Austurland


Austurland - 19.09.1985, Blaðsíða 5

Austurland - 19.09.1985, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR, 19. SEPTEMBER 1985. Lýðrædið, . . . Framh. af 6. síðu. sem ríkinu þóknast að vera með í þá stundina, þó svo að okkur langi jafnvel til að gera eitthvað allt annað. Á Austurlandi hefur mikið verið rætt um þriðja stjórn- stigið, - miðstjórnarvald í hér- aði. Á síðasta ári var um það sérstök ráðstefna á Egilsstöðum og það mótaði alla umræðu á SSA þinginu á Reyðarfirði ný- verið. Upphaflega voru menn mótfallnir millistiginu. Þeir voru hræddir um að þetta yrði þröskuldur milli ríkis og sveitar- félaga undir miðstjórn ríkisins en á kostnað heimamanna. Menn óttuðust einnig að sam- böndum sveitarfélaga hyrfi allur kraftur, ef þau yrðu bundin í lagabálkum embættismennsk- unnar. Með neikvæðri afstöðu sveit- arfélaga til þriðja stjórnstigsins þá eru stjórnvöldum gefnar frjálsar hendur um uppbyggingu þess sem embættismannakerfis. Lagasmíð síðustu ára er ein- hliða í þá áttina. Við getum ekki komið í veg fyrir þriðja stjórn- stigið og við getum ekki gert óll sveitarfélög stór, - en við getum frá grunni sambanda sveitarfé- laganna byggt upp héraðsstjórn- ir, þar sem kjörnir fulltrúar sveitarstjórna ákveða fram- kvæmdir, rekstur og önnur má- lefni fjórðungsins. Fjármagn ríkissjóðs kæmi óskipt, enda er drjúgur hluti ríkistekna frá landsbyggðinni runninn. Því fjármagni ber að skipta sam- kvæmt vilja heimamanna fyrst og fremst. Yfirgangur og hroki ríkisins er nú slíkur að þeir lokuðu m. a. s. bönkunum og sjálfa sig af með öllum sérfræðingum dag- inn sem forráðamenn allra sveit- arfélaga landsins héldu fjár- málaráðstefnu í Reykjavík í haust sem leið. Efnið átti að vera fjármálastefna þessa árs. Þar sem ríkið tekur þátt í kostn- aði. ræður það mestu og jafnvel öllu um hvernig peningarnir eiga að notast, það sem við kaupum reiknast jafnvel ekki til kostnaðar. Þröngsýnin er slík að sem minnst er hugsað um sér- stakar aðstæður á landsbyggð- inni, heldur boðið upp á „mini" útgáfur af Reykjavíkurlausn- um. Fjárveitingar ríkissjóðs til landsbyggðarinnar eru ekki ölmusa. Þær eru endurgjald ríkisins á örlitlum hluta þeirra skatttekna sem upprunnar eru á landsbyggðinni. íslenska ríkið er eins og páfugl, með fæturna suður í Reykjavík og kroppandi um allt land. Þjónustu sína og þægindi vill hann hafa við fætur sér, þar sem fæðan skilar sér. 1419 '85 Sigurður Gunnarsson, Fáskrúðsfirði. afsláttur á öllum ljósum og ljósabúnaði ennc® á Nesgötu 7 Neskaupstað © 97-7117 Opið 900-1200 og 1300-1800 virkadaga Austfirðingar - Reyðfirðingar Opinn fundur verður með Svavari Gestssyni, formanni Alþýðubandalagsins í Félagslundi, Reyðarfirði föstudaginn 27. sept. nk. kl. 230 Einnig verða á fundinum alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson Allir velkomnir Alþýðubandalagið Haustfundur Kvenfélagsins Nönnu verður í safnaðarheimilinu mánudaginn 23. september kl. 2030 Dagskrá: Vetrarstarfið Önnur mál Júlíus Haraldsson verður með kynningu á áleggi frá Síldarvinnslunni hf. Neskaupstað Mætum allar og höldum uppi líflegu vetrarstarfi Nanna Minjavörður á Austurlandi Starf minjavarðar á Austurlandi er laust til umsóknar frá og með 1. nóvember nk. - í starfinu felst skipulag, uppbygging og fagleg aðstoð við söfn á safnsvæðinu, sem er Austurlandskjördæmi — Minjavöðrður er jafnframt forstöðumaður Safnastofnunar Austurlands og starfar undir stjórn hennar Leitað er að starfsmanni með menntun í þjóðfræði eða fornleifafræði, sem hefur áhuga á safnamálum og gæddur er góðum samstarfseiginleikum — Laun samkvæmt samkomulagi starfsmanna ríkisins um minjaverði Umsóknarfrestur er til 1. október nk. — Skriflegar umsóknir sendist Halldóri Sigurðssyni á Miðhúsum, 700 Egilsstaðir Upplýsingar eru veittar á skrifstofu SAL fyrir hádegi S 97-1451 og hjá Halldóri Sigurðssyni S 97-1320 á ótilgreindum tíma Stjórn SAL Fasteignir til sölu Ibúðir: Þiljuvellir27 2 íbúðir Miðstræti 22 Hafnarbraut 36 Nesbakkil5 Starmýri Þiljuvellir28 2 íbúðir á Seyðisfirði Ibúðarhús: Egilsbraut 23 Mýrargata 32 Þórhólsgata 3 Hlíðargata 22 Ásgarður 8 Strandgata 36 Naustahvammur 56 Hólsgata 9 ásamt ýmsum öðrum eignum Ýmis skipti koma til greina Allar upplýsingar gefur: Viðskiptaþjónusta Guðmundar Ásgeirssonar Melagötu 2, Neskaupstað S 7677 & 7177 Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu og bæjarfógetinn á Eskifirði Gerirkunnugt: Þriðjudaginn 10. september 1985, var í fógetarétti Suður-Múlasýslu og Eskifjarðar kveðinn upp svohljóðandi LÖ GT AKSÚRSKURÐUR „Hér með úrskurðast, að lögtök mega fara fram til tryggingar eftirtöldum vangoldnum gjöldum álögðum 1985 á einstaklinga og lögaðila á Eskifirði og í Suður-Múlasýslu, að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar Gjöldineruþessi: Tekjuskattur, eignaskattur, sóknargjald, slysatryggingargjald v/heimilisstarfa, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, slysatryggingagjald atvinnurekenda, skv. 20. gr., atvinnuleysistry ggingagj ald, vinnueftirlitsgjald, launaskattur, kirkjugarðsgjald, sjúkratryggingagjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af skrif stofu- og verslunarhúsnæði — Einnig fyrir aðflutningsgjaldi, útflutningsgjaldi, skráningargjaldi skipshafna, skipaskoðunargjaldi, lestagjaldi og vigtagjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi, bifreiða- og slysatryggingagjaldi ökumanna 1984, áföllnum og ógreiddum söluskatti af skemmtunum, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, sýsluvegaskatti, söluskatti sem í eindaga er fallinn, svo og fyrir viðbótar- og aukaálagningum söluskatts og þinggjalda vegna fyrri tímabila Lögtökin fara fram án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs" Eskifirði, 10. sept. 1985 Bjarni Stefánsson

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.