Austurland


Austurland - 24.10.1985, Qupperneq 2

Austurland - 24.10.1985, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR, 24. OKTÓBER 1985. Austurland MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson. RitBtjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) 5S7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir- Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - ©7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Ótti við niðurskurð Það er öllum ljóst, að fjárlagafrumvarpið, sem lagt var fram á Alþingi í þingbyrjun er marklaust plagg og gefur litla vísbendingu um það, hvernig endanleg fjárlög koma til með að líta út. Einnig er það ljóst, að frjálshyggjulið íhaldsins fann frumvarpinu það helst til foráttu, að þar væri ekki gert ráð fyrir nógu miklum niðurskurði á fjárframlögum ríkisins til framkvæmda og samfélags- legrar þjónustu. Sú staðreynd gefur ákveðna vísbendingu um það, hvers megi vænta í fjárlögum næsta árs, því að efiaust mun Sjálfstæðisflokkur- inn ráða því, sem hann vill ráða í þeim efnum. Yfirlýsingar for- sætisráðherrans og annarra framsóknarmanna um það, að þeir ljái ekki máls á skerðingu félagslegrar þjónustu, eru marklitlar og að engu hafandi, ef dæma má af reynslu yfirlýsinga úr þeirri átt. Nú ríkir því almennur ótti í landinu við ótæpilegan niðurskurð á framlögum til hinna ýmsu félagslegu málaflokka svo sem heil- brigðis- og tryggingamála, skólamála og húsnæðismála, svo að nokkuð sé nefnt. Einnig óttast menn mjög, og ekki síst fólk úti á landsbyggðinni, aðframkvæmdaþættirríkisinst. d. ívegamálum, flugmálum og hafnamálum verði skertir gífurlega að raungildi og stuðningur við hina ýmsu þætti atvinnulífsins verði minnkaður að miklum mun. Allt eru þetta atriði, sem skipta fólk og afkomu þess og búsetu- öryggi afar miklu og skerðing þessara þátta flestra kemur verr við fólk utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess. Þingmenn landsbyggðarinnar hafa því verk að vinna á næstu vikum og það verður fylgst með störfum þeirra. Ef þeir sameinast, hafa þeir afl til að ráða ferðinni og koma í veg fyrir óhappaverk þessarar heillum horfnu ríkisstjórnar í sam- bandi við fjárlagagerðina. Byggðastofnun til Akureyrar Byggðastofnun, sem er nýr arftaki Framkvæmdastofnunar, er í mótun og eitt af því, sem ber hátt í umræðunni um hana, er hvar hún á að hafa aðsetur. Margir hafa sett fram þá skoðun og þá kröfu, að aðsetur hennar verði á Akureyri. Undir það skal tekið hér heils hugar og í fullri alvöru. Það hlýtur að vera eðlilegt, að slík stofnun hafi aðsetur utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir því má færa óteljandi rök. Stjórn Byggðastofnunar hefur nú ákveðið að fá ráðgjafa til að kanna kosti þess og galla að flytja stofnunina til Akureyrar. Út úr slíkri könnun kemur vart annað en viðkomandi embættismenn vilja, að út úr henni komi og líklegast verður niðurstaðan einhvers konar skoðanaleysi. Til þess bær yfirvöld eiga því að taka um það hiklausa ákvörðun, að Byggðastofnun skuli vera á Akureyri. Það mun örugglega auka notagildi þeirrar stofnunar fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. B. S. FRA ALÞINGI Nú þegar Alþingi er komið saman í 108. sinn frá endurreisn þess fyrir 140 árum, mun AUSTURLAND birta stutta pistla um þing- störfin. Þar verður fyrst og fremst staldrað við þau þingmál, er varða landsbyggðina og Austurlandskjördæmi sérstaklega. Uppstokkunin innan ríkis- stjórnarinnar í þingbyrjun hef- ur verið helsta fréttaefnið og vissulega er þar um einsdæmi að ræða í íslenskri stjórnmála- sögu. Fjárlagafrumvarp Alberts var fyrsta þingmálið, sem lagt var fram, en þegar er búið að dæma það úr leik. Fjárveit- inganefnd þingsins fær ekki einu sinni að fjalla um frum- varpið, heldur er sett upp sér- stök nefnd á vegum ríkis- stjórnarinnar til að ganga í endurksoðun þess. Slíkt eru vissulega óþingleg vinnubrögð og eftir er að sjá, hver afrakst- urinn verður. Talið er, að Þor- steinn Pálsson fái sinn dóm hjá frj álshyggj uliði Sjálfstæð- isflokksins, eftir því hvernig til tekst. Sama gjald fyrir símaþjónustu Hjörleifur Guttormsson og Helgi Seljan flytja ásamt þremur