Eining - 01.07.1955, Side 5
EINING
5
saman í eitt gulli þakið geislahaf. —
Náttúran sjálf hafði lagt mér beint í
hendur ræðuefnið í andríkum orðum
hins skagfirzka öndvegisskálds:
1 „Láttu hug þinn aldrei eldast eða
Vinur aftansólar sértu, j hjartað.
sonur morgunroðans vertu“.
Bæjarstjórn Siglufjarðar sýndi okkur
þann mikla sóma að bjóða okkur í heim-
sókn þangað, og er óþarft að fjölyrða
um það, hve virðulegar og elskulegar
viðtökurnar voru norður þar. Og hér
koma templarar aftur til sögunnar. Þeir
kaffisamsætisins og kvöldstundarinnar
> í Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarð-
Aage Schiöth lyfsali á Siglufriði, forn-
vinur minn og félagi frá skólaárunum,
og Pétur Björnsson kaupmaður á Siglu-
firði, fylgdu okkur í bíl fram og aftur
milli Sauðárkróks og Siglufjarðar, og
voru þeir hinir ákjósanlegustu ferða-
félagar, að ógleymdum hinum ágæta
bílstjóra, Hinrik Andréssyni á Siglu-
firði. Var heldur en ekki fengur að því
að hafa slíkan leiðsögumann og Pétur
t er um Skagafjörð, jafn þaulkunnugur
og hann er á þeim slóðum. Og óþarft
er það með öllu að fara mörgum orðum
um það í þessu málgagni bindindis-
manna, hve mikil og margvísleg störf
þau Pétur Björnsson og frú Þóra kona
hans hafa unnið í þágu Góðtemplara-
reglunnar og bindindismálanna al-
mennt.
Á Siglufirði kynntumst við einnig
ýmsum öðrum ágætum samherjum í
þeim málum. Verðum við langminnug
kaffisamsætisins og kvöldstundarinnar
í Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarð-
ar, og fannst okkur mikið til um þá
prýðilegu stofnun, því að vissulega er
það mikils virði fyrir sjómennina sér-
staklega að eiga sér slíkt athvarf.
Víkur nú sögunni aftur til höfuðstað-
arins. Góðtemplarar þar í borg gerðu
ekki endasleppt við okkur. Nokkrum
* dögum áður en við flugum heiman —
heim vestur loftin blá, héldu þeir okkur
veglegt og um allt yndislegt kveðjusam-
sæti. Heltu yfir okkur hjartahlýjum
ræðum, sem bergmála í hugum okkar
um ókomna tíð, og leystu okkur út með
fögrum gjöfum og rausnarlegum, sem
við fáum aldrei launað eins og verð-
ugt er. Þakklæti mínu til stúkunnar
Framtíðarinnar fyrir þann mikla sóma
> að kjósa mig heiðursfélaga sinn, fæ eg
eigi með orðum lýst. Gjafirnar gull-
fallegu konu minni til handa, hituðu
mér sérstaklega um hjarta, og sjálf
kann hún þær jafn vel að meta. Hinn
fagri íslenzki borðfáni á stuðlabergs-
stöpli, sem Sverrir Jónsson stórkanslari
sæmdi okkur fyrir hönd Stórstúku Is-
lands, skipar virðingarsess á heimili
f okkar, og minnir okkur fagurlega á ætt-
jörðina og vinatryggð og trúnað í landi
þar, þann sannleika, að „Norður-
stranda stuðlaberg stendur enn á göml-
um merg“. Gildir hið sama um Söngva-
safnið, sem hann afhenti okkur einnig
að gjöf, og hefur að geyma eiginhandar-
áritun ykkar allra, sem tóku þátt í sam-
sætinu. Er bókin sú, allra hluta vegna,
okkur ósegjanlega dýrmætur minja-
gripur.
Get eg af heilum huga hið sama sagt
um hina sérstæðu gjöf, merkilegan ís-
lenzkan stein, sem góðvinur okkar, Árni
Óla ritstjóri, gaf okkur að skilnaði í
samsætinu; en hann hafði fundið stein
þennan á ferðum sínum um landið,
muni eg rétt, vestur á Snæfellsnesi. —
Skipar steinninn nú sess á ábærilegum
stað í bókahillu í dagstofu okkar hjón-
anna vestur í Grand Forks, en í hvert
sinn, er eg lít hann augum, koma mér í
hug hin fögru og spaklegu orð um hin
nánu tengsl manns og móðurmoldar úr
lýðveldishátíðarkvæði Jóhannesar úr
Kötlum:
„ævi vor á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi“.
Ekki fer eg út í það að telja upp alla
þá hina mörgu, sem tóku til máls og
vottuðu okkur hjónunum vináttu sína,
í fögrum orðum og drengilegum, í fyrr-
nefndum samsætum; bæði yrði það of
langt mál og hætt við, að einhver yrði
þar útundan. Það eitt er víst, að góð-
hug þeirra allra munum við aldrei
gleyma; og mikil gæfa er það í lífinu
að eiga sér slíkan góðvildarsjóð að bak-
hjalli. Ekki vil eg þó skiljast svo við
þessa frásögn, að ég þakki ekki Eining-
unni, ritstjóra hennar og frú hans, fyrir
mikla vinsemd í sambandi við heimsókn
okkar hjóna, bæði í blaði hans og með
öðrum hætti. Lengra fer eg ekki út í
þá sálma, því að annars er rétt líklegt,
að frásögn þessi fengi ekki húsaskjól í
blaðinu.
