Austurland


Austurland - 12.12.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 12.12.1985, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR, 12. DESEMBER 1985. Kristrún Helgadóttir 75 ára Ein af mestu sæmdarkonum, sem ég hefi kynnst, verður 75 ára nk. laugardag. 14. desember. Þetta er Kristrún Helgadóttir - Kristrún á Tröllanesi, eins og Norðfirðingar nefna hana gjarnan, því að á Tröllanesi bjó Kristrún í 56 ár. Auðvitað brestur mig alla getu til að skrifa afmælisgrein um Kristrúnu sem vert væri og auk þess er AUSTURLAND lítið blað, en þó vil ég senda henni stutta afmæliskveðju á síðum AUSTURLANDS og bið hana að virða viljann fyrir verkið. Kristrún Helgadóttir er fædd og upp alin á Húsavík, en til Nes- kaupstaðar fluttist hún vorið 1927 og hefir æ síðan starfað af miklum dugnaði og krafti í þessu bæjarfé- lagi jafnt innan síns heimilis sem utan og tekið virkan þátt í bæjar- lífinu öllu. Kristrún giftist 28. janúar 1929 Sigurði Hinrikssyni, útgerðar- manni á Tröllanesi, en þau höfðu hafið sinn eigin búskap ári fyrr. Sigurður er fæddur 27. júlí árið 1900 og varð hann því 85 ára sl. sumar. Sigurður var umsvifa- mikill útgerðarmaður og fiskverk- andi á sínum yngri árum og vann mikið að sameiginlegum hags- munamálum útvegsmanna, var einn af stofnendum Samvinnufé- lags útgerðarmanna og átti sæti í fyrstu stjórn þess 1932 - 1936. Hann hefir ætíð verið sannur samvinnumaður, eins og starf hans í Samvinnufélagi útgerðar- manna ber vott um svo og starf hans í Kaupfélaginu Fram, en þar var hann í stjórn um 40 ára skeið. Sigurður vann um langt skeið í fiskvinnslustöð SÚN og einnig sem bryggjuvörður hjá Hafnar- sjóði Neskaupstaðar, eftir að hann hætti útgerð. Þegar Kristrún og Sigurður hófu búskap, rak Sigurður viða- mikla útgerð og fiskverkun og sjómenn og landverkafólk voru í fæði og húsnæði hjá Kristrúnu. Oft var þar mannmargt í heimili og störf húsmóðurinnar því ærin. Ekki lét Kristrún þó þessi viða- miklu störf sér nægja, hún vann við fiskverkunina einnig og tók mikinn og virkan þátt í félagsmálum í bæn- um þar að auki. Hún vann mikið starf í bamastúkunni, söng í kirkju- kómum, tók þátt í starfi Kvenna- deildar SVFÍ og var í stjóm og for- ystu Kvenfélagsins Nönnu um 40 ára skeið, þar af formaður í 23 ár. Agnir - Stökur - Höfundur: Bragi Björnsson frá Surtsstöðum. Útgefandi: Menningarsamtök Héraðsbúa 1985. í>að er ekki oft, sem út koma bækur eftir Austfirðinga búsetta heima í fjórðungi og sjaldgæf- astar slíkra bóka eru ljóðabæk- ur. Þeim mun ánægjulegra er, að nýlega er komin út bók eftir einn af hagorðari núlifandi Austfirðingum, Braga Björns- son frá Surtsstöðum í Jökulsár- hlíð, sem nú býr í Fellabæ. Bók- in heitir Agnir og ber undirtitil- inn Stökur, enda hefir hún að geyma ferskeytlur eingöngu, sem reyndar eru kveðnar undir margbreytilegum háttum innan þeirrar vísnaættar. Efni vísn- anna er margbreytilegt einnig, sumar eru almennar hugleiðing- ar um nánast hvað sem er í mannlegu samfélagi og utan þess, en aðrar kveðnar af gefn- um tilefnum, sem í mörgum til- vikum eru hverjum lesanda augljós, en í sumum kannski að- eins þeim, sem nánar þekkja til. Það kemur hins vegar ekki að sök, stökurnar standa fyrir sínu hver og ein og er bókin unnend- um stökunnar kærkomin lesning, sem oft er unnt að grípa til og finna þó ætíð eitthvað nýtt - nýja sýn í hugarheim og hug- renningar skáldsins úr Hlíð. Inngangsvísa bókarinnar: Stundum þegar einn ég er og ekkert kýs að heyra, þá er eins og þögnin mér þylji vísu í eyra segir margt um efni bókarinnar, næmleika höfundar og vitund hans um umhverfi sitt. Efni bókarinnar er skipt í 16 kafla eða flokka eftir yrkisefn- um vísnanna, en sú flokkun er þó engan veginn nákvæm né auðveld, en gerir bókina samt miklu aðgengilegri til lestrar í áföngum, en þannig þarf að lesa svona bók. Af handahófi birti ég hér nokkrar vísur. Fyrst tvær hring- hendur úr kaflanum Olnboga- skot. Verðlaus króna, verslun frjáls, „Viðreisn" trónar iðin. Öllu þjóna eðli máls arðránssjónarmiðin. • Hára rís á höfði fans hans við prís og sölu, grannri lýsa gerðir manns greindarvísitölu. Og úr kaflanum