Austurland - 24.10.1985, Qupperneq 1
Austurland
HELGARFERÐIR
TIL AKUREYRAR
Benni & Svenni
S 6399 & 6499
35. árgcingur.
Neskaupstað, 24. október 1985.
38. tölublað.
Tilbúnar í slaginn. (Basamefnd '74).
andlitssnyrtingu, hársnyrtingu
(almenn umhirða hárs) og lík-
amsbeitingu svo ég nefni sum
þeirra námskeiða, sem haldin
hafa verið, en síðan fór að draga
úr þátttöku.
□ Virðist þér þá að áhugi fari
dvínandi fyrir starfi félagsins?
■ Það er erfitt að fullyrða
nokkuð um slíkt, en ég get ekki
neitað því, að við höfum nokkr-
ar áhyggjur af því, hvað lítið
hefur fjölgað í félaginu á seinni
árum, og þá á ég við yngri
konur. Félagskonur eru nú 93.
□ Hvernig hyggist þið bregðast
við því?
■ Við reynum að koma til móts
við breyttan tíðaranda með
breyttum starfsháttum og höf-
um það að leiðarljósi að gera
félagsstarfið aðlaðandi fyrir
konur á öllum aldri.
□ Pað er sern sagt hugur íykkur
með að efla félagið?
■ Já, við erum sannfærðar um
að félagið á fullan rétt á sér og
látum ekki deigan síga. Allt
félagsstarf er mjög þroskandi
og ég er þess fullviss að allar
eða flestar konur hafa bæði
þörf og ánægju af því að hittast
í frjálsu félagsstarfi þrátt fyrir
mikla vinnu utan heimilis.
Verkefnin framundan eru
óteljandi og ég vona að okkur
auðnist að halda uppi þrótt-
miklu starfi í félaginu og getum
þannig haldið áfram því starfi,
sem unnið hefur verið í gegn-
um tíðina.
□ Að þessum orðum Sólveigar
mœlturn slógum við botninn í
þetta spjall okkar.
Um leið og ég þakka Sólveigu
fyrir óska ég Kvenfélaginu
Nönnu alls hins besta í framtíð-
inni og árna konum þar heilla í
starfi. S. Þ.
Viðtal við Sólveigu Jóhannsdóttur:
Um starfsemi Kvenfélagsins Nönnu
□ Senn líður að lokum kvenna-
áratugar Sameinuðu þjóðanna,
og í dag, 24. október, er 10 ára
afmœli kvennafrídagsins, sem á
sínum tíma vakti mikla athygli
og umrœðu um stöðu kvenna.
Snemma kusu konur sér að
starfa t kvenfélögum og hér í
Norðfirði hefur Kvenfélagið
Nanna starfað um áratuga skeið.
Ég átti á dögunum stuttspjall við
formann félagsins, Sólveigu Jó-
hannsdóttur um félagið og starf
þess. Bað ég Sólveigu fyrst að
segja ífáum orðum fráfélaginu.
■ Kvenfélagið Nanna er stofn-
að 27. janúar, 1907 og er því á
79. aldursári. Félagið er aðili að
SAK, Sambandi austfirskfa
kvenna, sem svo aftur er aðili
að Kvenfélagasambandi ís-
Sfldveiði
að glæðast
Fyrri hluta vikunnarhefir ver-
ið góð síldveiði við Austfirði.
Hefir síldin veiðst inni á all-
mörgum fjörðum, en mest þó í
Reyðarfirði. Allar söltunar-
stöðvar hafa nú fengið síld til
söltunar og hefir verið mikið um
að vera á plönunum.
í gær höfðu verið saltaðar um
6.500 tunnur í Neskaupstað, um
4.000 tunnur hjá Mána og um
2.500 tunnur hjá Síldarvinnsl-
unni. B. S.
lands. Starfsvettvangur hefur
verið hefðbundinn, þ. e. að efla
og styðja líknar- og menningar-
starf, og hefur kröftunum verið
beint að mismunandi verkefn-
Sólveig Jóhannsdóttir.
um á hverjum tíma. Væri of
langt mál að telja það allt upp
hér.
□ Að hvaða verkefnum er verið
að vinna núna?
■ Safnaðarheimilið er efst á
baugi þessa stundina en þar á
undan var það Fjórðungssjúkra-
húsið, auk ýmissa annarra verk-
efna, sem félagið hefur styrkt,
s. s. dagheimilið, skíðaskálinn
sunnan Oddsskarðs, bókasafn
Nesskóla svo að eitthvað sé
nefnt. Auk þess er félagið aðili
að samnorrænu verkefni í þriðja
heiminum, sem miðar að því að
auka fræðslu um hreinlæti, með-
24. október:
Kröfuganga - Opiö hús
Konur á Norðfirði hafa ákveð-
ið að minna á launamál kvenna
með kröfugöngu og opnu húsi í
Egilsbúð í dag 24. okt.
Gangan hefst við bræðsluna kl.
14 og gengið verður að Egilsbúð,
þar sem opið hús verður til kl. 18.
Þá er vitað um aðgeðir í tilefni
dagsins á Egilsstöðum, Höfn í
Hornafirði og Vopnafirði.
ferð vatns, matvæla o. fl., með
gerð myndbanda.
□ Hvernig er innra starfi félags-
ins háttað?
■ Innan félagsins starfa nefndir
eða starfshópar, sem sjá um
ákveðin verkefni, s. s. jólatrés-
nefnd, sem sér um jólatrés-
skemmtun fyrir börn og fjár-
öflunarnefnd, basarnefnd og
mæðrastyrksnefnd, sem starfa
allt árið. Þá er einnig að nefna
eldri borgara nefnd, sem við
köllum svo, er hefur aðstoðað
við samverustundir í safnaðar-
heimilinu fyrir eldra fólkið, í
samvinnu við séra Svavar
Stefánsson.
□ Hvað með námskeið á vegum
félagsins?
■ Já, félagið hefur alltaf af og
til beitt sér fyrir námskeiðum og
sýnikennslu af ýmsu tagi s. s. í
saumum, matreiðslu, félags-
málanámskeiðum o. fl. og fyrir
þremur árum kusum við sér-
staka fræðslu- og skemmti-
nefnd, sem er ætlað að vinna að
þessum málum, þ. e. við reyn-
um að gera meira fyrir félags-
konur sjálfar og lífga þannig
upp á félagsstarfið.
□ Eru þessir fræðslu- og
skemmtifundir opnir öðrum en
félagskonum?
■ Já, hingað til hefur þetta að
mestu verið frjálst, þannig að
öllum er heimill aðgangur.
□ Hvernig hefur þetta mœlst
fyrir, hefur aðsókn verið góð?
■ Til að byrja með var hún
mjög góð, t. d. á námskeið í
Fríður hópur. F. v. Svanfríður Sigurðardóttir, Kristrún Helgadóttir, Magnea Guðmundsdóttir, Ólöf
Gisladóttir, Guðrún Eiríksdóttir, Álfhildur Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Björg Helgadótlir.