Austurland


Austurland - 24.10.1985, Side 3

Austurland - 24.10.1985, Side 3
FIMMTUDAGUR, 24. OKTÓBER 1985. 3 1. vetrardagskvöld nk. laugardagskvöld kl. 2300 — 300 leika Munið eftir veislukvöldi okkar nk. laugardagskvöld kl. 1930 — 2 200 Borðapantanir S 7321 Verið velkomin EGILSBÚÐ Viðtal við Sigfinn Karlsson: Bæta þarf samband Vinnueft- irlitsins og verkalýðsfélaganna AUSTURLAND náði taii af Sigfinni Karlssyni, forseta Alþýðusambands Austurlands Alþýðubandalag Héraðsmanna heldur almennan félagsfund í Valaskjálf Egilsstöðum mánudaginn 28. október nk. kl. 2100 Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á landsfund 2. Sveitarstjórnarmál 3. Önnur mál Mætið vel og stundvíslega Stjórnin Sigfinnur Karlsson. á vinnuverndarráðstefnunni á Iðavöllum og spurði hann um ráðstefnuhaldið og ástand í vinnuverndarmálum. □ Hvers vegna skipuleggið þið og haldið þessa ráðstefnu? ■ Okkur hefur fundist eftir at- hugun, að þessi mál séu ekki í nógu góðu lagi og sambandið á Viðtal við Skúla Magnússon: Hugarfarsbreyting er að eiga sér stað í vinnuverndarmálum Skúli Magnússon er um- dæmiseftirlitsmaður Vinnueftir- lits ríkisins á Austurlandi og er búsettur á Egilsstöðum. Á vinnuverndarráðstefnunni á Iðavöllum átti AUSTUR- LAND viðtal við hann um ráð- stefnuna og vinnuverndarmál, en Skúli og forstjóri Vinnueftir- litsins fluttu báðir erindi á ráð- stefnunni og einnig fræðslufull- trúi Vinnueftirlitsins. □ Hvað viltu segja um þessa ráðstefnu og samband Vinnueft- irlitsins og verkalýðsfélaganna? ■ Þessi ráðstefna er af því góða og bráðnauðsynleg. Eftir því sem mér skilst er þetta fyrsta ráðstefnan sinnar tegundar, sem haldin er á landinu og forstjóri Vinnueftirlitsins hvatti MFA til að halda svona ráðstefnur um allt land og ég geri þá ráð fyrir, að Vinnueftirlitið sé reiðubúið til að koma á slíkar ráðstefnur um vinnustaðinn og aðbúnaðar- og öryggismálin til að reyna að ýta þessum málum áleiðis og koma upp einhverju kerfi, sem er virkt í eftirlitsstarfinu. Ég er ekki búinn að vera mjög lengi hér sem starfsmaður, en ég sé þó mikla breytingu í rétta átt frá því sem áður var. Það er komin af stað hugarfarsbreyting og það tel ég mjög mikilvægt, þó að langt sé frá, að allir vinnu- staðir séu orðnir góðir. Fólki finnst hér, að Vinnueft- irlitið þyrfti að vera miklu virk- ara í eftirlitsstarfinu en það er og það viðurkenni ég. En um- dæmið er stórt og ég er einn og svo hafði maður í veganesti, þegar maður fór af stað, örygg- istrúnaðarmanna- og örygg- isvarðakerfið, sem lögin gera ráð fyrir, en það hefur nánast aldrei náð að virka. En hér hafa komið fram ýmis jákvæð atriði, svo að maður vonar, að þetta fari að lagast. Ég hef óskað eftir samvinnu við verkalýðshreyfinguna hér á þessari ráðstefnu um að koma skráningu og tilkynningar- skyldu öryggistrúnaðarmanna í það horf, að ég geti leitað til þeirra og þeir til mín. Flest fyrirtæki eiga að vera komin á skrá hjá mér, en þó eru alltaf að koma í ljós skráningar- skyld fyrirtæki, sem ég hef ekki haft hugmynd um, að væru til. Ég hef því beðið formenn verkalýðsfélaganna að búa til lista handa mér um skráningar- skyld fyrirtæki á sínu svæði, af því að þeir þekkja best til á stöðunum. Ég tek það fram, að þeir eru ekki skyldugir að gera Skúli Magnússon. þetta, en ég er þegar farinn að fá inn þessa lista og á einum stað komu þannig í ljós þrjú fyrir- tæki, sem ég vissi ekki um. □ Það er talað um, að það sé erfitt að ná sambandi við þig. ■ Já, ég er eini starfsmaður þessarar stofnunar á Austur- landi. Ég er búinn að sækja um að fá starfsmann á skrifstofu í hálfa stöðu einfaldlega til þess að ég geti sinnt sjálfu eftirlits- starfinu mun meira, eins og ég reiknaði með í upphafi, þegar