Austurland


Austurland - 22.08.1985, Blaðsíða 6

Austurland - 22.08.1985, Blaðsíða 6
 FLUGLEIÐIR JS' Auglýsingasími ÉL lánið LEIKUR '8' VIÐ ÞIG í ■ Gott fólk hjá traustu félagi M. Austurland Neskaupstað, 22. ágúst 1985. UNGLINGAFARGJÖLD AUSTURLANDS SPARISJÓÐNUM 20. ágúst — 30. sept. @7119 er 7756 Sparisjóður Norðfjarðar Grafík frá Eskilstuna í Neskaupstað MgJSTAR Asgeir Magnússon, bœjarstjóri, opnar Grafík sýninguna, Diana Krumins til vinstri. Ljósm. B. S. Um helgina 17. - 18. ágúst bar góðan gest að garði okkar. Frá vinabæ okkar Eskilstuna kom kona, Diana Krumins frá Listasafni Eskilstuna. Með- ferðis hafði hún sýningu af Eskilstuna grafík eftir þrjá lista- menn, Göran Nilsson, Hans Lindh og Svenrobert Lund- quist. Sýningin var sett upp í fund- arsal Egilsbúðar og við opnun hennar flutti Diana Krumins er- indi um listalífið í Eskilstuna og sýndi litskyggnur af listaverkum gömlum og nýjum. Það sem mesta athygli vakti voru högg- myndir á torgum og gosbrunnar sem setja glæsilegan svip á borg- ina. Það var listasafnið í Eskils- tuna sem útbjó sýninguna og er það vilji þeirra, að þeir fái í stað- inn sýningar af einhverju tagi frá okkar listafólki eða listafólki sem tengist Neskaupstað á ein- hvern hátt, og að samstarf á listasviðinu geti orðið gildur meiður í vinabæjarsamstarfinu. Að síðustu skal þess getið, að Eskilstuna gefur Neskaupstað 3 myndir af þessari sýningu, eina eftir hvern listamann. Sýningin verður opin næsta sunnudag 25. ágúst frá kl. 16 - 22 og ég hvet fólk til að líta inn. /. G. Störf og menntun kvenna lítils virt Víða virðast konur skör starfsheiti, en það er oft lítils lægra settar en karlar í barátt- unni um brauðið, menntun þeirra ekki alltaf metin mikils. í Þjóðviljanum 24. júlí er forsíðumynd af tveimur systr- um sem starfa sem aðstoðar- menn hjá Flugumferðar- stjórn. Önnur hefur há- skólapróf í ensku, en hin er cand. mag. í sa| nfræði. Mað- ur skyldi ætla að þessar konur væru búnar að mennta sig til góðra starfa. Næsta dag, 25. júlí, er viðtal við „strákana“ hjá Flugum- ferðarstjóm, þar sem þeir sitja einbeittir og stjóma flugum- ferðinni, en ábyrgðin er svo mikil, að konur em ekki taldar hæfar til að axla hana. Nú em víst einar þrjár úti í Banda- ríkjunum að læra þessa list, hvað svo sem þær fá að gera þegar þær koma heim aftur. En viðtalið klykkir svo út með þessu: „Ekki má gleyma Völu og Tótu, sem em okkur hér til aðstoðar, þær em dug- legar að færa okkur kaffi." Sem sagt - eftir langt hásþólanám er hægt að nota konur til að laga kaffi og færa körlunum það! Ein er sú stétt í þjóðfé- laginu, sem ekki er virt sem skyldi, en það eru sjúkraliðar. Sjúkraliði er lögverndað virt. Eins og lög gera ráð fyrir þurfa sjúkraliðanemar að taka verklegt nám á Ríkisspít- ölunum. Þann tíma sem þeir eru í námi fá þeir greidd 70% af byrjunarlaunum sjúkra- liða, sem nema 12.967 kr. á mánuði. Þeir vinna fulla vinnu á vöktum eins og annað starfsfólk og álag er svo mikið á sjúkrahúsunum og fólksfæð það mikil, að enginn tími er til að kenna þeim eins og þyrfti. Samt fá þeir kaup, sem er 1.000 kr. fyrir neðan lægst launaða fólk í landinu. Ekki nóg með það, þegar þeir taka aukavaktir, sem borgaðar eru á tímakaupi, sem alls staðar er 1% af fastakaupi, fá þeir 1% af 70% sem þeim eru borguð og nemur sem sagt 129.67 kr. Það er ekki nema von, að fáir vilji leggja þetta erfiði á sig, enda vantar 50 - 60 sjúkraliða til starfa á Borg- arspítalann einan, hvað þá yfir allt landið. Það er ekki að undra, þótt karlar .sæki ekki eftir þessu starfi! Þetta er bæði erfitt og ábyrðgarmikið starf og þessar konur eru útslitnar fyrir aldur fram og sjúkrahúsin geta ekki án þeirra verið. Það væri lágmark, að þeim væru greidd mannsæmandi laun. G. A. Sigurður Arnfinnsson skoðar Grafík sýninguna. Ljósm. B. S. Framhaldsskólinn í Neskaupstað: Brýn þörf fyrir aukið heimavistarrými Diartb Krumins. Ljósm. B. S. Skólanum berst góð gjöf Framhaldsskólinn í Neskaup- stað er kjarnaskóli iðn- og tæknimenntunar á Austurlandi og hefur aðsókn að skólanum aukist mjög hin síðari ár. Nem- endur alls staðar af Austurlandi sækja skólann og munu 120 - 130 nemendur stunda þar fram- haldsnám á komandi haustönn, þar af um 50 sem búsettir eru utan Neskaupstaðar. Heimavist skólans rúmar einungis 15 nem- endur og má öllum ljóst vera að það er erfitt verkefni að útvega þeim aðkomunemendum sem ekki fá vistarpláss húsnæði. Framhaldsskólinn rekur húsnæðismiðlun fyrir nemendur sem ekki komast á vistina og bendir allt til að takast muni að útvega öllum nemendum, sem þess æskja, húsnæði fyrir haustið. Þó svo að hægt sé að bjarga húsnæðisvanda nemenda nú með þessum hætti er brýnt að hyggja að úrbótum enda mun það líklega einsdæmi að skóli, sem þjóna á jafnvíðlendum fjórðungi og Austfirðingafjórð- ungur er, skuli ekki hafa fengið fjármagn til lausnar þessum vanda, en um slíkt fjármagn hefur verið sótt og menntamála- ráðuneyti gerð grein fyrir stöð- unni. Eflaust er hægt að leysa vand- ann til bráðabirgða með húsa- kaupum, en framtíðarlausn hlýtur að felast í býggingu heimavistar, sem tryggði að iðn- og verknámsnemar alls staðar að úr fjórðungnum væru nokk- urn veginn öruggir um vistar- pláss, þegar þeir þyrftu á að halda. Bygging slíkrar heima- vistar er brýnt hagsmunamál allra Austfirðinga. Hagnýt og góð gjöf Fyrir skömmu færði Leifur Haraldsson rafvirkjameistari á Seyðisfirði Framhaldsskólanum glæsilega gjöf, en þar er um að ræða iðnaðartölvu (stýrivél) til notkunar við kennslu í rafiðn- greinum. Gjöf þessi kemur að afar góðum notum, en eins og kunnugt er hófst kennsla á verk- námsbrant rafiðna (grunndeild) sl. haust.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.