lítum við björtum augum á tilveruna og treystum á skiln- ing bæjarbúa á nauðsyn þess að hafa öflugt sundlíf í bænum og hvetjum alla til að rækta líkama og sál með sundiðkun. Svo mörg voru þau orð Más Sveinssonar formanns Sund- deildar Þróttar. Aðrir í stjórn eru Elísabet Karlsdóttir, Stef- anía Steindórsdóttir, Sólveig Jóhannsdóttir og Lindberg Þor- steinsson. E. G. Alþýðubandalag Héraðsmanna Hringborðsumræður með alþingismönnunum Helga Seljan og Hjörleifi Guttormssyni föstudagskvöldið 23. ágúst kl. 21 í Valaskjálf (bláa sal) Allt stuðningsfólk velkomið Stjórnin Dansleikur í Egilsbúð Dansleikur í Egilsbúð laugardaginn 24. ágúst kl. 2300 - 300 Bumburnar leika Félagsheimilið EGILSBÚÐ Alþýðubandalagið Neskaupstað Aðalfundur félagsins verður haldinn í Egilsbúð miðvikudagskvöldið 28. ágúst kl. 2030 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Stjórnin NESKAUPSTAÐUR Tækjastjóri — verkamaður Bæjarsjóður Neskaupstaðar óskar eftir að ráða tækjastjóra og verkamann til starfa sem fyrst Upplýsingar veitir bæjarverkstjóri Bæjarstjóri HAFNARKAFFI Á morgun, föstudaginn 23. ágúst, höfum við tilboðsverð á kjúklingum Vz kjúklingur m/fr. kartöflum, cocktailsósu og hrásalati kr. 290 Lítið inn og borðið á staðnum eða rennið að lúgunni og takið með heim Hafnarkaffi Restaurant S 7320 Neskaupstað NESKAUPSTAÐUR Norðfirdingar - Nágrannar Grafík frá Eskilstuna í fundarsal Egilsbúðar sunnudaginn 25. ágúst kl. 16 — 22 Menningarnefnd Neskaupstaðar STIGVEL - STIGVEL í rigningartíð er nauðsynlegt að vera vel búinn til fótanna Hjá okkur fást ýmsar gerðir stígvéla á börn og fullorðna — barnastígvél allt frá 255 krónum — há og lág vinnustígvél með olíuþolnum sóla frá 498 krónum — öryggisstígvél með stáltá — gömlu, góðu gúmmístígvélin frá Tretorn, heimsþekkt gæðavara Hvergi betra Verö Verslun SUN hornsvefnsófasett fyrirliggjandi Heimkeyrsla á vörum utan Neskaupstaðar eftir samkomulagi neS\/ideó Egilsbraut 19, Neskaupstað S 7780

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.