Eining - 01.07.1955, Blaðsíða 1

Eining - 01.07.1955, Blaðsíða 1
13. árg. Reykjavík, júlí—ágúst 1955. 7.-8. tbl. Hástúkuþingiil i Bournemouth Blaðið birtir að þessu sinni frásögn stór- templars, Brynleifs Tobiassonar, frá há- stúkuþinginu. Síðar mun svo verða, eftir því sem tækifæri gefst, greint frá för okk- ar á hástúkuþingið, og ýmsu í sambandi við ferðalagið. — liilstj. * * * VAR er Bournemouth? varð mér 1 að orði, þegar mér var sagt í * vetur, að hástúkuþingið 1955 ætti að vera þar. Þetta var 53. þingið. Hið fyrsta var háð í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum árið 1855, en Góð- templarareglan var stofnuð árið 1951 í New York ríkinu. — Fyrsti for- maður Alþjóða-Góðtemplarareglunnar eða hátemplar hét James M. Moore frá Kentucky. Það var ekki fyrr en 1868, að Góðtemplarareglan var stofnuð aust- an Atlantshafsins. Ungur málari frá Birmingham, Joseph Malins, alvörugef- inn atgervis- og dugnaðarmaður, gerð- ist templar í Filadelfiu, kom aftur heim til Englands og stofnaði fyrstu stúkuna í Evrópu 8. september 1868 í Birming- ham. Það var árið 1873, sem fyrsta há- stúkuþing var haldið utan Norður- Ameríku. Þetta var 19. hástúkuþingið. Það var haldið í London. Formenn Reglunnar voru Ameríkanar frá upphafi til 1897. Frá 1897 var Joseph Malins hátemplar til 1905. Hann er áhrifa- mesti leiðtogi Reglunnar frá upphafi fram til vorra daga. Næstur tók við Edvard Wavrinsky. Hann var Svíi (1848—1924), stjórnaði Reglunni frá 1905—1920. Þá varð Lars 0. Jensen, rektor í Bergen, hátemplar, og gegndi þeim starfa frá 1920—1930, f. 1861, d. 1933. Svíinn Oscar Olsson lektor var kosinn hátemplar 1930 og var í broddi fylkingar til 1947 (1877—1950)). Núverandi forseti Alþjóða-Góðtempl- arareglunnar, Ruben Wagnsson (f. 1891), landshöfðingi í Kalmar, var kos- inn hátemplar á þinginu í Stokkhólmi 1947, endurkosinn í Hamborg 1952 og enn endurkosinn um daginn á þinginu í Bournemouth til 1958. Hástúkan held- T emplaradrottningin, ungfrú Jean Pilkington. Á mjög fjölmennri skemmtisamkomu kvöld eitt, er enskir bindindismenn stjórnuðu, í sam- bandi við hástúkuþingið var einn dagskrárlið- urinn sá, að templaradrottningin gekk í salinn. Vakti það auðvitað allmikla athygli, er hún kom búin drottningarskarti sínu, en ungmeyjar báru skrúða hennar. Hún fékk hásætið milli æðstu mannanna, stóð svo upp og flutti mjög skilmerkilegt og gott ávarp. Boumemouth.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.