Eining - 01.07.1955, Side 18
18
EINING
/
miklu lengur. Systir prestsins, sem er nú ráðskona hjá hon-
um, er líka einstaklega viðkunnanleg. Ég kunni reglulega vel
við mig hjá þeim“.
,,Já, Hilda mín, þau eru bæði ágætis manneskjur, ég held
fremur sjaldgæf. Ég er viss um, að hver sú stúlka, sem ber
gæfu til þess að verða eiginkona séra Tómasar, verður ekki á
flæðiskeri stödd“.
,,Þau lofuðu, mamma mín, að heimsækja okkur, er við
værum setzt að á Hrauni“, sagði Hildur.
,,Ég held nú, Hilda mín, að húsakynnin á Hrauni séu varla
til þess að bjóða gestum þangað. Eftir þeim fréttum, sem ég
hef fengið þaðan, er bærinn æði fornfálegur og niðurníddur“.
,,En Pétur ætlar að byggja þar allt upp, helzt í sumar. Við
höfum svo oft talað um, hvernig við ætlum að hafa það allt
saman. Þú skalt sjá, mamma mín, að innan skamms stend-
ur veglegt hús á Hrauni“.
„Jæja, það er ágætt, elskan mín. Engan skyldi það gleðja
meira en mig, ef þér ætti eftir að vegna þar vel“.
,,En eigum við annars ekki að fara að hætta, mamma, ég
er svo afskaplega þreytt. Pétur kemur sjálfsagt ekki strax“.
Þær slitu talinu og gengu til hvílu. Það reyndist rétt á
gizkað hjá Hildu, Pétur kom ekki fyrr en liðið var langt á
nóttu, en hann var kominn í fötin aftur klukkan sex um morg-
uninn og hamaðist við að koma öllu um borð í bátinn. Skapið
var ekki sem bezt, en þær mæðgur létu sem þær tækju ekki
eftir því. En gamla konan feldi margt tárið í leyni þenna
morgunn.
Burtfararstundin kom. Frú Anna fylgdi dóttur sinni niður
að bátnum og á leiðinni mættu þau prestinum og Línu, sem
slóust í för með þeim. Er þau höfðu numið staðar ofurlitla
stund niðri við bátinn, kallaði Pétur fremur höstugur: „Hrafn-
hildur, ertu ekki að koma?“ Hún flýtti sér að kveðja, og er
hún rétti prestinum hendina, fannst henni, sem eitthvað gera
vart við sig, svipað því, er stundum hafði bærst í sál hennar,
er þau voru að syngja við orgelið í stofunni hennar heima.
Hún stökk út í bátinn og settist við hlið manns síns. Kalsa-
veður var og niðdimm þoka grúfði yfir öllu.
Frú Anna, presturinn og Lína stóðu á bryggjunni þar til
þokan huldi bátinn sjónum þeirra. Hið síðasta, er þau sáu til
Hildu, var það, að hún þerraði tár af augum sér.
VI.
Hildu fannst tíminn aldrei ætla að líða á leiðinni inneftir.
Pétur sat við stýrið og horfði þögull fram undan sér. Þokan
var svo dimm, að varla sást faðmslengd frá bátnum. Ekkert
hljóð heyrðist nema skellirnir í vélinni.
„Hvað verðum við lengi, Pétur minn?“ spurði Hrafnhildur
fremur guggin.
„Ég veit ekki. Venjulega er þetta aðeins hálfrar stundar
för, en bölvuð þokan tefur okkur töluvert“.
Er þau voru komin nærri landi rofaði ofurlítið til. „En hvað
þessir bakkar eru háir og skuggalegir!“ hrópaði Hildur upp
yfir sig.
„Þokusúldin gerir þá svona skuggalega“, sagði Pétur.
„Þeir líta allt öðruvísi út, þegar sólin skín á þá“.
„En hvaða hóll er þetta þarna uppi á bökkunum?“ spurði
Hildur.
„Það er bærinn okkar“, svaraði Pétur.
Hilda hallaði sér að öxl hans og fór að hugsa um, hve
þokan gæti verið leiðinleg, hvernig hún afmyndaði allt og
gerði það ljótt og torkennilegt.
Þau lentu við klappir, er sköguðu langt fram í sjóinn. Pét-
ur rétti Hildu hendina og hjálpaði henni upp úr bátnum. Hún
hrasaði og datt, því að sleipt var í þanginu, sem lá um alla
klöppina. Henni fannst fara um sig einhver ónotahrollur, en
ómeidd var hún. Pétur reisti hana brosandi á fætur.
„Þú hefðir ekki þurft að ráða þig svona rækilega heima“,
sagði hann og hló. „Jæja, kona góð, nú ertu þá stigin á land
á eignarjörð þinni. Velkomin að Hrauni“. — Þau leiddust
upp bakkana.
