Austurland


Austurland - 05.12.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 05.12.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 5. DESEMBER 1985. ---------Austurland------------------ MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) ©7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - ©7756. Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Fiskveiðistj órnunin Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða er nú rætt á Alþingi og sýnist þar sitt hverjum bæði í þingflokkum ríkisstjórnarinnar og hjá stjórnarandstöðu. Tveggja ára reynsla er nú fengin af þeirri stjórnun- araðferð að skammta hámarksafla á botnfisktegundir og jafna honum á veiðiskip með svonefndu aflamarki, en áður var reynt að hafa hemil á veiðisókn með tak- mörkun á úthaldi fiskiskipa eftir svonefndu skrapdaga- kerfi. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi á Austurlandi höfðu um árabil barist fyrir breytingu á stjórnun veiðanna í þá átt sem upp var tekin frá ársbyrjun 1984 að telja. Löngu var orðið tímabært að reyna nýjar leiðir um stjórnun veiðanna og voru þingmenn Austurlands al- mennt fylgjandi breyttu kerfi. Miklir ágallar voru hins vegar á þeim frumvörpum, sem Halldór Ásgrímsson bar fram sem sjávarútvegs- ráðherra og fékk lögfest vegna áranna 1984 og 1985. Með þeim var ráðherra fengið óskorað vald í hendur án leiðsagnar af hálfu Alþingis. Lögin voru þannig afar ólýðræðisleg og hættulegt fordæmi í stórmáli sem þessu. Sjávarútvegsráðherra stjórnaði síðan veiðun- um með reglugerðum úr sínu ráðuneyti. Þannig setti ráðherra reglugerðir um veiðar smábáta undir 10 brúttórúmlestum tvö ár í röð. Þar komu fram alvarlegustu mistök Halldórs Ásgrímssonar í beitingu laganna. Innleitt var óhæft og afar ranglátt kerfi gagn- vart smábátaútgerð, enda hefur það sprungið gersam- lega í höndum ráðherrans á árinu 1985. Þingmenn Alþýðubandalagsins börðust gegn því að smábátar yrðu settir undir kvóta og fyrir ýmsum öðr- um lagfæringum á frumvarpi ráðherrans, en þær voru allar felldar. Það frumvarp, sem nú er til umræðu um stjórnun fiskveiða vegna áranna 1986 og 1987, er í mun skárri búningi en lög síðustu ára. Þar eru tekin inn mörg atriði, sem áður var alfarið á valdi sjávarútvegsráð- herra að stjórna með reglugerðum. Skilgreind eru tvenns konar leyfisform til botnfiskveiða, þ. e. með aflamarki og sóknarmarki. Sveigjanleiki í stjórnun veiðanna er aukinn á ýmsum sviðum og möguleiki opnaður fyrir fiskiskip að vinna sig upp úr viðmiðunum fyrri ára. Sjávarútvegsráðherrann hefur látið nokkuð af einstrengingshætti sem einkenndi alla málsmeðferð hans við lagasetningu um kvóta í fyrra og hitteðfyrra. Enn á þó samkvæmt frumvarpinu að setja miklar höml- ur á veiðar smábáta með rígskorðaðri stöðvun í 120 daga á ári. Það er eitt af ákvæðum frumvarpsins, sem reyna verður að fá breytt í meðförum þingsins. H.G. Frá Krabbameinsfélagi Austfjarða Stjórn KA, talið f. v. Sigurborg Einarsdóttir, Sigrún Steinsdóttir, Aðalbjörg Magnúsdóttir, Guðrún Sigurjónsdóttir og Helga Aðal- steinsdóttir. Ljósm. Stefán Þorleifsson. Krabbameinsfélag Aust- fjarða hélt sinn 13. aðalfund sunnudaginn 2. sept. sl. í sam- komuhúsinu á Stöðvarfirði og minntist þess jafnframt, að 15 ár eru liðin frá stofnun þess. Gestir fundarins voru Marfríður Smáradóttir og Ásgeir Helga- son, erindrekar Krabbameins- félags íslands og Reykjavíkur, sem sýndu myndir og