Eining - 01.07.1955, Blaðsíða 13
EINING
13
og þar á meðal í Reykjavik, enda eru nú
vínveitingahúsin þar orðin 6.
Það er ómetanlegt að eiga að nefnd í
hverjum kaupstað og hreppi í landinu til
varðveizlu bindindis og reglusemi. Vér
leggjum því kapp á að fá þær til starfa
gegn áfengisneyzlunni og til að varðveita
fagurt mannlíf í byggðum vorum og bæj-
um. Þakka ég hér með mörg góð bréf og
uppörvandi frá nefndarmönnum í öllum
fjórðungum landsins.
Síðastliðinn vetur gaf áfengisvarnaráð
út bækling um áfengismál í 30000 eintök-
um. Var hann sendur öllum nefndunum, og
fræðslumálastjórnin tók góðfúslega að sér
að dreifa honum í alla framhalds- og
menntaskóla landsins.
Ráðið hefur úthlutað styrk til bindindis-
félaga og stofnana, sem hafa ekki sérstak-
an styrk úr ríkissjóði, með því skilyrði, að
þau geri grein fyrir í árslok, hvernig
styrknum hafi verið varið, og sendi jafn-
framt rekstrarreikning sinn yfir árið til
ráðsins. Þessi félög hafa fengið heitorð
um styrk og þegar greiddan hluta af hon-
um flest: Bindindisfélag kennara (ætlast
til að það annist samning handhægs ritl-
ings handa barna- og gagnfræðaskólum,
en ráðið gefi út. og haldi námsskeið fyrir
kennara), Bindindisfélag ökumanna (fær
Norðmann hingað til lands í ágúst til þess
að leiðbeina hér á sviði umferðarmála m.
m.), Samband bindindisfélaga í skólum,
Félag fyrrverandi drykkjumanna, Sam-
vinnunefnd bindindismanna (mestur hluti
til blaðsins EININGAR, sem allir formenn
áfengisvarnanefnda fá senda og áfengis-
varnaráð fær rúm í fyrir fregnir af
störfum sínum og ýmsu öðru), Bindindis-
félag presta, áfengisvarnanefnd kvenna
í Reykjavík og Hafnarfirði og Bindindis-
bókasafn, sem innan tíðar verður opnað til
lestrar hér í bænum. — Hefur dómsmála-
ráðuneytið lagt samþykki sitt á þessa út-
hlutun.
Enn fremur hefur í-áðið úthlutað nokkru
fé til áfengisvarnanefnda, til styrktar starf-
semi þeirra, að sjálfsögðu yfirgnæfandi til
nefndastarfsemi í kaupstöðunum og stærri
kauptúna. — Þá hefur ráðið heitið sumar-
námsskeiði fyrir börn og unglinga að Jaðri
nokkrum styrk á næstu mánuðum.
Geta skal þess enn, að ráðið sendir Kjart-
an J. Jóhannsson, lækni og alþm., er á sæti
í áfengisvarnaráði, á sumarnámsskeið í
Genf. er haldið verður 8.—19. ágúst n. k.
Að námsskeiðinu stendur alþjóðlegt félag^
er vinnur að því að koma í veg fyrir áfeng-
isneyzlu. Flytja þar erindi margir hinir
kunnustu sérfræðingar á sviði geðsjúk-
dóma og alkóhól-sjúkdóma. Hefur áfengis-
varnaráðunautur haft milligöngu, en hann
á sæti í framkvæmdanefnd þessa félags af
hálfu íslands.
Bindindisfélag íslenzkra kennara sendir
Guðjón Kristinsson, gagnfræðaskólastjóra
á ísafirði, á bindindisfræðslu-námsskeið,
er Samband bindindisfélaga kennara í Finn-
landi gengst fyrir í júlímánuði, og styrkir
áfengisvarnaráð hann einnig til fararinn-
ar, en jafnframt fer Guðjón til Stokkhólms
í erindum ráðsins til þess að kynna sér
nýjungar um fræðslukvikmyndir við bind-
indisfræðslu, en Svíar og Finnar standa
mjög framarlega um bindindisfræðslu. —
Væntum vér góðs af för þessara tveggja
ísfirðinga austur um haf á næstu mán-
uðum.
