Austurland - 24.10.1985, Side 5
FIMMTUDAGUR, 24. OKTÓBER 1985.
5
Gæðamat
Fátt er viðkvæmara meðal
sjómanna en gæðamat á fiski.
Er það auðskilið vegna þess að
miklu máli skiptir hvort fiskur-
inn fer í fyrsta, annan eða þriðja
gæðaflokk vegna hins mikla
verðmunar sem er á milli þess-
ara flokka.
Oft ganga um það sögur
hversu matið sé miklu betra á
einum stað en öðrum. Á það
skal ekki lagður dómur hér.
Hins vegar er það augljóst mál
að fiskur er hærra metinn á ein-
um stað en öðrum, hvort sem
það stafar af mismunandi gæð-
um fisksins eða mismunandi
forsendum sem lagðar eru til
grundvallar við matið.
Fiskifélag (slands hefur tekið
saman yfirlit um gæðaflokkun á
þorski fyrstu 5 mánuði þessa
árs. Hér á eftir fer tafla um
gæðamat á þorski veiddum í net
og lönduðum í verstöðvum aust-
anlands.
í næsta blaði verður birt tafla
yfir gæðamat á þorski hjá Aust-
fjarðatogurunum fyrstu 5 mán-
uði þessa árs. G. B.
Slaður Magn (tonn) i.n.(%> 2.n.(%) 3. n. (%) Óflokkað (%)
Bakkafjörður 133 70.2 14.2 15.5 0.1
Vopnafjörður 230 70.0 16.7 13.3
Borgarfjörður 27 68.0 17.2 14.8
Neskaupstaður 107 79.9 18.6 1.5
Eskifjörður 740 49.1 30.7 20.1 0.1
Reyðarfjörður 260 51.1 17.8 30.5 0.6
Fáskrúðsfjörður 425 56.6 29.0 13.9 0.5
Stöðvarfjörður 11 32.6 31.0 36.4
Breiðdalsvík 683 57.3 19.5 21.9 1.3
Djúpivogur 307 78.8 16.0 5.1 0.1
Hornafjörður 5.891 62.5 20.3 17.2
Landsmeðaltal (68.3) (20.2) (11.3) (0.2)
Islendingur, . . .
Framh. af 4. síðu.
og kannski kjarnorkuvopn svo
að nábúar þessa svæðis eru í
stöðugri lífshættu?
Nægir það þér meðan börn þín
haldast ósnortin af erlendum
áhrifum, enda þótt börn í ná-
grenni herstöðvanna verði fyrir
hvers konar áhrifum af hernaðar-
anda, miði leikföng sín og leiki
við stríð og manndráp, blandi ís-
lenskuna sína erlendum orðskríp-
um og eigi á hættu að komast í
snertingu við hina erlendu „menn-
ingu“ s. s. fíkniefnaneyslu o. fl.?
Mig hefði langað til að spyrja
þig um svo margt fleira, en ég
læt þetta nægja að sinni. Hugs-
aðu þig vel um, áður en þú svar-
ar spurningunum mínum. Ég
ávarpaði þig með heitinu íslend-
ingur. Pað getur farið eftir svör-
um þínum, hvort framtíðin læt-
ur þig halda því heiti eða gefur
þér eitthvert annað í þess stað.
Og síðasta „afrek" þeirrar
heillum flúnu ríkisstjórnar, sem
nú situr að völdum með hinn
þjóðholla utanríkisráðherra í
fararbroddi, er að heimila her-
námsþjóðinni að reisa nýjar
radarstöðvar austan lands og
vestan auk aukinna annarra um-
svifa.
Hvenær verður þessi blettur
undirlægju og ódrengskapar
þveginn af okkur íslendingum?
Kannski ekki fyrr en land
okkar verður þurrkað út í næstu
kjarnorkustyrjöld og þá fyrst
þeir staðir, sem ógæfumennirnir
íslensku heimiluðu herraþjóð-
inni að útbúa sem víghreiður og
árásarvettvang gegn 30 silfur-
peningum.
r
VERKAFOLK
VINNA VINNA
Okkur vantar nú þegar fólk til vinnu:
Við frystingu . . . . Upplýsingar S 7505
Við síldarsöltun . Upplýsingar S 7650
|/svn\) Síldarvinnslan hf.
Neskaupstað
Vísnahom Austurlands
Nú á veturnóttum þykir AUSTURLANDI tilhlýðilegt að hefja
vikulegan vísnaþátt, örstuttan hverju sinni.
Tekið verður með þökkum vísum lesenda og næstum einu
birtingarskilyrðin eru, að hortittir og aðrir hnökrar séu ekki mjög
áberandi.
Vísur ortar af ákveðnu tilefni eða um dægurmál eru vel þegnar
og stuttar skýringar með, þar sem ástæða er til.
Og þá byrjum við og látum Sverri Haraldsson á Borgarfirði
ríða á vaðið, er hann segir um gagnsemi stökunnar.
Ef að þú átt orðið bágt
eftir langa vöku,
þá er ráð að þylja lágt
þokkalega stöku.
Sverrir segir einnig um minnið og minninguna.
Eitt er týnt og annað gleymt,
œskan horfin sýnum.
Er þó stundum eins og reimt
enn í huga mínum.
Og síðasta vísan að sinni er frá undirrituðum og þarf engrar
skýringar við.
Sá er treður troðna slóð
tálma enga brýtur,
aldrei vermist andans glóð
eða lífsins nýtur.
B. S.
Bæjarfógetinn
í Neskaupstað
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 80., 84. og 87. tbl.
Lögbirtingablaðsins 1985 á húseigninni
Hrafnsmýri 1, Neskaupstað, með tilheyrandi
lóðarréttindum, þinglýstri eign Karls Jóhanns
Birgissonar, fer fram eftir kröfu Árna
Halldórssonar, hrl., o. fl. á eigninni sjálfri
föstudaginn 25. október 1985, kl. 1400
Bæjarfógetinn í Neskaupstað
Bæjarfógetinn
í Neskaupstað
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 80., 84. og 87. tbl.
Lögbirtingablaðsins 1985 á húseigninni
Strandgötu 43, Neskaupstað, með tilheyrandi
lóðarréttindum, þinglýstri eign Gylfa
Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Ásgeirs
Thoroddsen, hdl., á eigninni sjálfri
föstudaginn 25. október 1985, kl. 1530
Bæjarfógetinn í Neskaupstað