Orðaleikur: Sjávarfallið sópar hlein, sárt er fall af hesti, lykkjufall er meyjum mein, messufallið presti. Sléttuböndin hefir Bragi bærilega á valdi sínu, hér koma tvö dæmi úr kafla, sem nefnist Stakan: Settu landið öllu ofar, auðinn sanna, mesta. Sléttubandið löngum lofar listamanninn besta. Háttur óðsins mætir mér málsins þráðum stunginn. Máttur ljóðsins ætíð er andans dáðum slunginn. í kaflanum Þó að kali . . . er þessi einlæga ástarvísa: Á okkar samleið aldrei brást æ hjá þér að finna tillitssemi, tryggð og ást tilfinninga þinna. Að lokum skal svo tilfærð þessi hrifnæma ástarjátning til æskustöðvanna úr kaflanum Fögur er Hlíðin (auðvitað með stórum staf): Aldrei máist minning kær, mynd sem þráum geymist. Jaðrablá - og jafnvel tær Jökulsáin dreymist. Menningarsamtök Héraðs- búa gefa Agnir Braga Björns- sonar út og er það vel við hæfi. Útgáfuna annaðist ásamt höf- undi Sigurður Óskar Pálsson og skrifar nett inngangsorð. Ferst Sigurði þetta vel sem von var til. Bókin er 132 bls., prentuð og bundin í smekklegt band hjá Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. Þess má svo að lokum geta, að bókin er nær því uppseld hjá útgefanda, en von er á nýrri sendingu úr bókbandi fyrir j ól. B. S. Staða læknaritara við Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum er laus til umsóknar Um er að ræða heila stöðu Laun samkvæmt launakerfi BSRB Umsóknarfrestur til 1. janúar Heilsugæslustöðin Egilsstöðum — skrifstofa 0 1387 Lagarási 22 Hjónin Kristrún Helgadóttir og Sigurður Hinriksson. Ljósm. Sigurður Ragnarsson. Þá átti hún sæti í byggingar- á neðri hæð, en áefri hæðinni búa nefnd sundlaugarinnar, bygging- Ragnar sonur þeirra og kona arnefnd sjúkrahússins og bygg- hans, Kristín Lundberg. ingarnefnd félagsheimilisins Eg- Eins og ég sagði í upphafi, er ilsbúðar. Auk þess átti hún sæti í Kristrún ein af mestu sæmdarkon- barnaverndarnefnd í 12 ár og í um, sem ég hefi kynnst, en kynni skólanefnd Húsmæðraskólans á okkar hafa staðið í hartnær 25 ár. Hallormsstað sem annar fulltrúi Við áttum samstarf um skeið, er Neskaupstaðar í 30 ár. hún vann á Sjómannastofunni og Þóaðhérhafimargtveriðtalið, síðar á hótelinu, en ég á bæjar- er upptalning þessi engan veginn skrifstofunni. Á þeim árum og tæmandi, en hún gefur nokkra síðar kynntist ég hinu góða hjar- hugmynd um hið mikla starf, sem talagi og hjálpsemi Kristrúnar, Kristrún hefir innt af höndum í sem ég nú vil þakka henni. Henni félagsmálum í Neskaupstað. er sú list lagin að finna, hvar að- Þess má svo geta, að Kristrún stoðar er þörf og láta hana í té á var forstöðumaður Sjómanna- svo látlausan og sjálfsagðan hátt, stofunnar í Neskaupstað í fjögur að ékki hreyfir við nokkurs manns ár ásamt Ragnheiði Sverrisdóttur stolti og allir halda sæmd sinni. og hótelstjóri Hótels Egilsbúðar Allt er þetta geymt, en ekki var hún í sjö ár. gleymt, Kristrún mín. Kristrún og Sigurður eiga tvo Að endingu óska ég þér svo syni, Ragnar, sparisjóðsstjóra í innilega til hamingju með 75 árin, Neskaupstað og kjörsoninn Kristrún og þér Sigurður með þín Hinrik, verkstjóra í Keflavík. 85 ár í júlí og sendi ykkur báðum Bamaböm þeirra em átta og bam- bestu óskir um björt og farsæl ár abamabömin em orðin fimm. framundan. Fyrir tveimur árum fluttu Kristrún verður ekki heima á Kristrún og Sigurður frá Trölla- afmælisdaginn. nesi og búa nú að Þiljuvöllum 33 Birgir Stefánsson. Einar Bragi Af mönnum ertu kominn Eskifjörður er helsti vettvangur endurminninga Einars Braga en hann fer víðar um Austfirði í bókinni og suður í Skaftafellssýslur. Hann byrjar að minnast næst sér, í timburhúsinu Skálholti þar sem hann fæddist, en færir sig svo um þorpið og lýsir íbúunum í Iifandi frásögnum, fullum af hlýju og kímni. Fjöldamargir íbúar Eskifjarðar koma við sögu, en í miðju frásagnarinnar eru foreldr- ar höfundar, Sigurður Jóhannsson skipstjóri og Borghildur Ein- arsdóttir, ævi þeirra og kjör, sem verða lesanda ógleymanleg. Sönn sjómannabók og hyllingaróður um hetjur hversdagslífsins eftir eitt listfengasta skáld samtímans. tjefum góðar balcur og menning

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.