Hið fyrsta, sem auga Hildu leit, þegar upp var komið, var ^
lítið Ijósrautt hús. Þak, gluggar og girðing var allt grænt.
„Hver á þetta hús?“ spurði hún.
„Móðursystir mín“, svaraði hann og tók þéttar í handlegg
hennar og leiddi hana heim að bænum, sem Hildu hafði sýnst
af sjónum vera ljótur hóll eða moldarhraukur. Nú sá hún, er
nær kom, að ekki hafði þokan villt henni sýn að öllu leyti.
Við henni blöstu gínandi djúpar gluggatóftir. Þar voru brotn-
ar rúður og hafði fatadruslum verið stungið sums staðar í
götin. Moldarveggirnir virtust vera hálfhrundir. Engin hreyf- ^
ing, ekki einu sinni hundgá. Það var sem allt líf væri út-
slokknað, ekkert nema þokan og nístingsköld vornepjan heils-
aði henni við nýja heimilið.
Hugur hennar fylltist skelfingu. Hún lagði hönd á hand-
legg manns síns og sagði lágróma og með tárvot augu: „Get-
um við ekki farið fyrst til hennar móðursystur þinnar?“
Pétur stóð þögull ofurlitla stund og Hildur varð þess vör,
að hann horfði á hana viðkvæmur og alvarlegur. „Nei, Hilda“,
sagði hann kuldalega. „Þangað fer ég aldrei, og ég óska þess,
að þú komir þar ekki heldur“.
Hann tók vingjarnlega utan um hana og sagði: „Hana, \
komdu nú, Hilda“. Er þau komu að dyrunum reyndist hurðin
vera lokuð, „Hver fjandinn gengur að öllu fólkinu, að enginn
skuli vera heima“, sagði Pétur og hleypti brúnum. Hann
setti fótinn fast í hurðina, en hún lét ekki undan. Þá heyrðu
þau hund gelta skammt í burtu. Hildur leit við, og fram úr
þokunni sá hún koma tvær stúlkur, einn karlmann og dreng.
Það létti strax dálítið yfir henni. Pétur gekk á móti fólkinu
og heyrði Hildur hann spyrja um eitthvað í ávítunartón, en
önnur stúlkan svaraði því, að þau hefðu verið hjá Hólhúsinu
að hreykja taðinu og því ekki séð, er báturinn kom. ^
Hildur gekk til fólksins og heilsaði því öllu með handa-
bandi. Þau fylgdust öll inn göngin. Pétur opnaði lítið herbergi
og fylgdi Hrafnhildi þangað inn. Nú brauzt fyrsti sólargeisl-
inn gegnum þokuna og inn um gluggann, rétt í því er Hildur
steig inn í herbergið. Það ylnaði strax í huga hennar.
„Nú fer ég fram og læt stúlkuna koma með kaffi handa
okkur, og svo er líklega bezt að þú ljúkir af að skoða gren-
ið“, sagði Pétur og strauk með handarbakinu um kinn Hildu
um leið og hann fór.
Hrafnhildur gekk út að glugganum. Þokan var að eyðast f
og döggin glitraði í sólskininu á hálfvöxnum stráunum. Hinni
fögru útsýn á Hrauni hefur lengi verið viðbrugðið, og Hilda
naut þess eftir allan óhuggnaðinn á ferðalaginu.
Hún hljóp upp í fangið á Pétri, er hann kom inn: „Við
byggjum upp bæinn okkar strax í sumar“, sagði hún.
„Já, við byggjum upp bæinn strax og efni leyfa“, sagði
hann. Svo lögðu þau af stað fram í búr og eldhús, og alls
staðar var sama ömurlega niðurníðslan. Þó blöskraði henni
fyrst, er hún kom upp í svefnloftið. Árum saman hafði það
staðið ónotað og vanhirt. Báðum megin undir súðinni stóðu ^
rúmin, full af alls konar rusli, glugginn fúinn og rúðurnar
grænar af elli og vanhirðu.
„Hér getur enginn hafst við, fyrr en búið er að lagfæra
hér allt“, sagði Hildur, döpur í bragði.
„Ég á nokkrar krónur eftir af því, sem móðurbróðir minn
gaf mér, er ég fór að sunnan. Fyrir þær skulum við láta
smíða glugga, svo kaupum við málningu og málum sjálf bæði
stofuna og þetta herbergi“. ^
„Jæja, kona góð“, sagði Pétur og brosti, „eins og þér
þóknast. Ég þarf hvort sem er að senda strákinn á morgunn
í kaupstaðinn, og þá getur þú látið hann kaupa þetta um
leið“.