öðrum þingmönnum Alþýðubandalagsins þingsá- lyktunartillögu um, að innan fimm ára verði símgjöld innan- lands jöfnuð til fulls, þannig að sama gjald verði fyrir símtal óháð vegalengd, jafnframt að kostnaður vegna símtala við stjórnsýslustofnanir verði hinn sami, hvar sem er á landinu fyrir árslok 1987. Þess verði gætt, að þessar breytingar verði ekki íþyngjandi fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Hér er um stórmál að ræða fyrir landsbyggðina, sem lagt var fram seint á síðasta þingi, en nú reynir á, hverjar undir- tektir verða. Ný byggðastefna og valddreiflng Hjörleifur og Steingrímur J. Sigfússon endurflytja tillögu til þingsályktunar um nýja byggðastefnu og valddreifingu til héraða og sveitarfélaga. Þar er m. a. gert ráð fyrir nýju stjórnsýslustigi, sem fái í hend- ur fjármagn og verkefni, sem nú eru í höndum Alþingis og ríkisstofnana í Reykjavík. Til- lagan er mjög ítarleg og gerði Hjörleifur grein fyrir hug- myndum sínum hér í blaðinu á liðnu sumri. Fyrirspurnir Helgi og Hjörleifur hafa lagt fram nokkrar fyrirspurnir til ráðherra. Helgi spyr heilbrigðisráð- herra, til hverra úrræða verði gripið til að tryggja læknis- þjónustu í Vopnafjarðarlækn- ishéraði. Hjörleifur spyr mennta- málaráðherra um ráðningu réttindalausra í kennarastöður nú í haust og hvenær vænta megi lögverndunar á starfs- heiti og starfsréttindum kennara. Um það efni flutti hann frumvarp á síðasta þingi og var því vísað til ríkisstjórn- arinnar. í svari menntamálaráðherra á Alþingi í fyrradag kom fram að réttindalausir kennarar eru nú 441 eða um 20% kennara, þar af 13 í Reykjavík, en 71 á Austurlandi. Hvað segja bændur nú? Ekki dylst neinum að Fram- sóknarflokkurinn hefur fjarlægst uppruna sinn og fyrri stefnumið með hraða ljóssins í seinni tíð. Sjálfur formaður hans leiðir frjálshyggjuna til valda og heldur dyggilega forystu um þá stefnu í öllum greinum. Og áhrifin láta ekki á sér standa. Ungur maður á uppleið í Framsókn skrifar grein í NT á dögunum um það hver sé brýnasta nauðsyn flokksins. - Orðrétt segir þessi ungi maður, Bjarni Hafþór Helgason frá Akureyri svo: Kirkja Barnastarfið í Norðfjarðar- kirkju hefst nk. sunnudag, 27. október kl. 1030 f. h. Allir vel- komnir. Almenn samkoma í safnaðar- heimilinu föstudagskvöld, 25. október kl. 2030. Benedikt Arn- kelsson og Skúli Svavarsson, kristniboðar tala og sýna myndir frá kristniboðsstarfinu. Sóknarprestur. „Til að vinna Framsóknar- flokknum sem borgaralegum miðjuflokki fylgi í þessu þétt- býlisþjóðfélagi er nauðsynlegt að „vöruþróa" framboðslista hans og eitt helsta einkenni slíkrar vöruþróunar verður að vera veruleg fækkun bænda á framboðslistum flokksins." Þá hafa menn það - reyndar hafa bændur ekki þjakað fram- boðslista Framsóknar eystra og fá þar ekki að fara upp fyrir miðju, svo að „vöruþróunin" er þegar um garð gengin þar. En meira blóð er í kúnni hjá Bjarna Hafþóri. Hann vill „uppa“ „töff“ línu hjá sam- vinnuhreyfingunni, sem hann hefur með stórum staf enda máski í vinnu hjá KEA og á uppleið þar. Orðrétt: „Á sama hátt og „Moggauppunum" er haldið á „töff-línunni“ - er það eitt af hlutverkum Samvinnuhreyfing- arinnar að laða til sín fólk, sem vill vera „töff og á uppleið“ og sem hefur þannig þau áhrif á almenning að hinum finnist hreyfingin virkilega: „töff, smart og æðisleg“.“ Og til áherslu í lokin: „Við- brögðin eiga að vera: Bændur út af framboðslistum flokksins, að öllu óbreyttu, og bylting í áróðursmálum Samvinnuhreyf- ingarinnar." Þar hafa menn það. Hvernig lýst nú góðum og gegnum vinstri framsóknarmönnum á, þeim sem þó eru ennþá til í þessum „borgaralega miðjuflokki“? Er annars nema von að blessuðu „barninu" bregði í ættina - frjálshyggjuættina, sem Stein- grímur, Halldór og allir hinir hafa leitt í öndvegi? En ömurlegt er orðið hlut- skipti þeirra sem þannig bregð- ast öllum sínum ágætu stefnu- miðum. Og bændur ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir halda áfram að fylgja flokki, sem á að vera fyrir „uppana", fyrir „töff- línuna" og þarf mest á þvf að halda að losa sig með öllu við þau óþrif, sem eru að bændum. H. S.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.