Austurland


Austurland - 19.09.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 19.09.1985, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR, 19. SEPTEMBER 1985. Austurland MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Fulltrúar AB Neskaupstað í kjördæmisráði Á aðalfundi Alþýðubanda- lagsins í Neskaupstað fyrir skömmu voru eftirtaldir félagar kosnir fulltrúar félagsins í Kjör- dæmisráð Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi og er kjörtímabil þeirra fram að næsta aðalfundi eða u. þ. b. eitt ár: Atvinnuástandið framundan í byrjun þessarar viku náðist samkomulag í bónusdeil- unni svonefndu og má telja fullvíst, að þeir samningar, sem þá voru undirritaðir, verði samþykktir af verkafólki. Með þessum samningum telur verkafólk sig hafa náð um- talsverðum árangri og er gott til þess að vita, að það hefir bætt kjör sín hvað þetta vinnufyrirkomulag varðar. Ekki mun það þó hafa náðst fram að lækka hlutfall bónussins í launum verkafólks í fiskvinnslu, en það er í eðli sínu andstætt hagsmunum verkafólks, að bónusinn vegi þar of þungt. Víða er útlit fyrir næga vinnu við fiskvinnslu á næstu mánuðum, en víða er það einnig, sem aflakvóti er nær veiddur og fyrirsjáanlegt, að til einhvers atvinnuleysis geti komið hjá fiskvinnslufólki fyrir áramót. Einnig kemur það til, að veiðar smábáta verða verulega takmarkaðar það sem eftir er ársins og eykur það enn á hættuna á atvinnuleysi. Síldarvertíð má hefjast innan skamms og er vonandi, að hún verði gjöful, því að á henni veltur, hvernig atvinnu- ástandið verður næstu mánuði, sérstaklega þar sem lítið er orðið eftir af þorskkvótanum. Síldarsöltunin hefir bjargað miklu varðandi atvinnu verkafólks og sjómanna undanfarin haust og verður svo vonandi einnig nú. Vangaveltur sem þessar hér að framan eru mönnum ofarlega í huga á landsbyggðinni og er það að vonum, því að á sjávaraflanum veltur afkoma nær allra í heilu byggðarlögunum. Það skiptir því verulegu máli, hvernig horfir um aflabrögð og sjósókn, hvort sem um er að ræða veiðar þorsks eða annarra fisktegunda, sem veiðast allt árið eða síldar og loðnu, sem veiðast á ákveðnum tíma- bilum. Atvinnuhorfur eru mjög breytilegar eftir byggðarlög- um, hvað varðar sjósókn og fiskvinnslu og sjálfsagt er það líka svo varðandi hinar ýmsu iðngreinar. Þó má telja nokkuð víst, að í greinum byggingariðnaðarins séu at- vinnuhorfur víða mjög dökkar úti á landsbyggðinni, kannski á höfuðborgarsvæðinu einnig. Stefna stjórnvalda í húsnæðismálum og í byggðamálum veldur því, að samdráttur er fyrirsjáanlegur á fjölmörgum sviðum á landsbyggðinni, þar eru almennar íbúða- húsabyggingar ekki undanskildar. Þessi stefna er háskaleg og við henni er sífellt varað t. d. af talsmönnum sveitar- félaga víðs vegar um land. Hið skothelda kerfi höfuðborg- arhyggjunnar hlustar hins vegar lítt á slíkar viðvaranir. Þess vegna liggur straumurinn suður, þess vegna stendur atvinna á landsbyggðinni völtum fæti og er hættulega einhæf. Þessari stefnu verður að breyta og það sem fyrst, ef ætlunin er á annað borð að halda landinu öllu í viðunandi byggð. B. S. Aðalmenn: Auður Kristins- dóttir, Árni Þormóðsson, Þórð- ur M. Þórðarson, Einar Már Sigurðarson, Ragnar K. Guð- mundsson, Lilja Aðalsteins- dóttir, Kristinn V. Jóhannsson, Guðmundur Sigurjónsson, Elísabet Karlsdóttir, Smári Skák: Helgarskákmót á Djúpavogi Um síðustu helgi fór fram á Djúpavogi 31. helgarskák- mótið. Þátttakendur voru 26, þar af 12 af Austurlandi. Mótið var hið skemmtilegasta og aðbúnaður allur hinn besti. Keppnin um efsta sætið var mjög jöfn og að lokum voru tveir keppendur jafnir og efstir, þeir Helgi Ólafsson og Elvar Guðmundsson. Helgi telst sig- urvegari mótsins þar sem hann reyndist hærri á stigum. Röð efstu manna var þessi: 1. - 2. Helgi Ólafsson og Elvar Guðmundsson, með 6 vinninga. 