Austurland


Austurland - 12.12.1985, Blaðsíða 3

Austurland - 12.12.1985, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 12. DESEMBER 1985. 3 Kaupfélag Héraðsbúa auglýsir Otrúlegt úrval leikfanga og gjafavöru Fatnaður á börn og fullorðna — gott úrval Kakó og kökur á aðeins kr. 98 í Söluskála Egilsstöðum og Hóteli KHB, Reyðarfirði Opið alla laugardaga í desember Verið velkomin Kaupfélag Héraðsbúa Oflugt starf blakdeildar Þróttar Öflugt starf blakdeildar Þróttar hefur vakið athygli víða um land. Frá því síðast var á blak minnst hér á síðunum hefur margt á daga blakara drifið. Meistaraflokkur karla hefur leikið 4 leiki, tapað þremur, fyrir Prótti R 0 : 3 hér heima, fyrir ÍS 1 : 3 og Víkingi 0 : 3 í Reykjavík. Hins vegar vann Þróttur lið Fram hér sl. laugardag 3 : 1 og er það vonandi merki þess, að liðið sé að ná áttum í harðri bar- áttu 1. deildar. Næstkomandi laug- ardag fæst e. t. v. úr því skorið, því að þá fer fram síðasti heimaleikur- inn og er það lið HK, sem við er að etja. í leiknum við Fram var oft mjótt á mununum framan af og víst er, að áhorfendur áttu mikinn þátt í að fleyta liði Þróttar yfir erfiðustu hjallana. Vonandi láta þeir ekki sitt eftir liggja þann 14. des. Yngri flokkar Þróttar tóku þátt í árlegu hraðmóti í Rvík á dögunum og vakti frammistaða þeirra og góð framkoma mikla athygli. Ferðalög sem þau, sem blakiðk- endur leggja á sig til að halda kostn- aði niðri, eru trúlega einsdæmi hér- lendis og þótt víðar væri leitað. Far- ið er með rútu og eins og t. d. í þessu tilviki ekið nóttina fyrir fyrsta leik, keppni hafin að nýju um kl. 9 næsta morgun, keppt linnulítið til kl. 19 og þá lagt af stað heim. I stuttu máli: Eknir u. þ. b. 1650 km og leiknir 12 leikir á rétt rúmum 2V5 sólarhring. Það má svo gjarnan fylgja, að bílstjórinn er jafnframt þjálfari þriggja flokka og svo auð- vitað leikmaður í meistaraflokki og fær ekki krónu fyrir neitt af þessu frekar en aðrir í blakdeildinni. Urslit í mótinu urðu annars þau, að af fjórum flokkum, sem frá Þrótti komu, sigruðu tveir og tveir urðu í öðru sæti. II og III flokkur drengja sigraði og II og III flokkur stúikna urðu í öðru sæti. Alls 10 leikir, 8 sigrar, 2 töp. Allir þessir flokkar munu taka þátt í íslands- mótinu, sem hefst eftir áramót og markmiðið er íslandsmeistaratitill í þeim öllum! Enda þótt allt sé gert eins og að framan getur til að spara, eru út- gjöld blakdeildarinnar gríðarleg. Margt er einnig gert til fjáröflunar og enginn fær að stunda æfingar nema taka möglunarlaust þátt í fjár- öflun á vegum deildarinnar, þegar boð koma um slíkt. Það heyrir til algerrar undantekningar, að menn reyni að koma sér undan slíku, enda vita flestir, að það myndi ríða deild- inni að fullu á nokkrum vikum, ef ekki væru allir angar úti til öflunar peninga til starfsins. Dæmi um fjáröflunarleiðir, sem blakdeild hefur notað og mun nota eru að tveir skúrar hafa verið „smassaðir í klessu“, blakarar ann- ast dyravörslu og skúringar í Félags- miðstöðinni, lukkumiðasala er að hefjast á vegum deildarinnar, blak- deildin annast útgáfu Mótaskrár BLÍ, og nú fyrir jólin munu blakar- ar halda basar, sem vonandi gefur talsvert í aðra hönd, a. m. k. ef menn koma á hann með réttu hug- arfari! NESKAUPSTAÐUR KOSNING Á fundi bæjarstjórnar Neskaupstaðar, sem haldinn var þriðjudaginn 3. desember 1985, var samþykkt, að laugardaginn 28. desember 1985 skuli fara fram almenn atkvæðagreiðsla um, hvort heimilt skuli að opna áfengisútsölu í Neskaupstað Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofunni frá og með mánudeginum 9. desember og kærufrestur er til föstudagsins 20. desember 1985 Bæjarstjóri Vísnahom Austurlands Eitthvað hefir lífsamstrið eða annað þjakað huga Sverris Har- aldssonar á Borgarfirði, er hann kvað: Einhvern tíma að því kemur, að ég kafni, í það minnsta undir nafni. Grafskrift nefnir Sverrir eftirfarandi vísu. Liðinn sá, er liggur hér, lítið gat en vildi betur, því að manninn eftir er aðeins nokkur vísutetur. Fyrir nokkrum árum kom út umtöluð bók eftir Guðlaug Arason, rithöfund og bar hún nafnið Eldhúsmellur. Þetta skal haft í huga við lestur þessarar vísu eftir Hjálmar Jónsson, prófast á Sauðár- króki, sem hann gerði um Guðlaug Arason. Hans er brellið hugarþel, haus af dellu bólginn. Annars fellur okkur vel við eldhúsmelludólginn. Látum þá vera nóg kveðið í dag. B. S. 3. flokkur Próttar í blaki. Ljósm. Karl Hjelm. Aðlokummátakaframþað,sem inu og þó ekki síst Nesvali. í aldeilis ekki er minnst um vert: „brauðstriti" íþróttastarfsins í bæn- Blakdeildin hefur notið beinna og umerslíktómetanlegtogseintfull- óbeinna styrkja frá t. d. Kaupfélag- þakkað. G. M. NESPLAST HF. til sölu Höfum verið beðnir að selja allar eignir NESPLASTS HF. í Neskaupstað Hér er um að ræða 1.050m3 verksmiðjuhús, auk véla, áhalda og tækja Auk framleiðslu á einangrunarplasti, þá hefur fyrirtækið á hendi viðamikla framleiðslu á böndum fyrir frystiiðnaðinn í landinu Miklir framleiðslumöguleikar Tilboð óskast í framangreindar eignir fyrir 20. desember nk. Allar frekari upplýsingar veitir: FASTEIGNA FF MARKAÐURINN Óðinsgötu 4, tfmar 11540 — 21700. Jón Guðmundss. söiustj., Lsó E. Lövs lögfr.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.