ég réðist í þessi störf. Landbún- Framh. á 4. síðu. milli Vinnueftirlitsins hér á Austurlandi og félaganna er að mínu mati ekki nógu gott. Það hefur verið þannig, að vinnueft- irlitsmaðurinn hefur ekki haft samband beint við félögin, held- ur mikið meira við vinnustað- ina. Kannski er það eftir þeim fyrirmælum, sem hann hefur og í anda laganna, en það er and- vígt því, sem ég hef hugsað þetta. Sennilega er það víða svo á Austurlandi, að ekki eru til ör- yggistrúnaðarmenn og ekki ör- yggisverðir heldur á vinnu- stöðunum. Þetta þarf að laga og það er m. a. þess vegna, sem við höfum kallað saman þennan hóp til að kanna, hvernig þetta er og vinna út frá því. Þegar við ákváðum í ASA og MFA að hafa þessa ráðstefnu og fórum að undirbúa hana, þá sendum við spurningalista til allra aðild- arfélaga og báðum þau að koma þeirn út á vinnustaðina til þess að á hverjum vinnustað væri hægt að fylla út þessa spurninga- lista um aðbúnað, hollustuhætti og annað, sem tilheyrir vinnu- staðnum. □ Og h vernig er ráðstefnan sótt? ■ Hún er nokkuð vel sótt, því að hér eru 43 fulltrúar frá 11 félögum af 14 félögum á svæð- inu. Sum þeirra félaga, sem ekki eiga hér fulltrúa, eru fámenn og liggja fjær og senda ekki alltaf fulltrúa á ráðstefnur og þing sambandsins. Það var lögð áhersla á, að hér kæmu trúnað- armenn og öryggistrúnaðar- menn og stjórnir félaganna. Þessi hópur hér er blandaður þessum aðilum. □ Er það rétt með tilliti til þess sem þú sagðir hér áðan, að þér finnist skorta nokkuð á nœgilega samvinnu Vinnueftirlitsins og verkalýðsfélaganna í vinnu- verndarmálum? ■ Já, mér finnst skorta dálítið á það, að vinnueftirlitsmaður- inn, sem er búsettur á Egilsstöð- um og ferðast hérna um, að hann hafi nógu mikið samband við starfandi skrifstofur verka- lýðsfélaganna. Ég get t. d. sagt fyrir mitt félag, sem er stærsta félagið á sambandssvæðinu, að ég hef séð þennan mann tvisvar sinnum og í bæði skiptin á ráð- stefnu hér á Iðavöllum. Ég hef kannski gert lítið í því að ná sambandi við hann, en í þau fáu skipti, sem ég hef hringt, hefur símsvari svarað. Ég hef ekki tal- að við þennan símsvara, svo að ég get kannski kennt mér að ein- hverju Ieyti um þetta. En mitt mat er það, að þetta þurfi að lagast og þetta verði ekki gott nema viðkomandi maður vilji að einhverju leyti hafa samband við félögin sjálf. Hins vegar geri ég mér það vel ljóst, að einn maður, sem er með svona geypi- stórt umdæmi og verður að sinna öllum landbúnaðartækj- um líka, kemst ekki yfir þetta. Það væri kannski nóg verkefni fyrir einn mann að huga að öxl- unum í öllum traktorunum og öðrum landbúnaðartækjum á skoðunarsvæðinu. □ Að lokum, Sigfinnur, hvernig finnst þér þá ráðstefnan hafa tek- ist og telurðu, að hún skiliykkur einhverjum árangri? ■ Mér finnst ráðstefnan hafa tekist vel. Hér hafa komið fram mjög athyglisverð erindi og ég verð að segja, að þau erindi, sem framsögumennirnir fluttu, voru miklu betri en ég var búinn að gera mér í hugarlund, að þau yrðu og ég trúi ekki öðru en þessi ráðstefna skili einhverju. Og ég er alveg sannfærður um, að það verða einhver för, sem koma eftir hana út á vinnustað- ina. Ég vil svo taka það fram, að öll svona fræðsla er uppbyggj- andi fyrir verkalýðshreyfinguna og þegar hún er svona nákvæm- lega útfærð eins og á þessari ráð- stefnu, getur hún ekki annað en skilað árangri. □ Að svo mœltu slitum við Sig- finnur talinu og hann hélt á ný inn í ráðstefnusalinn og A USTURLAND þakkar hon- um viðtalið. B. S. Atvinna Fjórðungssjúkrahúsið vantar starfsmann Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri S 97-7403 og 97-7466 Fjórdungssjúkrahúsið Neskaupstað

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.