Eining - 01.07.1955, Page 8
8
EINING
Ge stnr frá hástúknnni —
Karl Wennberg
Óperusöngkonan
Guðrún Á. Símonar.
voru þau, að óperusöngkonan, ungfrú
Guðrún Á. Símonar, söng einsöng nokk-
ur lög, við hljóðfærið var Friz Weis-
shappel. Var þessum lið mjög fagnað.
Seinna um kvöldið var sýnd kvikmynd
af för templara til Vestfjarða 1944. Hið
helzta, sem fram fór á fundinum, svo
og söngur ungfrúarinnar, var tekið á
segulband til kynningar víðar.
Ekki var síður vistlegt við kaffiborðið
en í fundarsalnum og höfðu stúkusyst-
urnar búið það fagurlega og ekkert til
sparað. Allmargir tóku til máls og ríkti
þar glaðværð og góður andi.
Áður í vikunni hafði stúkan Eining-
in búið gesti okkar ánægjulegt kaffikvöld
í sambandi við fund sinn. Stúkan Frón
vildi sýna, að hér kunnum við að halda
hátíðlega fundi með fyllsta virðugleik
og glæsibrag. Mjög var vandað til fund-
arhaldsins að öllu leyti.
Á þingi alþjóðahástúkunnar í sumar,
í Bournemouth á Englandi, hitti ritstjóri
Einingar ýmsa forustumenn bindindis-
mála í Svíþjóð og sögðu þeir, að Wenn-
berg hefði rómað mjög þær móttökur,
sem hann hafði fengið á Islandi. I nokkr-
um sænskum dagblöðum hafa birzt
greinar, sem eru frásögn Wennbargs
um starfsemi templara á Islandi. Er þar
minnst allrækilega á starfsemi templ-
ara á Akureyri, hótelið, æskulýðsheim-
ilið og fleira. Einnig á félagslíf þeirra í
Reykjavík. Þess er og getið, að á Islandi
taki prestar og kennarar sérlega mikinn
þátt í bindindisstarfinu, og að einn rit-
höfundur, sem þekktur sé í Svíþjóð,
Guðmundur Hagalín, hafi nýlega ferð-
ast um sem ,,góðtemplarinstruktör“ —
fræðari — og endurvakið og stofnað
nokkrar nýjar stúkur.
Reformatorn, blað templara í Sví-
þjóð, hefur einnig birt allmikið mál um
Dagana 19. maí til 1. júní dvaldi
hér á landi sendimaður alþjóðahástúk-
unnar, Karl Wennberg. Erindi hans var
að kynna okkur sem bezt starf og skipu-
lag Góðtemplarareglunnar í Svíþjóð, en
hún er þar mjög öflug og starfsemi
hennar í mörgu mjög til fyrirmyndar,
til dæmis í vel skipulögðu og ágætu
samstarfi við ýms félagakerfi landsins.
Um þetta flutti Karl Wennberg mjög
fróðlegt og snjallt erindi á fundi í Stór-
stúku íslands 23. maí s. 1. Fjölmenni
var á fundinum.
I öðru lagi vildi hr. Wennberg kynna
sér hag og háttu okkar bindindismanna
á íslandi. Hann notaði tíma sinn vel
meðan hann dvaldi hér. Auk þess að
taka þátt í stórstúkufundinum, heim
sótti hann stúkur í Reykjavík, Hafnar-
firði, Keflavík og Akureyri og kynnti
sér starf þeirra á þessum stöðum. —
Einnig var hann á almennum fundi
templara í Reykjavík og að síðustu í
kveðjusamsæti. Hann hafði og samband
við áfengisvarnaráðið, framkvæmda-
nefndir umdæmisstúku Suðurlands og
Þingstúku Reykjavíkur. Stórstúka Is-
lands hélt honum kaffisamsæti, áfengis-
varnarráð veitti myndarlegan miðdegis-
verð og tvær stúkur í Reykjavík höfðu
kaffisamsæti í sambandi við fundi sína,
og líkar móttökur voru honum veittar
að öðrum stöðum. Á öllum þessum
fundum og í samsætunum, hafði hann
sinn boðskap að flytja. Mest formfesta og
mestur glæsibragur var á fundi þeim,
sem stúkan Frón efndi til handa þess-
um gesti okkar. Á fundi þessum var há-
tíðlegt snið og til alls vel vandað. —
Fundarsalurinn var fagurlega búinn,
lýstur vel og skreyttur íslenzkum og
sænskum fánum og fána reglunnar. Á
öllum borðum voru borðfánar, blóm og
blaktandi kertaljós, ræðustóll var
skreyttur reglufánum, tvö hljóðfæri voru
á palli og þar skorti ekki neitt til að
setja hátíðarsvip á fundinn. Karl Karls-
son, æðstitemplar stúkunnar, stjórnaði
fundinum, en fyrsta og aðalávarpið
flutti Lúdvig C. Magnússon, umboðs-
maður stórtemplars í stúkunni. Hann
mælti á dönsku og sagðist vel. Þar næst
tóku til máls Karl Wennberg, Bjöm
Magnússon, prófessor, þáverandi stór-
templar, séra Kristinn Stefánsson og
fleiri, og var töluð ýmist íslenzka,
sænska eða danska.
Karl Wennberg sæmdi nokkra af
fundarmönnum merki alþjóða hástúk-
unnar. Helztu skemmtiatriði fundarins
/ ræðustólnum er umboðsmaður stórtemplars í stúkunni, Ludvig C. Magnússon. Fyrir
framan hann, talið frá hægri: Karl Wennberg, forstjóri, Björn Magnússon, próf., þá-
verandi stórtemplar, Karl Karlsson, æðstitemplar stúkunnar og Jón Hafliðason, fræðshi-
stjóri stúkunnar.
Framhluti fundarsálsins. Fyrir miðju situr varatemplar, Sigríður Jónsdóttir.