Um þessar mundir skrifar áfengisvarna-
ráð ýmsum félögum og félagasamböndum
og býður þeim aðild að Landssambandi gegn
áfengisbölinu, sem ráðið gengst fyrir að
stofna í október n. k. Um það leyti hefur
ráðið og áformað að stofna til bindindis-
sýningar hér í bænum, er skólar hafa tekið
til starfa.
Þá hefur talsvert mætt á áfengisráðu-
naut, ráði og skrifstofu um að vera til
ráðuneytis ríkisstjórn um samning reglu-
gerða og erindisbréfa, samkvæmt áfengis-
lögunum. Þýdd eru nú og gefin út áfengis-
lögin á dönsku, ensku, þýzku og frönsku,
og hefur skrifstofan sent þau til margra
Frá áfengisvarnaráði
Áfengisneyzla.
Ár A. Sterkir drykkir B. Heit vín og borðvín A+B
Ltr. á íb. Hlutf.t. Ltr. á íb. Hlutf.t. Ltr. á íb. Hlutf.t.
1951 1.304 155 0.099 155 1.403 155
1952 1.245 148 0.089 139 1.334 148
1953 1.356 162 0.096 150 1.452 161
1954 1.453 173 0.107 167 1.560 173
Áfengisneyzla
norrænu þjóðanna í 100% alkohol-lítrum á hvert mannsbarn:
Ár Danmörk Finnland ísland Noregur Svíþjóð
1951 3.00 1.79 1.40 2.08 3.49
1952 3.02 1.87 1.33 2.12 3.71
1953 3.20 1.84 1.45 2.05 3.83
1954 1.56 2.14 3.72
Skrá
um tölu þeirra, er sviptir hafa verið ökuleyfi vegna ölvunar
árin 1953 og 1954:
Reykjavík 184—204
Akranes 2— 1
Akureyri 16— 12
Gullbr. & Kjós. og Hafnarfj. 23— 23 (fyrra árið 2 seinna árið 11
ísafjarðarkaupstaður 3— 1
Keflavíkurflugvöllur . 3— 68
Keflavík 2— 5
Kærur fyrir ölvun í Reykjavík
Ár Á þúsund íbúa {%)
1951 34.9
1952 34.0
1953 46.7
1954 57.9
+ 3 Am.
Sala
á hvert mannsbarn á fslandi af áfengi frá Áfengisverzlun
ríkisins eftir útreikningi Hagstofunnar:
Árið 1951 ............................... kr. 457,00
— 1952 ..............................— 433,00
— 1953 .............................. — 507,00
— 1954 ..............................— 547,00
Hreinn ágóði
ríkissjóðs af áfengissölu 1951—1954 incl.
í hlutfalli við heildartekjur
Ár Ágóði ríkissjóðs %
1951 54.6 millj. kr. 13.2
1952 52.3 — — 12.5
1953 62.8 — — 12.3
1954 68.5 — — Ekki enn vitað.
Sala áfengis.
Áfengisverzlun ríkisins hefur sent oss eftirfarandi skrá um
sölu áfengis 1. og 2. ársfjórðung 1955:
l./.l—31.3. 1./4.—30.6. Samtals kr.
í og frá Reykjavík ...... kr. 16.049.421,00 kr. 18.860.337,00 = 34.909.758,00
---------Seyðisfirði ....... — 261.613,00 — 434.920,00 = 696.533,00
----— Siglufirði ....... — 1.035.387,00 — 1.286.629,00 = 2.322.016,00
Samtals kr. 17.346.421,00 kr. 20.581.886,00 = 37.928.307,00
Árið 1954 var selt allt árið:
í og frá Reykjavík fyrir ......................kr. 76.891.088,00
----— Akureyri .............................. — 384.590,00
----------Seyðisfirði ............................ — 1.899.429,00
----— Siglufirði ............................ — 5.022.422,00
Samtals kr. 84.197.529,00
Áfengisvarnaráðunauturinn.
Reykjavík, 20. júlí 1955.
Brynleifur Tobiasson.