Eining - 01.07.1955, Qupperneq 9
EINING
9
*•
>
*
Ein af hinum mörgu myndum, sem teknar voru á fundinum.
Ludvig C. Magnússon er í ræðustólnum, hinir eru, frá
hægri: Karl Wennberg, Björn Magnússon, Karl Karlsson
Jón Hafliðason.
þessa för Wennbergs til Islands, og birt margar
myndir frá Islandi. A Fróns-fundinum voru teknar
margar sérlega vel heppnaðar mjmdir.
Öllum, er vinna að umbótamálum, er það mjög
gagnlegt að kynnast sem bezt starfsháttum ann-
arra þjóða. Af því má jafnan mikið og margt læra.
Hitt er eigi að síður mjög áríðandi, að vera engar
vélgengar eftirhermur, heldur hugsa sjálfstætt og
finna þær beztu leiðir og það allt, sem bezt á við á
hverjum stað og hjá hverri þjóð. I bindindismálun-
um þurfa allar þjóðir að vinna mikla sigra, eigi
síður en í friðarmálunum, og til þess þarf öflugt
samstarf dugandi manna í öllum stéttum þjóðfé-
lagsins og brennandi áhuga fyrir velferð alls mann-
kyns.
Karl Wennberg afhendir Ludvig C. Magnússyni, t. v.,
merki Alþjóðareglunnar.
Frá samsætinu eftir Fróns-fundinn.
Námskeiðin að Jaðri
Sumarstarfsemin að Jaðri — Sumar-
heimili templara — hefur lánast sér-
lega vel að þessu sinni, öllum hlutað-
eigendum til ánægju og nemendum
námskeiðanna áreiðanlega til gagns og
blessunar.
Afráðið var í vor af Þingstúku Reykja-
víkur, unglingaráði barnastúknanna í
Reykjavík og stjóm Jaðars, að hafa 5
hálfsmánaðarnámskeið að Jaðri yfir
sumarmánuðina. Hafa fjögur þessara
námskeiða nú staðið frá 3. júní til 29.
júlí. Milli 50 og 60 börn og unglingar
hafa verið á hverju námsskeiði. Aldurs-
takmark var 8—18, en unglingarnir
hafa verið aðallega á aldrinum 8—14
ára, nema á síðasta námskeiðinu. Þar
voru og eldri unglingar. Nemendur hafa
komið víðs vegar að og unað hag sínum
hið bezta. Kostnaður er lítill, aðeins 25
kr. á dag, fæði og húsnæði, kennsla .og
öll aðhlynning.
Börnin lifa þarna reglusömu og hollu
lífi og njóta hinna beztu áhrifa. Þau
stunda bæði inni og útistörf, úti ýmist
við trjárækt og þess háttar, íþróttir og
leiki, inni við eldhússtörf og margt
fleira. Á kvöldum klukkan 8,30 hefjast
kvöldvökur og sjá börnin sjálf, oftast
undirbúningslítið um skemmtiatriðin.
14. júlí var ritstjóri blaðsins, ásamt
nokkrum gestum og blaðamönnum við
eina slíka kvöldvöku. Forstöðumaður
námskeiðanna, Ólafur Haukur Árnason,
kynnti tilhögun kvöldvökunnar og hófst
svo þáttur barnanna. Fyrst var gaman-
leikur: rellin telpa, Grýla, Leppalúður
og Grýlubörnin. Litla telpan, sem lék
relluskjóðuna, leysti hlutverk sitt sann-
arlega vel af hendi, og það mátti reynd-
ar segja um öll hin. Einsöngvarinn litli
var ofurlítið hikandi og feiminn við nýju
gestina. En svo settist ein unga stúlkan
við hljóðfærið og allur barnahópurinn
söng mjög hjartanlega, hvellum og
skærum rómi. Þar var hvorki hik né
hálfvelgja. Lítil snót las upp alllanga
þulu eftir ömmu sína. Að leik barnanna
loknum ávarpaði Gissur Pálsson, raf-
fræðingur, þau mjög heppilega og gekk
svo unga hjörðin til náða, en það er
klukkan 10 öll kvöld.
Á eftir, við kaffiborðið, kynntu þeir
forstöðumaður námskeiðanna og for-
maður námskeiðanefndarinnar, Bjami
Kjartansson,i gestum og blaðamönnum
tilhögun námskeiðanna. Formaðurinn,
Ólafur Haukur Árnason, gat þess, að í
fyrsta ávarpi sínu til barnanna, hefði
hann farið með orð eftir skáldið Jón
Trausta, þessi: ,,Fram til starfs og
bræðralags“. Hefði hann re'ynt að gera
bömunum það ljóst, að tilgangur nám-
skeiðanna væri þessi: starf og nám, og
þroskun í því að umgangast alla þannig,
að bræðralag mætti kallast.
Börnunum eru gefnar einkunnir fyrir
hegðun, umgengni, vinnu, skemmtistarf-
semi, leiki og hreinlæti. Slík einkunna-
skírteini fá börnin með sér, þegar þau
hverfa heimleiðis. Allmörg börn sækja
fleiri en eitt námskeið. — Reynt er að
láta börnin sjálf bera sem mesta ábyrgð
á einu og öðru, og árangurinn hefur orð-
ið ágætur. Gætu öll börn landsins tekið
þátt í slíkum námskeiðum annað slagið,
mundi hegðun og framkoma þeirra
margra breytast í rétta átt, því að vissu-
lega er víða ábótavant í þeim efnum,
og eiga bæði heimilin sjálf og ýmsir
aðrir sök á slíku.
Mikil heppni hefur það verið, að fá
hinn unga mann, Ólaf Hauk Árnason,
þama fyrir forstöðumann. Einhver
kynnti hann á þessa leið: „Stúdent, vel
menntaður, hefur lagt stund á uppeldis-
fræði við háskólann hérlendis, einnig
háskólann í Kaupmannahöfn, verið
kennari við miðskólann í Stykkishólmi
undanfarna vetur og getið sér sérlega
mikinn hróður, og þá ekki sízt fyrir
stjórnsemi og umhyggju fyrir starfi og
leikjum nemendanna utan skólatím-
U
ans .
Það er ávallt mesta lánið að fá réttan
mann að réttu starfi. Áhugi Ólafs er
mikill og hann verki sínu prýðilega vax-
inn. Það hefur reynslan þegar sannað.
Jaðar hefur slegið inn á góða braut.
»