fluttu fræðsluerindi. Auk þess heim- sóttu þau alla grunnskóla á fé- lagssvæðinu og fræddu nemend- ur um skaðsemi reykinga. Formaður félagsins, Aðal- björg Magnúsdóttir, rakti sögu þess í stórum dráttum. Aðalhvatamaður þess var Bjarni Bjarnason, læknir, þá- verandi formaður Krabba- meinsfélags íslands og fyrsti for- maður var Daníel Daníelsson, þáverandi læknir í Neskaup- stað. Stofnfélagar voru 850. Samkvæmt síðustu skýrslu telur félagið nú um 750 meðlimi. KA hefur síðan unnið markvisst að - eins og skráð er í lögum þess - að styðja í hvívetna bar- áttu gegn krabbameini. Má þar m. a. nefna aðstoð við undir- búning og framkvæmd hóp- skoðana kvenna í leit að legháls- krabba og fjáröflun til tækja- kaupa. Samkvæmt skýrslu formanns hefur félagið lagt út fé að upp- hæð 3.655.500,- g. kr. fram til ársloka 1980 og um 325.000,- í nýkr. eftir það. Af þessum tækjum má nefna magaspeglunartæki 1979 og að '/2 hluta sónartæki 1983, hvort tveggja til Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað og ristil- speglunartæki o. fl. fyrir heilsu- gæslustöðina á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Einnig hafa verið veittir styrkir til sjúklinga, sem þurft hafa í meðferð vegna krabba- meins. Nægileg verkefni eru fram- undan. Krabbameinsfélag ís- lands hefur í hyggju að koma í kring kerfisbundinni leit að brjóstakrabba í konum og einn- ig í meltingarvegi bæði karla og kvenna ásamt fræðslu- og upp- lýsingaherferð til að auka skiln- ing landsmanna á vandamálinu og á hvern hátt raunhæft er að stemma stigu við því. Með tilliti til þessa vill ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Ársœll Lárusson, verkamað- ur, Víðimýri 12, Neskaupstað, varð 65 ára 3. des. sl. Hann er fæddur í Neskaupstað og hefir alltaf átt hér heima að undan- skildum sex árum, er hann bjó á Dalvík. Krabbameinsfélag Austfjarða leggja sitt af mörkum m. a. með fjáröflun og samþykkti fundur- inn, að tekin skyldi upp árleg merkjasala á vegum félagsins og var stjórninni falið að sjá um framkvæmd málsins. Að síðustu þakkaði formaður þann stuðning og velvild, sem félagið nýtur meðal almennings. Stjórn félagsins skipa: For- maður Aðalbjörg Magnúsdótt- ir, Fáskrúðsfirði, ritari, Sigrún Steinsdótir, Dölum, Fáskrúðs- firði, gjaldkeri, Guðrún Sigur- jónsdóttir, Neskaupstað. Meðstjórnendur: Helga Aðalsteinsdóttir, Reyðarfirði og Sigurborg Einarsdóttir, Eski- firði. I fundarlok þágu gestir, sem voru 52, myndarlegar veitingar í boði heimamanna á Stöðvar- firði. Fréttatilkynning. Framhaldsskólinn í Neskaupstað Kjarnaskóli iðn- og tæknimenntunar á Austurlandi Námskeið í endurbyggingu og viðbótareinangrun gamalla húsa Námskeið í endurbyggingu og viðbótareinangrun gamalla húsa fer fram í Framhaldsskólanum í Neskaupstað dagana 5. - 7. desember — Námskeiðið hefst í dag (5. desember) kl. 1630 Húsasmiðum og áhugamönnum er heimilt að sækja námskeiðið og er námskeiðsgjald fyrir þá kr. 1.000 Leiðbeinandi verður Leifur Blumenstein byggingafræðingur Framhaldsskólinn í Neskaupstað Kjamaskóli iðn- og tæknimenntunar á Austurlandi Húseignir til sölu íbúðarhúsið Hólsgata 6 íbúðarhúsið Nesbakki 10 íbúðarhús við Ásgarð íbúðir að Hlíðargötu 22 Tvær íbúðir að Miðstræti 22 ásamt mörgum fleiri eignum Upplýsingar gefur: Viðskiptaþjónusta Guðmundar Ásgeirssonar Melagötu 2, Neskaupstað ® 7677 & 7177 Auglýsið í Austurlandi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.