2. - 4. Ásgeir Þór Árnason og Bragi Björnsson, með 5 vinn- inga. E. M. S. Óþolandi ástand vega Ég hefi átt þeim vafasömu þægindum að fagna eins og marg- ir aðrir að aka þó nokkuð um þjóðvegi landsins á þessu sumri. Sífellt lengjast þeir vegakaflar, sem lagðir eru bundnu slitlagi og munar vissulega mikið um þá. Reyndar er vandséð, hvaða duttlungar ráða því, hvaða vega- spottar eru lagðir bundnu slitlagi hverju sinni. Hvers vegna var t. d. vegurinn um Skeiðarársand lagður bundnu slitlagi í sumar að austan að sýslumörkum, en ekki alveg að Núpsvötnum eða alveg yfir sandinn að Núpsstað? Varla er það í sparnaðarskyni, ekki verður ódýrara að byrja vega- gerð þarna aftur til að ljúka við lagningu yfir sandinn. En nóg um það í bili. Eftir því sem bundnu vegakafl- arnir lengjast, þeim mun verður augljósara, hversu viðhald mal- arveganna er vanrækt. Eftirtekt- arvert er það líka, hversu viðhald malarveganna virðist miklum mun verra og slælegra hér í Múla- sýslum en víðast annars staðar. Hér eru vegir áberandi verstir, þegar á heildina er lítið og hefir verið svo lengi. Það er engin ástæða til þess, að Austfirðingar taki slíkt gilt sem eitthvert nátt- úrulögmál og sætti sig við það endalaust. Víða eru vegirnir ekkert annað en gamlir vegaruðningar, sem allan ofaníburð vantar í og eru afar sjaldan heflaðir. Þannig er t. d. á norðurströnd Álftafjarðar, á milli Streitishvarfs og Núps, á innanverðum suðurbyggðum Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarð- ar, í fjallinu milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, í innanverðum Skriðdal og mjög víða annars staðar á Héraði, á Vopnafjarðar- vegi og víðar. En það eru ekki bara þessir ófullgerðu vegaruðningar, sem eru hálfófærir, víða eru uppbyggð- ir vegir - og það nýlega - sem eru nær ókeyranlegir. Krappar holur, hvörf, hryggir og stórgrýti gera þessa vegi stórhættulega bæði far- artækjum og vegfarendum. Nefna má sem dæmi vegina á norður- byggð Fáskrúðsfjarðar, megin- hlutann af suðurbyggð Reyðar- fjarðar og Norðurlandsveg um Fell og Jökuldal. Hvers vegna er ekki borið ofan í þessa vegi og þeir heflaðir til? Blaðið væntir svara frá Vega- gerðinni og mun birta þau strax og þau berast. Þess skal getið, að síðan þessi grein var skrifuð, hafa sumir þessara vega verið heflaðir einu sinni. B. S. Geirsson, Helga M. Steinsson, Kristinn ívarsson, Elma Guð- mundsdóttir, Lilja Hulda Auð- unsdóttir, Kristín Lundberg og Hjörleifur Guttormsson. Varamenn: Aðalsteinn Hall- dórsson, Guðjón B. Magnús- son, Ásgeir Magnússon, Ást- hildur Lárusdóttir, Guðjón Marteinsson, Ragnar Sigurðs- son, Birgir Stefánsson, Sigrún Geirsdóttir, Valur Þórarinsson, Viggó Sigfinnsson, HalldórÞor- steinsson, Kristín Guttormsson, Sigfinnur Karlsson, Auður Bjarnadóttir, Ingibjörg Finns- dóttir og Einar Þórarinsson. Símaskrá Lions Um helgina munu félagar í Lionsklúbbi Norðfjarðar ganga í hús í bænum og sveitinni og selja símaskrá, sem klúbburinn hefir látið gera. Þetta er síma- skrá fyrir Neskaupstað og Norð- fjarðarhrepp og verður hún seld í plastmöppu á kr. 200. Ágóði rennur til líknarmála í byggðar- laginu. ÁRNAÐ HEILLA Afmælí Gubmundur Bjarnason, út- gerðarmaður, Urðarteigi 23, Neskaupstað, er 60 ára í dag, 19. sept. Hann er fæddur á Gerðisstekk í Norðfjarðar- hreppi og ólst upp þar. Árið 1945 flutti hann til Neskaup- staðar og hefir átt hér heima síðan. Guðmundur er að heiman. Nautakjötsmarkaður í sláturhúsinu á laugardag frá kl. 14 til 18 Kaupfélagið Fram Neskaupstað Æ NESKAUPSTAÐUR Snjóflóða- og veðurathugun Bæjarsjóður óskar eftir að ráða snjóflóða- og veðurathugunarmann í Neskaupstað Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst Umsóknir sendist bæjarstjóra, sem einnig veitir allar nánari upplýsingar Bæjarstjóri

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.