Eining - 01.07.1955, Blaðsíða 17

Eining - 01.07.1955, Blaðsíða 17
EINING 17 ( HRAFNHILDUR Skáldsaga eftir Astnði Torfadóttur. «EÐ fyrstu ferð um vorið komu þau að sunnan ungu hjónin, Hrafnhildur og Pétur. Það var árla morg- uns og var því enginn niður við skipið, til þess að taka á móti þeim. Frú Anna stóð á pallinum framan við húsdyrnar, er þau komu. Henni var hálf þungt í skapi, en ekki gat hún neitað því, að glæsilegur var Pétur að sjá, þar sem hann gekk við hlið dóttur hennar. ,,Guð gæfi“, sagði hún næstum upp- hátt, ,,að Hilda yrði þess megnug að geta hjálpað honum til þess að finna sjálfan sig aftur, því að gott bam var Pétur, þegar hann var lítill. Ekki má vanþakka það“. Hilda kom hlaupandi upp þrepin að húsdyrunum, eins og hún var vön, og kastaði sér um hálsinn á móður sinni. Pétur kom í hægðum sínum á eftir og hneigði sig prúðmannlega fyrir tengdamóður sinni. Strax, er hann hafði heilsað, sagðist f hann þurfa að skreppa með bréf í næsta hús. Frú Anna spurði, hvort það mætti ekki bíða þar til þau hefðu borðað, því að maturinn væri tilbúinn, en hann vildi heldur ljúka þessu af og sagðist koma strax aftur. Mægðurn- ar gengu þá inn í húsið. Hildur horfði undrandi á móður sína. Henni fannst hún hafa elzt um mörg ár,, þessa fáu mánuði, sem hún hafði verið fjarverandi. „Hefur þú verið veik í vetur, elsku mamma mín?“ spurði hún blíðlega. „Mér sýnist hár þitt hafa gránað mjög“. „Ónei, Hilda mín, en það er svo margt fleira en veikindi, scm getur beygt bakið og fjölgað gráu hárunum“. Hildur hrökk við og leit undan. Hún skildi vel hvað móður hennar fór og reyndi að víkja samtalinu í aðra átt. „Þeir báðu mig að bera þér beztu kveðjur, Björn bróðir þinn og Nonni“, sagði hún. „Nonni stóð sig ágætlega við prófið í sjó- mannaskólanum og fékk að því loknu strax gott skiprúm. Hann langaði mikið til þess að skreppa heim til þín og sýna þér kærustuna sína, en hann mátti ekki vera að því í þetta skiptið. Hann er ákaflega hrifinn af stúlkunni sinni, og má líka vera ánægður, því að hún er bráðmyndarleg og þar eftir lagleg“. ■f „Guði sé lof, að honum líður vel, elsku drengnum mín- um“, sagði frú Anna og brosti. „Bjöm bróðir þinn bað mig einnig að segja þér, að nú væri hann að flytja í nýja húsið sitt, og þú mættir til með að koma og heimsækja sig. Helzt vildi hann, að þú flyttir alveg suður. Nýja húsið hans er skínandi fallegt. í því eru milli 10 og 20 herbergi og öll hugsanlega þægindi. Ég held að hann sé orðinn stórefnaður“. „Ég var nú hálfpartinn farin að hugsa um það í fyrra, Hilda mín, að flytja suður, en af því verður nú víst ekkert ^ fyrst um sinn. Mér bregður heldur ekki við, þótt sá loftkastali hrynji. Þeir hafa hrunið fleiri hjá mér um dagana“. „Ó, ma mín, ég gæti ekki hugsað til þess, að þú flyttir svo langt burt frá mér, en viltu nú ekki flytja með mér að Hrauni? Pétur segir, að það sé svo indælt þar“. „Við skulum ekki tala neitt um þetta fyrst um sinn. Ég fer ekki suður að svo stöddu“, sagði frú Anna nokkuð svipþung. Hildu brá dálítið, en sagði svo: ,.-Ég var næstum búin að gleyma því, mamma mín, að Björn móðurbróðir bað mig að f segja þér, að hann hefði fengið í vetur bréf frá Helgu systur ykkar, og hefði hún talað um að arfleiða hann að öllum eign- um sínum, en hann hefði skrifað henni aftur og hvatt hana til þess, að láta okkur fremur njóta þeirra, því að við hefðum þess sjálfsagt meiri þörf en hann“. „Ég held nú, sannast að segja“, sagði frú Anna, „að hann hefði ekki munað mikið um eignirnar hennar Helgu systir. Hún hefur, auminginn, verið ríkari af sorgum en auðævum um dagana. Það var mikið áfall á einu missiri, að missa bæði