Eining - 01.07.1955, Blaðsíða 15

Eining - 01.07.1955, Blaðsíða 15
EINING 15 t 4 i 4- 4 SKÝRSLA yfir starfsemi Æskulýðsheimilis templ- ara á Akureyri veturinn 1954-1955 Vetrarstarfsemi Æskulýðsheimilis templara hófst að nýju með samkomu í stúkusal Varðborgar þann 31. október. Formaður hússtjórnar, Eiríkur Sigurðs- son, flutti ávarp og framkvæmdastjóri Æskulýðsheimilisins, Hermann Sig- tryggsson, sagði nokkur orð um fyrir- hugaða starfsemi heimilisins. — Síðan skemmtu þau Heiðdís Norðfjörð og Há- kon Eiríksson með upplestri og að síð- ustu var sýnd kvikmynd. A eftir skoðuðu gestir leikstofur heim- ilisins og börn og unglingar skemmtu sér við leiktækin. Leíkstoíurnar. I leikstofum Æskulýðsheimilisins, sem eru á annarri hæð Varðborgar, voru ekki neinir fastir tímar framan af sökum þess, að námskeiðin voru starf- andi í svo mörgum stofum, en er á leið urðu fastir tímar á fimmtudögum og auk þess aukatímar, sem auglýstir voru þá hverju sinni. Iþróttafélögin og stúk- urnar voru ekki með neina sértíma í Æskulýðsheimilinu í vetur. Eftir ára- mótin voru tímar heimilisins mjög vel sóttir og komu allt að 100 börn og ungl- ingar suma dagana. Ýmislegt var haft til skemmtunar annað en leiktækin og var þá aðallega um að ræða kvikmyndir, spurninga- þætti, happdrætti, getraunir og ýmis konar kappleiki. Leiktæki heimilisins eru: borðtennis, knattborð, 2 bob, 3 kúluspil manntöfl, spil, blásturspil og píluspil og í bókasafni heimilisins eru um 1500 bindi. Leikstofurnar eru 8. Vetrarstarfsemi leikstofanna lauk um miðjan apríl. Um 14—1500 börn og unglingar munu hafa sótt Æskulýðs- heimilið í vetur. Verkleg námskeið. 1. Námskeið í útvarpsvirkjun hófst 1. október. Kennari var Haraldur Guðmundsson rafvirki. Kennt var þrisvar í viku kl. 8—10 á kvöld- in. Efni til námskeiðsins útvegaði útibú útvarpsviðgerðarstofunnar hér á Akureyri. Nemendur voru 25 og voru búin til 28 kristaltæki og nokkur stærri, allt upp í 5 lampa tæki. Námskeiðinu lauk 12. desember. 2. Námskeið í föndri hófst 26. nóv- ember. — Kennarar voru Rósa Árnadóttir, Anna Lýðsdóttir og Hermann Sigtryggsson. Kennt var þrisvar í viku kl. 5—7 á kvöldin. Efni var að mestu leyti fengið hjá prentsmiðjunum hér á Akureyri og sömuleiðis var notað efni, er eftir varð af bastnámskeiðinu í fyrra. — Nemendur voru 40 og voru búnir til á annað hundrað munir úr basti, pappír og gipsi. Námskeiðinu lauk 17. desember. 3. Námskeið í leirmótun hófst 12. janúar. — Kennari var Jónas Jakobsson myndhöggvari. Kennt var þrisvar í viku kl. 8—10 á kvöldin. Plastleir var keyptur hjá Axel Kristjánssyni h.f., og vatns- leir lánaði Jónas Jakobsson. Nem- endur voru 11 og bjuggu til 8 standmyndir og um 20 lágmynd- ir. Námskeiðinu lauk 21. febrúar. 4. Námskeið í hjálp í viðlögum og brunavörnum hófst 25. febrúar. — Kennarar voru Tryggvi Þorsteins- son skátaforingi og félagar úr skátafélagi Akureyrar, er kenndu hjálp í viðlögum, og Ásgeir Valdi- marsson verkfræðingur, er kenndi brunavarnir. Flutti Ásgeir fyrir- lestra og sýndi nemendum nýju slökkvistöðina og tæki hennar. — Nemendur voru 20. Námskeiðinu lauk 29. marz. 5. Námskeið í flugmódelsmíði hófst 28. febrúar. Kennari var Dúi Eð- valdsson. Efni var keypt hjá fyrir- tækinu Flugmó í Reykjavík. Oft- ast voru tímar þrisvar í viku kl. 8—10 á kvöldin. Nemendur voru 10 og bjuggu flestir þeirra til stór flugmódel. Námskeiðinu lauk 10. maí. 6. Námskeið til undirbúnings radíó- amatörprófs hófst 21. febrúar. — Mikill hluti kennslunnnar fór þann- ig fram, að nemendur lærðu morse stafrófið af plötum, en Þórhallur Pálsson kenndi notkun morselyk- ilsins og undirstöðu radíófræðinn- ar o. fl. Nemendur voru 8 og voru tímar flest kvöld vikunnar. Nám skeiðinu lauk 10. maí. Það er í hendi þinni Einu sinni var mjög vitur maður, og þá segir einnig frá yndislegri lítilli stúlku. Litla stúlkan hafði undrast mjög vizku spekingsins, því að hann hafði getað svarað öllum spurningum hennar. Hin litla snjalla stúlka þráði mjög að geta lagt fyrir vitra manninn spurningu, er hann gæti ekki svarað. Um þetta braut hún mjög heilann. Loks datt henni í hug snjallræði, er hún var að leika sér úti. Hún náði mjög fallegu fiðrildi og lukti það inni í lófum sínum. Nú þóttist hún hafa á taktein- um spurninguna og flýíti sér til vinar síns. Hreykin og áköf skýrði hún vitring- inum, að í luktum lófum sínum væri hún með yndislegt fiðrildi, og spurði, „hvort er það lifandi eða dautt“. Vitringurinn hugsaði sig um góða stund og var auðsjáanlega í vafa um, hverju hann ætti að svara. Hann þóttist vita, að segði hann að fiðrildið væri dautt, mundi hún opna lófa sína og láta fiðrildið fljúga leiðar sinnar. Segði hann, að það væri lifandi, mundi hún með ofurlítilli hreyfingu handanna deyða það, opna svo lófana og sýna að fiðrild- ið væri dautt. Vitri maðurinn ígrundaði því enn rétta svarið. Loks sagði hann við litlu stúlkuna: ,,Kæra barn, svarið er í höndum þín- um“. — L.M.C.F. Bulletin. Þannig er það. Lausn vandamála lífsins er einmitt í höndum okkar, í hendi þinni og hendi minni, lesari góð- ur. Heimurinn verður það sem við, hver og einn, gerum hann. Ríka morðingja er ekki unnt að hengja Árið 1924 birti tímaritið Literary Digest þessa mynd. Ungu morðingjarnir höfðu stolið ríkismannssyni, litlum dreng, og grandað honum, en þeir voru líka ríkis- mannssynir. Auðlegðin hafði gert þá að taumlausum villingum. Peir voru búnir að aðhafast allt, er þeim gat hugkvæmst, nema að fremja morð. Og svo sögðu þeir, að þeir hefðu viljað reyna, hvernig það væri að sjá í blöðunum, að þeir væru orðnir morð- ingjar. Hinn frægi lögfræðingur, Ciarence S. Dar- row, fékk 130,000 dollara fyrri að losa þá úr snörunni, og lögmannafélag Chicagoborgar taldi þetta sanngjarna þóknun fyrir að verja mál þeirra. i

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.