En grein þessari er vitanlega, eins og
hún vonandi ber með sér, það hlutverk
ætlað, að færa Stórstúku íslands og
öllum íslenzkum templurum hjartans
þakkir okkar hjónanna fyrir þá miklu
vináttu og þann margvíslega sóma, sem
þeir sýndu okkur í heimferð okkar til
ættjarðarinnar. Þær þakkir eru að vísu
léttar á metum, en þó til nokkurrar bóta,
að þar fylgir hugur máli. Og þó að eg
geti ekki, reglusystkini góð, lagt málum
ykkar lið, nema óbeinlínis, yfir hafið,
þá get eg fullvissað ykkur um það, að
þeim málstað vinn eg í verkahring mín-
um, og utan hans, eftir því, sem ástæð-
ur leyfa, vestan hafsins. Enda sæmir
engum fremur en okkur kennurunum að
leggja hönd á plóg í mannbætandi
starfi Góðtemplarareglunnar og annarr-
ar bindindisstarfsemi.
Eg veit það vel, að þið, íslenzkir
templarar og aðrir bindindisvinir, eigið
á brattan að sækja í starfi ykkar, en þó
sé eg vormerki á lofti, þar sem er stofn-
un eða endurreisn nýrra stúkna annars
vegar, og hins vegar stofnun hins nýja
Áfengisvarnaráðs. Gleður það mig sér-
»
staklega að minna á þetta, þar sem
hlut eiga að máli um aðra fram tveir
gamlir og kærir vinir, Guðmundur G.
Hagalín rithöfundur og Brynleifur To-
biasson, fyrrv. yfirkennari.
Með óbilandi trú á málstað okkar
bindindismanna og í þeirri vissu, að
sannleikurinn í því máli sem öðrum,
sigri um síðir, kveð eg ykkur í orðum
skáldsins og samherjans, sem fyrr var
vitnað til:
„Það fylgir sigur sverði göfugs manns,
er sannleiksþráin undir rendur gelur
og frelsisást í djarfri drenglund elur, —
það drepur enginn beztu vonir hans:
hann veit, þótt sjálfur hnigi hann í val,
að hugsjónin hans fagra sigra skal“.
Austurinn ví3a erfiður.
Okkur bindindismönnum er það ljóst, að
starf okkar hlýtur alltaf að verða meira og
minna Kleppsvinna á meðan áfengið flóir
viðstöðulaust frá áfengissalanum, hver sem
hann er, ríki eða einstaklingar. En það má
líka segja, að í ágjöf á sjó sé austur Klepps-
vinna, en austurinn forðar þó bátnum oft
frá að sökkva. Að ausa þjóðarskútuna i
áfengiságjöfinni er vissulega erfitt verk.
í Noregi eyddu menn meir til áfengis-
kaupa 1954 en nokkru sinni áður. Fyrir
brennivín, vín og öl voru þar greiddar 672
milljónir króna, 29 milljónum meira en árið
áður. Athyglisverður er hinn sundurliðaði
reikningur. Brennivín er keypt fyrir 32
milljónir, vín fyrir 117 milljónir, en öl
fyrir 228 milljónir króna. Allt eru þetta
norskar krónur. Ölið er þannig langstærsti
liðurinn. Enginn furða þótt áfengisunnend-
ur rói fast í ölsókn sinni, og okkur bind-
indismönnum sé því lítið gefið um sterka
ölið. Ölþambið er mesti drykkjuskapurinn
og á því læra unglingar einnig áfengis-
neyzluna.
Kærum fyrir ölvun fjölgaði þó ekki 1954,
en 775 manns var refsað fyrir heimabrugg
og 564 fyrir leynisölu. Áfengisneyzlan á
hvert mannsbarn í landinu var 1954 2,14
lítrar af 100% áfengi, en 1953 var hún
2,05 1.
Vissulega er bindindisstarfseinin í Noregi
sterk og vel skipulögð, en samt sem áður
lætur áfengisneyzlan lítt undan. Ætti öll
reynsla þjóðanna að geta sannfært menn
um, að við slíkan vágest nægir ekki fræðsla
ein og góður vilji. Mannanna börnum er
hætt við hrösun og þarf því að ryðja hindr-
unum sem mest úr vegi þeirra.
Frá lesendum blaðsins.
Sjötíu og níu ára bóndi skrifar á þessa
leið:
„Ég er lijartanlega ánægður með blaðið.
Það er dásamlega lieilbrigt og gott í alla
staði. Við þurfum að vinna að því, að út-
rýma öllu' áfengi úr landinu, því að það
leiðir aldrei annað en bölvun af sér. —
Drykkjuskapurinn er viðbjóður og mann-
skemmandi. Honum fylgja svo mörg slys og
alls konar óstjórn og ófarnaður“.