börnin og manninn. Ég efast um, að hún eigi annað eftir en húsið, sem er mjög lítið, og garðinn sinn, en á honum hefur hún lifað að mestu leyti síðustu árin. „Jæja, Hilda mín, þarna kemur nú Pétur. Gugga verður víst fegin að þurfa ekki að bíða lengur með matinn“. Hilda stökk upp og hljóp á móti manni sínum. „Komið þið nú sælar“, sagði hann glaðlega. „Ég vona, að ykkur haf ekki verið farið að leiðast allt of mikið að bíða eftir mér“. Hann var svo mátulega hýr til þess að sýna tengda- móður sinni og Hildu alla viðeigandi kurteisi, og meðan þau sátu undir borðum hélt hann uppi samtalinu og hafði á tak- teinum fyndni og kátlegar frásagnir, sem frú Anna lét sér þó fátt um finnast, en Hilda hló dátt. „Heyrðu, kona“„ sagði hann, og sneri sér að Hildu. „Þeg- ar við erum búin að borða, verðurðu að fara strax með mig til kunningjanna, til þess að halda á mér sýningu, eins og þú segir, því að í fyrramálið verðum við að fara snemma. Nóg er að vinna í sveitinni um þenna tíma ársins. Haldið þér ekki,“ sagði hann brosandi, og sneri sér að frú Önnu, „að dóttir yðar sómi sér prýðilega sem sveitakona?“ „Ég veit ekki“, svaraði frú Anna hálf kuldalega. „Ég hef aldrei hugleitt það neitt, hvernig hún mundi sóma sér í Hraunsbænum“. Undir eins og þau voru staðin upp frá borðum, lögðu ungu hjónin af stað í heimsóknir til vina og kunningja Hildu, og komu ekki aftur fyrr en komið var fram á kvöld. Þá sagðist Pétur þurfa að fara og ráðstafa ýmsu til heimilsþarfa, en þær sátu eftir mæðgurnar. Hilda sagðist vera orðin svo dauð- þreytt, að hún yrði reglulega fegin að fá að hvíla sig“. „Já, Hilda mín, mér þykir innilega vænt um, að þú fórst ekki út aftur“, sagði frú Anna. „Það fer nú að styttast sem þú verður heima, en kvíðir þú ekki dálítið fyrir að fara í sveitina?“ „Að þessu spyrja mig allir, mamma mín, en ég segi þér það satt, elsku mamma mín, að ég hlakka til þess. Hið eina, sem skyggir á, er að geta ekki haft þig hjá mér. Pétur segir, að það sé svo yndislega fallegt á Hrauni, svo ég held að þú myndir kunna þar vel við þig. Við Lína vorum einmitt að tala um þetta í dag, en henni fannst ég ætti fyrst að sjá, hvemig mér litizt á mig þar, áður en ég hvetti þig til að flytjast þangað. Hún tók annars afskaplega vel á móti mér, en hún leit undan, er ég kynnti henni Pétur sem eiginmann minn. Ég gæti vel trúað, að hún sæi dálítið eftir því, hvernig hún hefur talað um hann í mín eyru. Við komum okkur sam- an um, að við skyldum reyna að halda uppi sama kunnings- skapnum okkar á milli sem hingað til og reyna að verða hver annarri að liði, ef á þyrfti að halda. Það er víst og satt, að hún Lína er mesta tryggðatröll“. „Já, það má nú segja“, sagði frú Anna. — „Við heimsóttum einnig prestinn, mamma mín. Þú hefðir átt að sjá, hve hann var innilega alúðlegur. Mér fannst hann allt öðruvísi en í fyrra“. ,,-Því get ég vel trúað, Hida mín, því að í fyrra sást þú hann ekki með þínum eigin augum, heldur annarra. Ég segi þér satt, hann séra Tómas á fáa sína líka. Þú ættir að vita, hvernig hann hefur verið mér í vetur. Enginn faðir hefði getað verið barni sínu betri“. „Meðan við stóðum þar við“, sagði Hildur, „sungum við flest gömlu eftirlætislögin okkar. Pétur sagði nú reyndar, er við hættum, að hann hefði aldrei heyrt jafnaumt kattarvæl sem sönginn okkar. En prestur svaraði því til, að við hefðum alls ekki verið að syngja fyrir hann, en við hefðum verið að rifja upp gamlar og góðar endurminningar. Hann var svo fallegur, er hann sagði þetta. Pétur vildi endilega fara það- an sem fyrst, annars fannst mér ég hefði getað verið þar

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.